Monday, May 01, 2006

Ljúfa lífið lærdómslífið

Ljúf lærdómslaus afmælishelgi að baki með nautalundum, Palin og frábærum gjöfum.
Nú tekur við stjórnsýsluréttur og ugly fruit. Ég elska þann ávöxt! Því ljótari sem þeir eru að utan því sætari og betri eru þeir að innan. Ég valdi einn áðan sem er ógeðsgulur með brúnum blettum og allur krumpaður og mjúkur. Ég á því von á góðu eftir hádegismatinn. Jammí!

Annars þá eru bara 10 dagar í frelsi, regnboga, fiðrildi og hvolpa aka próflok. Það verður yndislegt!

Hilsen!

5 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Oj. Þú hljómar eins og þú sért í raun að tala um gamla kalla.

8:18 PM  
Anonymous Anonymous said...

HAHAHAHA

I am..

9:03 PM  
Anonymous Anonymous said...

Þetta blogg minnti bara á hið frábæra lag Sunshine & Lollipops.

Það er lag sem ég ætla að spila á repeat 12. maí :)

Ps. Sorry að ég gleymdi afmælisdeginum þínum (sem ég gleymdi í raun og veru ekki, ég ruglaðist bara á dögum) en ég skal bæta þér það upp!

-Dagur

10:21 PM  
Blogger This is all you have to know said...

gamalmennaperrinn...

Eins og systir mín sagði:

"Í Garðabæ er félag sem heitir FAG. Félag aldraðra í Gamlabæ!"

Í félaginu FAG er Erna greinilega forsetinn!

9:17 AM  
Anonymous Anonymous said...

Hohoho

Lifrarblettir eru bara málið krakkar! Gamalt fólk er líka svo lifað skiljiði.. veit hvernig á að gera hlutina!

9:50 AM  

Post a Comment

<< Home