Tuesday, May 30, 2006

Update og önnur afmæliskveðja

Fyndið hvað netheimar verða fullir af lífi og stuði á prófatíma en svo steinsofnar allt um leið og prófum lýkur. Það er sama sagan hér á þessu blóki.. hef ekki minnsta áhuga á að hanga í tölvunni þessa dagana!

Annars þá er allt gott að frétta af Blásalagenginu. Nýja vinnan mín sem tollvörður er alveg frábær og ég upplifi eitthvað nýtt á hverjum degi og fæ að vesenast um allt, inn í flugvélar, einkaþotur og skip og hitta fullt af spennandi og skemmtilegu fólki (auðvitað líka leiðinlegu en hverjum er ekki sama um svoleiðis). Dagarnir líða eins og ekkert sé! Annað sem er frábært við vinnuna mína er að ég þarf að klæðast einkennisbúningi sem þýðir að ég þarf aldrei að spá í því í hverju ég á að vera á morgnana! Sumum myndi finnast þetta slæmt but I´m loving it! Ég er svona eins og Jóakim Aðalönd með fullan fataskáp af eins fötum. Ójá.

Ég verð nú samt að viðurkenna að þótt nýja vinnan sé mjög skemmtileg þá sakna ég fólksins sem ég hef verið að vinna með síðustu sumur í Landsbankanum. Það var skrýtið að koma ekki til þeirra núna í vor heldur þurfa að fara og kynnast nýju fólki á nýjum stöðum. Þetta gengur samt mjög vel og nýja fólkið (sem eru reyndar bara karlmenn = átakanlega minna slúður og kjaft) er að koma sterkt inn enn sem komið er.

Ég fékk síðan síðustu einkunnina mína í gær og get því formlega staðfest að ég hef lokið 2. ári í lögfræði stóráfallalaust. Ég held samt að þetta hafi verið metár hvað ástundun varðar eða öllu heldur skorti á henni. Þar áttu stóran þátt stúdentakosningar í janúar, Nýja sjálands- ferðalagið mikla, Spánarferð í apríl og almennt kæruleysi. Ég get þó ekki sagt að máltækið "þú uppskerð eins og þú sáir" eigi vel við þar sem mér gekk bara nokkuð vel. Lofa þó bót og betrun að vanda.

Að lokum vil ég svo óska Elínu Lóu S-Ameríkuflakkara til hamingju með afmælið í dag og senda henni stórt knúúúúúús! :)

Jæja.. ætla að drífa mig í sprikl (leikfimi) og svo á eina góða kvöldvakt!

Ding dong dei,
Tollvörðurinn

6 Comments:

Blogger This is all you have to know said...

ahhh.. loksins blók!
Ég er hérna í vinnunni að þræða bloggsíður (svona þegar lítið er að gera).. kannski það ættu að vera próf alltaf svo bloggin haldist í góðu stuði!

mmmm.... nei! HA HA HA HAAAAA >:)

suuumarfrí

3:23 PM  
Anonymous Anonymous said...

Þú getur ekki ímyndað þér hvað ég öfunda þig af því að þurfa ekki að velja þér föt til að fara í á hverjum degi!!

8:26 PM  
Anonymous Anonymous said...

þú getur ekki ímyndað þér hvað ég öfunda þig af því að þurfa ekki að velja þér föt til að fara í á hverjum degi!!

8:27 PM  
Anonymous Anonymous said...

Aej, takk fyrir afmaeliskvedjurnar :) Thú ert algjört aedi Fernan mín og af thví ad ég veit ad Elín les thetta blogg á hverjum degi aetla ég líka ad thakka thér (nafna) fyrir kvedjuna og segja thér ad thú ert líka aedi :D. Hlakka til ad sjá ykkur í sumar.

1:04 PM  
Anonymous Anonymous said...

hæhæ! komst loksins á netid hérna í Sevilla í tölvunni hans Jensa, núna er klukkan að verða 7 og það er 35 stiga hiti úti! úff.. ég var að uppgötva það að ef ég fer upp á efstu hæð í blokkinni sem ég bý í get ég stolist á netið hjá einhverju fólki! :D veij.. annars er bara allt gott að frétta af mér, fór til Cordoba í gær með nokkrum krökkum úr bekknum mínum og í síðustu viku fór ég í spænska útilegu þar sem allir voru í flamingo-búningum. Þetta var einhvers konar hátið þar sem 1,5 milljón manna komu saman og allir á hestum eða í nautavögnum, ekkert smá gaman að upplifa þetta! en já vildi bara láta heyra í mér og segja þér hvað ég er búin að vera að gera og svona. Þú veist þú mátt alltaf hringja í spænska símann minn eða senda mér sms ;) heyri vonandi í þér bráðlega! kv.Marta

4:51 PM  
Blogger Erna Blöndal said...

GEÐVEIKT! Gaman að þú sért komin með netið það er mikill munur! :) En vá þvílíkur hita þarna.. sjííse! Og engin loftkæling í herberginu. Þú verður bara að setja klakafötur í kringum rúmið og ausa yfir þig öðru hverju! Fjölskyldan þín hljómar ekkert smá vel! Þú ert ótrúlega heppin a fá að upplifa svona alvöru fiestu :)Ég var einmitt að reyna að hringja í þig áðan en fékk bara spænsku konuna sem lýsir því yfir að þetta sé talhólfið þitt í miklu fússi! Hahaha :) Hringi aftur í kvöld!

4:45 PM  

Post a Comment

<< Home