Wednesday, October 13, 2004

*DÆS*
Þið eruð fámennur en kröfuharður og ótrúlega blaðurgjarn leshópur! Ég er nú búin að vera í lærdómskasti um tíma og því hefur ekkert merkilegt gerst sem ég gæti hugsanlega sagt frá hér og ekki viljum við að þetta blogg leggist eins lágt og sum önnur sem setja inn 34 lína færslu um litinn á tannburstanum sínum.. minn er appelsínugulur.. Jæja þá er það afgreitt!

Ég ætla samt að gerast svo djörf og setja inn mjög persónulega vídeóklippu núna þar sem ég er guð tækninnar o.s.frv... Það geri ég einungis þar sem að það vita fáir um þetta blogg og ég kann ágætlega við ykkur öll sem lesið það (auk þess sem ég hef eitthvað á ykkur öll.. svona ef ske kynni)
Vídeóið fengum við sent núna í sumar frá systur pabba sem býr í Svíþjóð og á strákinn Gulla sem er jafnaldri minn. Þetta myndband finnst mér mjög fyndið því ég er svo lík sjálfri mér að það er ótrúlegt þar sem ég aðeins rétt 1 og 1/2 árs gömul þegar það er tekið.. jæja dæmið sjálf!

Skoða myndband af smækkaðri Ernu HÉR

14 Comments:

Anonymous Anonymous said...

HAHA . . . þú ert alveg eins! Ahh hvað það var nú gaman að horfa á þetta. 5 stjörnur fyrir þig . . ættir nú samt að leggja söng fyrir þig, fer þér mjög vel ;) Sérstaklega með svona teygju í höndunum líka . . .
Ég er nýbúin að taka lærdómskast . . . OG HEF EKKERT LÆRT SÍÐAN!!!! Þetta er hræðilegt . . . 3 dagar síðan prófin kláruðust og ég er 3 köflum á eftir í forritun!! CRAPHOLIO!!

Ég mæli eindergið með því að þú setjir inn fleiri myndir af þér þegar þú varst lítil . . . svoo gaman að sjá !
.. út á bakka fúúúa!

-Elín :)

10:59 PM  
Blogger Erna Blöndal said...

það er svo fyndið að sjá sjálfan sig á svona vídeói! Sumir eiga alveg endalaust mikið af þessu en þar sem foreldrar mínir áttu ekki svona upptökuvél en bara myndavél verð ég að sætta mig við að eiga bara nokkur þúsund myndir af mér (fyrsta barn sko). Það er líka sniðugt að hugsa til þess að þarna eru mamma og pabbi jafngömul og Jens :)

4:54 PM  
Blogger Erna Blöndal said...

Nei sko!! BurgerAss bara á lífi!! :) nýja og glæsilega mailið mitt er ekb2@hi.is..

6:19 PM  
Blogger Þorbjörg said...

Haha... Þetta er æðislegt... :) Þetta er bara miniature nútildags Erna!! :)
Annars er ótrúlegt að sjá að Burgess sjálfur sé lifandi!! :)
gaman að sjá loksins eitthvert lífsmark með honum!

6:27 PM  
Anonymous Anonymous said...

Bwahahahahahaa! Æðisleg hárgreiðsla. Minnir soldið á núverandi trukkalessugreiðsluna. ;)

7:48 PM  
Blogger Erna Blöndal said...

HEY!! Nei ég meikaði ekki að vera með trukkalessugreiðsluna nema í einn dag.. nú er ég eins og sveppur.. :/

8:10 PM  
Blogger Egill said...

hehe... dúlla <3

9:51 PM  
Anonymous Anonymous said...

Enginn má kvarta yfir slæmri hárgreiðslu nema ég! Ef þið viljið hafa hár sem hefur sjálfstæðan vilja skal ég alveg skipta . . . það er næstum að það segi á morgnana þegar maður vaknar. "Sko, c'mon. Gerðu mér greiða og greiddu úr mér . . ha! Annars geri ég mig úfið!!! "! Svo þegar ég er nýbúin í klippingu hlær það að mér!

See what I have to live with . . . <:,

-elín . . .
ps: ég er ekki á neinum ofskynjunarlyfjum. Hef bara mjög fjörugt og fróðlegt ímyndunarafl!!!

11:00 PM  
Blogger Erna Blöndal said...

HAHAHAHA Það er reyndar satt.. hárið á þér er frekar magnað! ;)

11:18 PM  
Anonymous Anonymous said...

Erna mín, ertu að setja útá klippinguna mína? ;)
Elín, það er skárra en að vera með grófasta hár í heimi. Klippikellingarnar eru að verða brjálaðar því þeim finnst svo erfitt að klippa það. :P
-Skúli.

10:37 AM  
Blogger Unknown said...

Ég veit ekki alveg hvort og þá hvað er að hárinu mínu, en það hlýtur að slá allt annað út.... því það er svona fullorðins

1:01 PM  
Blogger Erna Blöndal said...

Hahahaha :)
ég hata þessa auglýsingu

1:04 PM  
Anonymous Anonymous said...

Úje! Ég var að lesa í anatómíunni í dag hvernig á að skera á spöngina hjá konum fyrir fæðingu.
Einhverjir hérna búnir að sjá Exorcist: The Beginning? Hún er ekkert nema shock-therapy dauðans.

6:18 PM  
Anonymous Anonymous said...

Hehehe . . fullorðins hár. Það var rétt!!
Og nei . . ekki búin að kíkja á þá mynd, ÆTLA, en á eftir :)
... btw. Gangi þér vel í prófinu þínu Erna. Ég sendi inn í gær kveðju en hún kom ekki inn >:,
.. betra seint en aldrei :)

-elin

10:47 AM  

Post a Comment

<< Home