Afmæli Egils og matarboð
Jæja krakkar! Hugmyndasamkeppnin gengur mjög vel og ég fæ mikla útrás með því að lesa þær hugmyndir sem borist hafa og þegar hún byrjar að tuða í tímum þá læt ég bara ímyndunaraflið sjá um það að klína tyggjói í hárið á henni, skeina mér á tannburstanum hennar og fleira sem ykkur geðsjúklingunum datt í hug. Mjög gott mál semsagt.
En já tilgangurinn með þessari færslu var semsagt að ÓSKA AGLI VIÐARSSYNI HJARTANLEGA TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ SITT (við elskum þig öll rauðhærði maður) og tilkynna frekar hið mánaðarlega matarboð sem verður á morgun og verður haldið í þetta sinn heima hjá stórmenninu Degi Bjarnasyni í Garðabæ. Ég mun gefa nánari upplýsingar símleiðis þar sem ég er hrædd um að partýleitandi vandræðaunglingar Garðabæjar rekist á þessa síðu ;)
Ég er búin að láta alla vita sem eiga að koma þannig að hinir geta bara hætt að spá í hvort þeim sé boðið.. >;) Ég, Elín og Dagur höfum boðist til þess að sjá um matseldina og erum við að spá í að hafa ýmist góðgæti á boðstólnum. Allir eiga þó að koma með 1000kr því þetta er svona samskotsmatarboð fátækra námsmanna. Dagur fær þó að sleppa þar sem hann er jú gestgjafinn okkar. Ef það verður einhver afgangur þá kaupi ég bara áfengi og við gerum ljúffenga bollu sem við eigum saman. Áfengi er annars ekki valkostur heldur skylda. Ef þið hafið einhverjar spurningar hringiði þá bara. Og endilega komið með partýdiska og ég mun koma með Trivialið.. (vara ykkur við sko ég er geðv... nei okey.. ég get aldrei neitt í þessu drasli)
ÞEMALAGIÐ í þessu matarboði til heiðurs Agli hefur verið valið og er það að þessu sinni eitt af uppáhaldslögum afmælisbarnsins The never ending story með Limahl og fólk getur undirbúið dansatriði með því að hlusta á lagið HÉR!
En já tilgangurinn með þessari færslu var semsagt að ÓSKA AGLI VIÐARSSYNI HJARTANLEGA TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ SITT (við elskum þig öll rauðhærði maður) og tilkynna frekar hið mánaðarlega matarboð sem verður á morgun og verður haldið í þetta sinn heima hjá stórmenninu Degi Bjarnasyni í Garðabæ. Ég mun gefa nánari upplýsingar símleiðis þar sem ég er hrædd um að partýleitandi vandræðaunglingar Garðabæjar rekist á þessa síðu ;)
Ég er búin að láta alla vita sem eiga að koma þannig að hinir geta bara hætt að spá í hvort þeim sé boðið.. >;) Ég, Elín og Dagur höfum boðist til þess að sjá um matseldina og erum við að spá í að hafa ýmist góðgæti á boðstólnum. Allir eiga þó að koma með 1000kr því þetta er svona samskotsmatarboð fátækra námsmanna. Dagur fær þó að sleppa þar sem hann er jú gestgjafinn okkar. Ef það verður einhver afgangur þá kaupi ég bara áfengi og við gerum ljúffenga bollu sem við eigum saman. Áfengi er annars ekki valkostur heldur skylda. Ef þið hafið einhverjar spurningar hringiði þá bara. Og endilega komið með partýdiska og ég mun koma með Trivialið.. (vara ykkur við sko ég er geðv... nei okey.. ég get aldrei neitt í þessu drasli)
ÞEMALAGIÐ í þessu matarboði til heiðurs Agli hefur verið valið og er það að þessu sinni eitt af uppáhaldslögum afmælisbarnsins The never ending story með Limahl og fólk getur undirbúið dansatriði með því að hlusta á lagið HÉR!
6 Comments:
Þetta verður mikið gaman og mikil stemning. Góður félagsskapur og það sem límir okkur saman er ÞETTA BLESSAÐA LAG! hahahah mikil snilld er þetta maður . . . ég get ekki skrifað mikið er í tíma . . . skrifa meira þegar ég kem heim!
SCHNIIILLLD
elín :)=)
Gæti þetta verið æðislegasta lag sem samið hefur verið??? ÓJÁ ég held það!!!!
núna á þessari stundu er Egill Viðarsson að komast að því að þetta er titlað sem uppáhaldslagið hans.. I think he´s gonna kill me ;)
Já . . . æðislegt lag. Sérstaklega þegar maður horfir á myndina af gaurnum í leiðinni. Held að Egill verði ekki svikinn af að eiga svona frááábært afmælislag!
TIL HAMINGJU EGILL MEÐ AFMÆLIÐ OG AFMÆLISLAGIÐ!!! víííí
-gaman gaman á morgun!
-elin
Já, til hamingju með afmælið, Egill!
Btw, hvar í fjandanum býr Dagur?
-Skúli
halló þið fallega fólk, ég er farin að hlakka óendanlega mikið til:)
Og ef ykkur vantar hjálp við matseldina endilega látið mig þá bara vita!
heyrðu, þið fólk sem ekki búið í kópavogi eða garðabæ(sem kannski eru ekki margir....) en allavega, hvernig hafið þið hugsað ykkur að komast á milli staða? ég væri mjög þakklát ef ég mætti hoppa upp í bíl hjá ykkur í Reykjavíkinni og sitja í upp í Garðabæinn.
Annars svona til vara, væruð þið til í að gefa mér strætóleiðbeiningar:p
Sveitalingurinn
Elín Lóa
Ég og Elín Helga gætum náð í þig þegar við komum úr matarleiðangrinum en þá neyðistu til þess að hjálpa okkur að elda ;)
Post a Comment
<< Home