Wednesday, May 10, 2006

Ég elska þig Heineken!

Ég er alveg að verða vitlaus. Ekki bara á einhverjum einum hlut heldur nánast öllu.
Í fyrsta lagi er ég komin með myglubletti á viðbjóðslegu lærdómsbuxurnar mínar og með krónískan hausverk vegna stjórnsýsluvandamála (eða ostapoppsofáts). Í öðru lagi er svo stutt í próflok að ég get ekki setið kyrr við námið sem veldur því að ég þarf að sitja lengur við námið að lokum. Á morgun er svo kvöldið fyrir próf sem er ekki í uppáhaldi hjá mér. Það kvöld stunda ég að fletta hratt í gegnum námsefnið í leit að heilögum sannleik og ótrúlegum hugljómunum með hjartað á leið út úr brjóstkassanum. Í þriðja lagi er Jens að kvelja mig með því að fela afmælisgjöfina frá sér til mín efst í fataskápnum og hefur ekki fengist til að gefa neitt upp um hana nema það að hún sé keypt í Ástralíu og hún sé í 10 hlutum. Gjöfin verður afhent á föstudaginn og ég get ekki hætt að hugsa um hana. Æiiii.

Ég mundi allt í einu eftir því að þegar ég var yngri fannst mér Leonardo Dicaprio yndislegasti maður jarðar (fyrir utan prince William auðvitað). Ég býst við að fleiri hafi upplifað sömu tilfinningar í garð þessa núverandi dópfitupoka. Ég hef ekki séð Rómeó og Júlíu síðan ást mín dvínaði. Hún er stórkostleg í minningunni en er sennilega svona rétt bærileg núna.
Það var reyndar ekki mikið að marka karlasmekk minn á yngri árum og til dæmis má nefna að þegar ég var enn minni varð ég ástfangin af fertugum hótelskemmtikrafti á Mallorca sem hét Heinkel en ég hélt að héti Heineken. Ég tók þúsundir mynda af honum og foreldrar mínir höfðu miklar áhyggjur af mér. Sú ást var ekki gagnkvæm sem betur fer fyrir sakleysi mitt og framtíð. Ahhh ljúfar minningar. Allt annað með mig núna sko. Nú vel ég bara virta verkfræðinga og einstaka stjórnmálamenn.. og Jens auðvitað.

Hvað segiði.. síðasta færslan sem fjallar um próf og ostapopp í bili?

8 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Þannig að "I will die for you, feel pain for you, I will twist a knife and bleed my aching heart" tímabilið þitt er liðið?

9:20 AM  
Blogger This is all you have to know said...

Ég fæ samt nostalgíu super tripp þegar ég heyri Romeo og Julíu diskinn.
Ég ætla ekki að horfa aftur á þá mynd.. held ég!
Þú ert búin á morgun!
Ég er búin á föstudaginn!
við erum búnar á laugardaginn!
Síðustu prófablogg eru góð blogg!

É -> Malt og appelsín -> lesa fyrir próf -> fööööstuuudaaaaguuuuur!!!!!

10:39 AM  
Anonymous Anonymous said...

Mér finnst fyndið hvernig Cheddar er sett inn í gæsalappir í innihaldslýsingunni á ostapoppi. Svona eins og til að gefa það ofurvarlega í skyn að þetta "Cheddar" sé ekki ostur heldur eitthvað óskilgreint, verksmiðjuframleitt ógeð.

En það er allt í lagi, bragðið er gott!

Á maður nokkuð að hafa fyrir því að gefa þér afmælisgjöf? Munu ekki allar gjafir blikna í samanburði við gjöfina frá Jens? Ég held ég spari mér bara vesenið og gefi þér ostapopp... með "Cheddar".

-Dagur

7:57 PM  
Blogger This is all you have to know said...

ÞEGAR ÞÚ LEST ÞETTA ÞÁ ERTU BÚÚIN Í PRÓÓFUNUM OG KOMIN Í SUMARFRÍÍ!!!!

:D

(og þú færð ekki gjöf frá mér fyrr en ég fæ pening í júní... ha ha haaaaa)

10:16 AM  
Blogger This is all you have to know said...

SUUUUMAAAAARFFRRRÍÍÍÍ!!!

11:22 AM  
Blogger Erna Blöndal said...

Jæja.. nú þarf maður að fara að læra og svona...

EÐA EKKI!!!

MWAHAHA.

Ég ætla að leggja mig aftur og láta mig dreyma um Dag B. Eggertsson.

12:11 PM  
Blogger This is all you have to know said...

Blókaðu beibí blókaðu.... (lagið þarna)

Amk eitt blók áðuren ég fell fyrir því sem bentheobold29626618 segir og fæ mér allar þessar gráður!

8:40 PM  
Anonymous Anonymous said...

Takk!

5:31 PM  

Post a Comment

<< Home