Wednesday, June 14, 2006

Vinna/sofa/vinna/sofa

Nú er ég á kvöld/næturvöktum og geri nákvæmlega ekkert annað en að vinna og sofa.. Ég hitti varla neinn mann nema þá sem ég er að vinna með nema í gær þegar mamma bauð mér í pizzu í hádeginu. Very nice! Jens er sofnaður þegar ég kem heim og ég er sofandi þegar Jens fer í sína vinnu. Fjörugt ástarlíf þar á ferð! Dagarnir eru mislangir hjá mér þó.. stundum kemst ég heim rétt eftir miðnætti en oft er ég á skríða upp í rúm á svipuðum tíma og þegar vekjaraklukkan hjá Jensa byrjar að hringja. Svo sef ég og sef alveg þangað til ég þarf að mæta í vinnuna aftur næsta kvöld. Næ kannski að fara í sturtu ef ég er dugleg. Kvöldvaktirnar líða samt miklu hraðar heldur en dagvaktirnar sem er kostur en ég er fegin að vera bara á þessum vöktum einu sinni í mánuði því maður verður alveg félagslega einangraður. Ég er greinilega algjör félagsfíkill. Pant ekki vera næturvörður!

Jens bauð mér svo á Roger Waters á mánudaginn og það var geeeeðveikt. Geðveikt geðveikt! Ég er enn svo hás að ég kem varla upp orði. Nooo words!
Photobucket - Video and Image Hosting

Jæjas.. best að drífa mig í sturtu og spjalla svo aðeins við Císó sem er minn eini félagskapur þessa dagana.

6 Comments:

Blogger This is all you have to know said...

Hey.. líttu amk á björtu hliðarnar. Næturvakt = yfirvinna = mucho peningo ;)

3:33 PM  
Anonymous Anonymous said...

Ég er að lenda í svipuðu og þú þessa dagana. Hitti engan nema fólkið í vinnunni og geri lítið annað en að vinna og sofa.

Við verðum bara að nota fríin vel og þrauka þess á milli :)

-Dagur

3:35 PM  
Blogger Þorbjörg said...

ég kannast við þetta vandamál. Þetta er einmitt gallinn við vaktavinnu: það er svo ógeðslega erfitt að nýta dagana í nokkuð annað en að vinna!! En ég öfunda þig svo mikið af að hafa farið á roger waters að ég vorkenni þér ekkert mikið lengur... Er reyndar sjálf að fara að sjá hann... Á HRÓA!!! :) jeeeeiiii!!!

4:22 PM  
Anonymous Anonymous said...

Ég var að ljúka við 9 daga törn á mínum yndislega vinnustað og er einnig búinn að fá síðustu einkunnirnar. Ég get loksins sagt að ég er kominn á 3. ár. Jei! :D

12:54 AM  
Anonymous Anonymous said...

hvernig fór HÓB mótid?? -Marta

11:49 AM  
Anonymous Anonymous said...

Frábært..góðir tónleikar

5:26 PM  

Post a Comment

<< Home