Tuesday, May 02, 2006

Tíminn er svo skrýtið fyrirbæri..

Mér finnst hann líða alltof hægt og vera eilíflega langt í próflok en á sama tíma finnst mér ég hafa of lítinn tíma til að lesa fyrir prófið.

Ég er óvenjustressuð fyrir þessi próf. Sennilega vegna þess að ég er nánast að frumlesa allt efnið og þetta var meira en ég hélt.. en það hefur nú gerst áður í mínu námi *hóst* og það án þess að stressa frumu.

Hvað er maður samt í alvöru að hafa áhyggjur af prófum. Ég býst við að mikið af ungu fólki um allan heim myndu gjarnan vilja þær áhyggjur. Fá að mennta sig.

Það er hægt að hafa áhyggjur af svo alvarlegum hlutum. Hjón sem ég kannast við sitja í þessum skrifuðu orðum við sjúkrabeð dóttur sinnar sem er með lífshættulegan sjúkdóm. Og ég er með hnút í maganum yfir einhverju prófi. Mér líður kjánalega.

Svona er maður bara. Þó að ég viti að margir í þessum heimi séu að gráta börnin sín, svelta heilu hungri og glíma við aðstæður sem ég get ekki einu sinni ímyndað mér.. þá næ ég samt ekki að gera vandamálið mitt eins lítið og það raunverulega er.
Ekki misskilja mig.. ég veit alveg að það er gott að hafa smá stress í sér fyrir próf en ég er að tala um að mikla fyrir sér hlut sem er ekki vandamál.
Photobucket - Video and Image Hosting
Við erum svo lítil..
Litlu vandamálin okkar eru örsmá og merkingarlaus.
Ég vona að einhver skilji um hvað ég er að tala.
Ég held að ég fari bara að fá mér ostapopp og kristal+.
Photobucket - Video and Image Hosting

20 Comments:

Blogger Egill said...

Það getur verið hressandi að lenda í einhverjum ömurlegum skít...
Þegar maður kemst í gegn um það þá kann maður miklu betur að meta lífið.

Mér finnst samt ekki að maður að gera lítið úr vandamálum sínum, sama hversu lítilvæg þau kunna að vera í samanburði við e-ð annað. Maður hefur bara stjórn á líðan sinni upp að vissu marki, en á meðan maður er tilbúinn til að gera allt sem maður getur til að koma sér í gegn um vandamál og erfiðleika, þá þarf á maður ekkert að vera að gera lítið úr líðan sinni.

Egill Yoda hefur lokið máli sínu.

10:38 PM  
Blogger This is all you have to know said...

Ég er samt alveg sammála Ernu.. vandamálin sem við lendum í eru rass í bala miðað við svo margt annað. Við erum bara svo góðu vön, að þegar eitthvað slæmt kemur fyrir leggjumst við í kör og sjálfsvorkunn! Eins og td. með próf. Ég tuða endalaust... eeendalaust þegar líður að prófum.. á sama tíma og lítið barn er að deyja úr hungri og ég kaupi mér nammi til að "narta" í á meðan próflestri stendur!

Við vorkennum okkur of mikið!
Veit samt ekki hversu vel maður kann að meta lífið ef öll börnin mans myndu deyja úr alnæmi eða eitthvað. Ég yrði bara reið og bitur og... já!

Held við getum voða lítið sagt þar sem engar alvöru tragedíur hafa nokkurntíman á okkur dunið <:(

æji.. þið vitið hvað ég meina!

8:51 AM  
Blogger Erna Blöndal said...

Þegar ég var búin að vera mjög veik og var nýkomin heim af spítalanum þá fannst mér æðislegt að horfa á auglýsingar í sjónvarpinu. Það var eitthvað svo venjulegt og frábært. Þannig ég skil hvað þú meinar Egill Yoda.

En eins og Elín sagði þá var ég einmitt eitthvað stressuð útaf prófunum og gat ekki sofnað, ákvað að kíkja á netið og sá þá að litlu stelpunni sem ég tala um að ofan hafði hrakað. Þá fannst mér mitt stress vera lúxus-stress.
Þrátt fyrir að vita þetta þá var ég samt stressuð daginn eftir og ég gat ekki losað mig við það með því að hugsa um hversu ótrúlega lítið þetta vandamál væri miðað við mörg önnur. Það finnst mér skrýtið. :/

9:47 AM  
Blogger This is all you have to know said...

En þá er ég ss ekki að meina svona vonda sjúkdóma, dauðsföll og þannig! Bara þetta venjulega stress og bögg sem maður er alltaf að kvarta yfir! Svo lengi sem fjölskyldan þín er heil, þú sjálfur og allt er í góðu lagi með vini þína og svona, þá er lítið til að kvarta yfir!

"Æji.. ég neeenni ekki að labba út í búð og kaupa mér nammi því það er svo vont veður.. *dæs*!"

sjá http://www.fjandinn.com/arthur/?p=91

11:09 AM  
Blogger Egill said...

ég er ekki að tala um próflestur... ég hlæ að fólki sem vælir yfir próflestri... hinsvegar ef einhver þjáist af prófkvíða og þarf að líða fyrir það þá hefur hann allan "rétt" til þess burtséð frá aðstæðum einhverra annarra.. bara á meðan sá og hinn sami reynir að díla við það í staðinn fyrir að vorkenna sér..

sama á við um vandamál sem einkenna vestræn samfélög þar sem allt á að vera svo frábært.. tilvistakreppa, félagsleg vandamál, offita o.s.frv.
það er alltaf hægt að segja "hugsaðu um litlu börnin í afríku" en það er bara svo fullkomlega irrelevant, og ef einhver myndi segja það við mig því ég væri t.d. leiður yfir að hafa misst hundinn minn, myndi ég segja viðkomandi að fara í rassgat

og ég er væntanlega ekki að tala um tilfelli eins og dauða allra barna manns sem leið til að meta lífið meira enda var ég ekki hálviti síðast þegar ég vissi..

2:41 PM  
Blogger This is all you have to know said...

Það er enginn að segja að þú sért hálfviti.. og enginn að segja að þú megir ekki hafa skoðanir á hlutunum. En það var ég sem var að tala um deyjandi börn ekki þú. Og ég var ekki að svara þér eitthvað sérstaklega með því kommenti! Bara að taka það sem dæmi miðað við það að lenda í "prófkvíða" og "sjoppuveseni"! Þá er prófkvíði og nammi frekar lítil og smá vandamál.. þykir mér! :O

Mér þykir samt ekkert irrelivant að huga aðeins um aðra. Þó svo maður sé ekkert að huga um það ákkúrat þegar hundurinn manns er að deyja! Og ég myndi eflaust segja viðkomandi að láta mig í friði ef hann færi að nefna það á þeim tímapunkti!

Og auðvitað hefur fólk rétt til þess að vinna í sínum málum, hvernig sem þau svo eru! Það er ekkert verið að níðast á því hérna (held ég) og ekki verið að tala eitthvað sérstaklega um það (held ég líka :P). Og það er alveg örugglega ekki verið að taka þann "rett" af fólki í þessari færslu. Bara það að þessi "litlu" mál okkar, sem höfum það gott, eru svo ótrúlega lítil miðað við margt annað! Thats all we're talking about!

held ég.. enn og aftur :D

Ég blæs mikið upp vandamálin mín og tuðið í sjálfri mér.. og er ekkert að spá í því hvernig heimurinn virkar!
Hugsa stundum um fólk sem hefur þurft að taka á erfiðum atvikum og set mig í þeirra spor! Þrátt fyrir að mín mál séu lítil miðað við þeirra mál.. minnkar stressið ekkert sérstaklega fyrir það! Sem er afskaplega einkennilegt stundum! Eller va?

3:11 PM  
Blogger Erna Blöndal said...

Ég er eiginlega ekki einu sinni að tala um alvöru prófkvíða eða neitt svoleiðis. Það getur verið sjúkdómur og bara allt annað mál. Við skulum öll bara vera róleg. Ég hefði kannski átt að setja þessa færslu öðruvísi upp en ég var bara að pæla í þessu og hugsaði ekkert lengra.

Fólk sem er með prófkvíða og þannig ræður auðvitað ekkert við hvernig því líður og sumum tilfellum er sjúkdómurinn svo slæmur að manneskjunni líður eins og hún sé að fara í aftöku.
... ég var eiginlega ekki að tala um það þótt þetta hafi verið asnalega sagt hjá mér.

EINA sem ég var að meina var að þegar, eins og ég núna, maður er stressaður fyrir próf, þá ætti maður að reyna að gera ekki vandamálið stærra en það er heldur kunna bara að meta það og vera fegin að það er ekki stærra. Ég á það til að gera of mikið úr hlutunum enda fræg dramadrottning og fannst rétt að hugsa um það hversu óverulegar mínar áhyggjur væru virkilega...

dæmi: Þú ert í prófum og hefur voða miklar áhyggjur en svo daginn fyrir prófið lendir fjölskyldumeðlimur í slysi og er í lífshættu.. þú varla manst þá eftir þessu prófi og allar áhyggjurnar beinast að fjölskyldumeðlimnum. Mun alvarlegra áhyggjustig og ég er fegin því að vera bara með áhyggjur af prófum.

Ég kem þessu bara engan veginn út úr mér. Svo fór ég bara að hugsa hvað við erum óendanlega lítið hérna í þessum heimi á okkar litla hnetti og hversu óhugsanlega lítil okkar vandamál eru í alheiminum. Ég held að ég sé orðin biluð. Nó djók.

ps. Ef ég hefði misst hundinn minnn og einhver hefði sagt mér að hugsa til barnanna í Afríku þá hefði ég sennilega troðið hausnum á honum í "no sunshine"gatið hans.

3:41 PM  
Blogger This is all you have to know said...

Eeeexactly... það er samt svo erfitt að koma þessu frá sér á almennilegan hátt!
En ég held samt að ég viti hvað þú meinar.. oh yes! :)

3:57 PM  
Blogger Egill said...

"Veit samt ekki hversu vel maður kann að meta lífið ef öll börnin mans myndu deyja úr alnæmi eða eitthvað."

sé ekki alveg hvernig þetta er ekki svar við kommentinu mínu, og ég sakaði nú engann um að kalla mig hálvita eða banna mér að hafa skoðanir.. en jæja þú um það, point taken

Erna ég veit nú alveg hvað þú meintir með þessari færslu, og að þú værir ekkert að meina einhver alvarleg vandamál.. ég er líka alveg sammála, og reyni meiraðsegja oft að minna mig á það þegar ég er súr yfir einhverju ómerkilegu
þetta fyrsta komment var kannski bara meira mínar eigin pælingar (um bjánalegan samanburð á (alvöru) þjáningum fólks á vesturlöndum og einhverra gaura í Indlandi), og líklega að einhverju leyti irrelevant :)

5:28 PM  
Blogger This is all you have to know said...

Ég var að taka dæmi úúút frá þínu dæmi með mínum pælingum! Ekki endilega að svara þér! Þarf ekkert að taka illa í það og halda að maður sé ekki hálfviti.. ég skal ekki nota sama orðalag og þú næst!
Fer kannski eftir stærð skítsins hvernig lífið manns verður eftirá!
Og þess vegna ... allt sem ég hef sagt hér á undan! Svo ertu líka að hugsa nákvæmlega það sama og við svo ég skil ekki alveg...!!
Þetta eru nú samt bara komment! Og það var ekkert point!
Hverskonar eiginleg er þetta... hrumpfh!

En allevægne, ís með lúxusdífu.. ójá!

6:12 PM  
Blogger Egill said...

ekkert point?

pointið hjá þér = þú varst ekki að svara kommentinu mínu --> leiðrétting á misskilningi.. eða var það ekki annars?

Sumir þurfa aðeins að slaka á...

7:02 PM  
Blogger Erna Blöndal said...

HAHAHA... Allir að anda inn og út..

Þetta voru frábærar umræður. Næst ætla ég samt bara að skrifa um táþvott eða eitthvað óumræðanlegt.

:)

7:11 PM  
Blogger This is all you have to know said...

hahahhaha en ég var ekkert að æsa mig... þetta er bara kjánalegt! Held að þú sért að lesa eitthvað vitlaust úr úr kommentunum mínum Egill :D
Sumir eru afar slakir... og sumir ekki hahahah :D
Núna er ég amk hætt að tala um þetta !

Annars var ég á Ruby, mmhmmm! Ég er með svo stóra bumbu að ég sé ekki tærnar á mér! Fann samt eggjaskurn í salatinu mínu.. aftur! Og eggjaskurn er aldrei.. aaaldrei sniðugt! *hrollur*
Svo vona ég líka að Císó jafni sig <:)

9:11 PM  
Blogger Egill said...

Gott að heyra... ég var hræddur um að þú værir að fá hjartaáfall.

Erna: ertu að segja að ég sé með fótsveppi? Þegiðu bara.

9:51 PM  
Blogger This is all you have to know said...

Egill...

... I wish you hundreds of fat children!

>:(

10:14 PM  
Anonymous Anonymous said...

Sunshine, Lollipops And Rainbows
Lesley Gore

Sunshine, lollipops and rainbows,
Everything that's wonderful is what I feel when we're together,
Brighter than a lucky penny,
When you're near the rain cloud disappears, dear,
And I feel so fine just to know that you are mine.

My life is sunshine, lollipops and rainbows,
That's how this refrain goes, so come on, join in everybody!

Sunshine, lollipops and rainbows,
Everything that's wonderful is sure to come your way
When you're in love to stay.

Sunshine, lollipops and rainbows,
Everything that's wonderful is what I feel when we're together,
Brighter than a lucky penny,
When you're near the rain cloud disappears, dear,
And I feel so fine just to know that you are mine.

My life is sunshine, lollipops and rainbows,
That's how this refrain goes, so come on, join in everybody!

Sunshine, lollipops and rainbows,
Everything that's wonderful is sure to come your way
'Cause you're in love, you're in love,
And love is here to stay!

jájá....

-dossa :-)

11:50 PM  
Anonymous Anonymous said...

Heeey... þú stalst laginu sem ég ætlaði að koma öllum svo skemmtiega á óvart með ;-(

-Dagur

4:11 PM  
Blogger This is all you have to know said...

Þetta er svo fínt lag. I have it.. og það er best að hlusta á það þegar verið er að keyra í miklum snjóstormi!

:P

4:27 PM  
Blogger Erna Blöndal said...

Þetta lag er bara best. Egill var einmitt sá sem kynnti mig fyrir þessu lagi! Heil sé þér AGL!

Þú verður bara að finna þér annað lag Dagur.. ég er búin að ákveða mitt. OHHHH ég hlakka til að spila það maður.

Þetta er svona eins og það er bannað að spila chestnuts fyrr en eftir að allt er hreint á þorláksmessu. I like it.

8:39 PM  
Blogger Egill said...

\o/

hey Ernie tékkaðu á þessu lagi
http://www.beirutband.com/mp3/Beruit_Postcards%20From%20Italy.mp3
geðveikt flott lag.. og þessi gaur er ekki nema 19 ára eða e-ð

12:20 PM  

Post a Comment

<< Home