Thursday, November 04, 2004

Til hamingju með afmælið Þorbjörg!

Ég þurfti að fara í svona hálfsárs skoðun hjá tannlækinum mínum í gær og var það mjög stressandi! Þið munið hvað gerðist síðast þegar ég lenti í blóðugum bardaga við tannskotann eins og ég kalla hana... það var hræðilegt! Ég semsagt fer til hennar, sest í stólinn og hálftíma seinna fæ ég reikning upp á 53.000 krónur sem að mestu leyti var skrifaður á fegurðaraðgerð!! Það kom svo í ljós að þetta átti ekki að heita "fegurðaraðgerð" heldur "dramatísk endurbygging á fyllingum því fyrri tannlæknirinn þinn er hálfviti" og þetta kostaði samt 53.000.. Gamli tannlæknirinn minn sem ég var með áður átti semsagt að hafa klúðrað málunum það illilega að það varð að skipta út öllu sem gert hafði verið nokkurntíma á minni ævi.. hmmm.. dýrt klúður það á kostnað foreldra minna! Það sem mér fannst þó merkilegast var að allt þetta.. ÖLL þessi aðgerð til bjargar niðurníddum tönnum mínum tók aðeins 25mín..
Að lokum kom í ljós að þetta var allt saman hið mesta rugl og þessi milljón króna reikningur var heildartala fyrir einhver 5 síðustu skipti hjá henni sem tengdust endajaxlatökunni miklu.
Ég var því viðbúin öllu hinu versta í gær þegar ég fór til hennar enda getur það ekki verið skynsamlegt að vera með tannlækni sem hatar þig og þú ert búin að vera að rífast við og hóta í marga mánuði.. alls ekki skynsamlegt.. Þetta bjargaðist þó alveg þrátt fyrir að hún hafi plokkað ansi harkalega í tennurnar á mér og stöku sinnum runnið með tækin og sargað aðeins í tannholdið og svona.. þetta tók ekki nema u.þ.b. 10 mínútur og ekkert fannst að tönnunum.. það fannst henni þó ekki koma í veg fyrir rukkun uppá 8500 krónur.
Guð minn góður.. það er sagt að tannlæknar séu með hæstu sjálfsmorðstíðni heims en mig grunar að þetta séu alls engin sjálfsmorð heldur hafi þeir verið myrtir af ofsafylltum og snauðum viðskiptavinum með fallegar tennur!

Þetta er alveg agalega leiðinleg og bitur færsla og því bið ég ykkur öll forláts..

Ég vil óska Þorbjörgu innilega til hamingju með afmælið sitt sem var í gær og láta hana vita að við vinir hennar erum mjög fegin þessum atburði því nú fáum við kannski loksins að vera út heilt afmæli á skemmtistað...

5 Comments:

Blogger This is all you have to know said...

TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ ÞORBJORG!!! woohííí
Þetta var ekki bitur færsla.. held að allir kannist við þetta og jú, tannlæknagjöld eru morð!!! Ég fór einusinni í skoðun og allt var í goodie. Tók 15 min og ég var rukkuð um 7000 kall! Gott tímakaup þar...

12:25 PM  
Blogger Þorbjörg said...

Ég vil byrja á að þakka fyrir mig... :) Og gleðjast yfir því að á morgun hyggst ég fara á alla skemmtistaði þar sem ég hef lent á leiðinlegum dyravörðum og stinga skilríkjunum MÍNUM upp í þá... >:) Að lokum vil ég segja að ef þið farið til tannlæknanema uppi á læknagarði, þar sem þeir eru með stofu, kostar það 40% af venjulegu verði... :)

5:28 PM  
Anonymous Anonymous said...

Já, til hamingju með afmælið. :)
Btw, systir mín er tannlæknir. Það kemur sér alveg ágætlega þar sem hún og þ.a.l. ég fæ afslátt ef við lendum hjá fyrrverandi kennurum hennar o.s.frv. ;)
-Skúli

6:56 PM  
Anonymous Anonymous said...

Já, þessi Kim fjölskylda er náttúrlega með tengsl út um allan bæ! Algjör mafía.

12:40 AM  
Anonymous Anonymous said...

Yesssssh! And for your insolence, I'll have to shave off your pubes and make you eat 'em!
-Skúli

5:46 PM  

Post a Comment

<< Home