Monday, September 20, 2004

Leiðilega lagastúlkan

Það er stelpa ein með mér í lögfræði sem situr 2 röðum fyrir aftan mig og lítur mjög sakleysislega út með liðað hár, gleraugu og almennt frekar eðlileg. En það er hún sko alls ekki! Hún byrjaði rólega, spurði kennarann einhvers öðru hverju og hlustaði annars bara á hann með miklum áhuga. Svo fór hún smám saman að fjölga spurningunum og að ganga upp að kennaranum í frímínútum til þess að spyrja einhvers nánar. Staðan í dag 2 og hálfri viku frá fyrsta tíma er hræðileg! Þessi beygla þegir aldrei!ALDREI!! Ef kennarinn spyr salinn að einhverju þá öskrar hún svarið að honum af fullum krafti til þess að vera örugglega fyrst með svarið og ekki líður meira en mínúta á milli hennar heimskulegu, óþarfa spurninga! Þetta eru ekki venjulegar spurningar manneskju sem vill virkilega fá að vita eitthvað sem hún ekki skilur heldur eru þessar spurningar hennar til þess að allir viti hvað hún sé æðisleg, gáfuð og stórkostleg! (Sem henni hefur greinilega tekist að sannfæra mig um..) T.d. ef að kennarinn er að tala um að í einstaka tilvikum sé hugsað hvað hinn almenni maður hefði gert og það talið rétt, þá heyrist andartaki síðar nagandi röddu "Svona eins og gert er í skaðabótarétti með Bonus Patrus familias??" (e-ð sem við lærum mun síðar) og það fer hörmungarhrollur um salinn. Svona spurningar koma stanslaust allan tímann aftur og aftur og aftur og það eru allir að verða geðveikir. Verst er samt þegar að einhver annar dirfist að spyrja kennarann að einhverju! Hún lætur sér það lynda á meðan spurningarnar eru á réttri leið (að hennar mati sem er ,þrátt fyrir hennar fullvissu um eigið ágæti, alls ekki alltaf rétt) en eins og t.d. í síðustu viku þegar ein stelpan spurði hvort þetta væri svona þegar eitthvað væri svona.. nenni ekki að finna dæmi.. þá heyrðist enn einu sinni þessi nagandi rödd sem við þekkjum svo vel segja. "ohh.. nei nei nei nei..." á meðan að hin stelpan var að tala!
Í dag er okkur skipt niður í umræðuhópa og við eigum að rökræða við hvort annað um hitt og þetta.. Ég bið til guðs að ég lendi með henni í hóp og þá skal ég sko segja henni hvað mér finnst um hana og þessar spurningar hennar!!

OHHHH ég get ekki beðið!!!

13 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Halldór: Heyr, heyr!!!! Hefði ekki getað orðað þetta betur....

2:45 PM  
Anonymous Anonymous said...

VÁÁÁ HVAÐ MIG LANGAR AÐ VITA HVER ÞETTA ER !!!! Ég er hérna að missa af öllu djúsí leiðindapúkunum sem þið eruð með í hóp. Hjá mér eru leiðindapúkarnir allir innísig og halda sínu fyrir sig bókstaflega. Komst að því í dag að helmingurinn af bekknum mínum eru snillingar í forritun og tölvuhögun :/ Sem er ekkert voðalega gaman fyrir mig . . ákvað þvi að fara í aukatíma í forritun .. you can guess where i am right now!!!

En jæja, ég verð að halda áfram og þú halda áfram að koma með safaríkar leiðindapúkabessevisserasögur . . . þetta fólk fær alltaf allt í hausinn seinna . . . (7, 9, 13)

5:07 PM  
Blogger Erna Blöndal said...

Ég er ekki með henni í hóp.. því miður.. en ég mun samt bráðlega lýsa yfir megnri andúð minni á þessu framferði hennar! Ég ætla samt ekki að niðurlægja hana eða ganga of langt í illsku minni svo ég þurfi ekki að þjást af samviskubiti yfir þessari manneskju ef svo er hægt að kalla.

já by the way þá getið þið ekki ímyndað ykkur hversu mikla útrás síðasta færsla veitti mér!

5:17 PM  
Blogger Erna Blöndal said...

Hafiði tekið eftir því að Jens kommentar aldrei hér!

Ég held að hann telji sig of góðan fyrir okkur.. legg til að hann verði virtur að vettugi í matarboðinu um næstu helgi!

5:19 PM  
Anonymous Anonymous said...

Ég hef bara leiðinlega og óþarfa hluti að segja eins og þú veist vel.

-Jens

5:25 PM  
Blogger Erna Blöndal said...

kannski þú og leiðinlega lagastúlkan ættuð að kynnast..?

5:27 PM  
Blogger Unknown said...

Kommon.. niðurlægðu hana... illskan mín fær útrás við svona lestur...

5:52 PM  
Anonymous Anonymous said...

Nei, ekki niðurlægja hana. She's not worth it. Gerðu soldið verra sem er sérstaklega í uppáhaldi hjá mér: Ef hún heldur e-n tímann partí, farðu þá á klóið og skeindu þér með öllum tannburstum sem þú finnur! Þá geturðu hlegið í hvert sinn sem stelpan opnar á sér munninn í tímum því þú veist soldið sem enginn annar veit. Af hverju haldiði annars að ég sé immune gagnvart leiðinlegum, niðrandi kommentum frá fólki sem ég hef farið í partí til? Múhahahahaaa!

6:40 PM  
Anonymous Anonymous said...

Ég verð að fá að fylgjast með þessu þetta er svo spennandi.

Atriði úr næsta þætti:
tussan: Blaaa, bla bla . . bessevisser . . blah!
erna: ... *hvíslandi* . . muahahahahahah !
halldór: hvað! Af hverju ertu að hlæja . .
erna: .. ég fór í partý til hennar í gær!
halldór: erna . . . nooooooooooo!
erna: *hvíslandi* . . muahahahahahah!
tussan: blaah . . bla bla . . modulus!

Ég vil ekki missa af neinu . . .
Elín :)

9:17 PM  
Blogger Erna Blöndal said...

Ég á svo geðveika vini að það er bara best!!

2:15 PM  
Blogger Þorbjörg said...

haha... Þetta hljómar eins og svona Anna Heiða sinnum 70... And that's gotta be BAD... :( Það er gaman að gleðjast yfir því hvað aðrir eru miklir fávitar... :) Tíhí... Ég er að spá í að notfæra mér þetta með tannburstann einhverntímann... Sounds so deliciously evil!!! Annars er líka gott trikk að fara bara í partí til hennar og þykjast verða geðveikt full og sulla úr fullu glasi af hreinum vodka eða e-ð yfir allar glósur og bækur sem þú finnur lying around... Sjáum hvað henni finnst um það!! :)

4:15 PM  
Blogger Erna Blöndal said...

MÚHAHAHAHA

5:06 PM  
Anonymous Anonymous said...

Ojj. Anna Heiða. Það ætti ekki að skeina sér með tannburstanum hennar heldur bókstaflega að kúka á hann. Gaman að sjá hve vel fólk tekur undir tannburstatillöguna. :)
-Skúli

7:57 PM  

Post a Comment

<< Home