Tuesday, October 04, 2005

Ég er komin heim.. :)

Þetta var æðislegt. Of mikið ævintýri til þess að ég geti skrifað um það hér. Áhugasamir eru velkomnir í te, halva, vatnspípu og myndir.
Ég var klukkuð eins og flestir aðrir bloggheimsbúar og ætla því að segja ykkur 5 áður óþekktar staðreyndir um sjálfa mig.

1. Mér finnst flugvélamatur góður. Það er eitthvað við hann sem lætur mér finnast slímugustu eggjakökur gómsætar.

2. Ég hata raðir meira en margt annað. Sérstaklega þegar þær eru óskipulagðar og margir að reyna að troðast fram fyrir með góðum árangri. Ég þoli það ekki og fæ gæsahúð af bræði bara við að skrifa þetta. Vegna þessa leið mér ekki vel á flugvellinum í Íran þar sem ekkert annað en handalögmál giltu í "röðunum" og ef þú veifaðir rétta fólkinu (systursyni ömmu frænda vinar þíns) þá fórstu eins og ekkert væri framhjá 2klst "röð" í vegabréfsskoðun í 40gráðu hita. Já ég er enn örlítið æst yfir þessu.

3. Ég stend sjálfa mig oft að því að vorkenna dýrum meira en fólki í bíómyndum. Ég er almennt viðkvæm fyrir dýrum og hika ekki við að skipta mér af ef mér finnst hegðun eiganda ekki vera dýrinu til hagsbóta. Einu sinni eftir augljóst athæfi lamdi ég mann í höfuðið með dagblaði og spurði hann hvernig honum líkaði það.

4. Ég er rómantísk dramadrottning og tónlist og lýsing hefur mikil áhrif á mig. Ég starfa best við mikla notkun tónlistar og lítillar notkunar ljóss (helst aðeins kerti). Ég hef þjálfað augun til þess að lesa við minnstu ljósglætu sem hlýtur að vera glákuvaldandi. Mér finnst æðislegt að búa til dramatískar aðstæður með tónlist og lýsingu í takt við tilefni. Tónlist hefur það mikil áhrif á mig að get grátið upp úr þurru ef hún er sorgleg.

5. Það má segja að ég sé hrædd við dauðann því ég er logandi hrædd við að missa þá sem mér þykir vænt um eins og fjölskyldu og vini og ég hugsa oft um það. Sennilega of oft. Ég held þetta sé að hluta til vegna nokkurra ótímabærra andláta í fjölskyldunni síðustu ár. Ég verð að passa mig að lifa ekki í hræðslu við að missa því þá missi ég af svo mörgu öðru.

Jæja þá er þetta komið og ég klukka stórvini mína þau Þorbjörgu og Gunnar.
Við Jensi ætlum svo að vera með örlítið teiti um þarnæstu helgi svo takið hana frá! :)

15 Comments:

Blogger Egill said...

skemmtileg lesning..
síðustu tvö atriðin eiga líka mjög mikið við mig
svo kíki ég í heimsókn við tækifæri

11:05 PM  
Anonymous Anonymous said...

ég þarf að fara að kíkja á þig þú þarna!

Gaman að það var gaman hjá ykkur í útlandinu:D

1:21 PM  
Anonymous Anonymous said...

Vá, þetta klukkdæmi er að breiðast.

3:46 PM  
Blogger This is all you have to know said...

Æji, ég kemst ekki þarnæstu helgi.
*grátur*

Ég skemmti mér þá bara í skólanum við að gera hugbúnaðarfræðiverkefni. Ég get ekki beðið!

Ég heimta samt að þetta verði haldið seinna.. HEIMTA SEGI ÉG!

*meiri grátur*

2:21 PM  
Blogger Erna Blöndal said...

FRESTUN!
Þetta verður ekki haldið föstudaginn 13.okt af mörgum ástæðum! Þetta var samt mjög flottur dagur. Hvað segiði um föstudaginn 20.okt?
Komast allir þá? (nema Gunni auðvitað)

5:25 PM  
Blogger Erna Blöndal said...

Hæ Elín Lóa :)
Já þú verður sko að fara að kíkja á mig! >:( Hefur ekki séð íbúðina,son minn, píanóið, málverkin eða mig! Sussubía!

5:26 PM  
Blogger Þorbjörg said...

Ég reyndar vissi um mörg af þessum atriðum, en áhugavert engu að síður, ég mun bregðast við klukkinu von bráðar... Föstudagurinn 20. hljómar dásamlega á allan hátt og ég get ekki beðið!! :) En velkomin heim elsku dúllurnar mínar og muniði að þið eruð velkomin í heimsókn anytime!! :)

6:35 PM  
Blogger Þorbjörg said...

þetta komment hér á undan er sennilega versti texti sem ritaður hefur verið fyrr og síðar en ég er bara að flýta mér of mikið til að nenna að hugsa upp e-ð kúl að segja! :(

6:36 PM  
Anonymous Anonymous said...

Fólk sem er náttúrulega kúl þarf ekki að finna upp á neinu kúl til að segja því það er svo kúl að kúlið kringum það er svo þykkt að hægt er að skera kúl sneið úr kúlinu.

12:06 AM  
Blogger This is all you have to know said...

hahha..

..ég verð að redda mér kúl sneið <:(

1:24 PM  
Blogger This is all you have to know said...

Skúli... hefðurðu tekið eftir því að Skúli er S - KÚLI!!

Mér þykir þetta einstaklega merkilegt miðað við umræður hér að ofan! Einstaklega alveg...

5:49 PM  
Blogger Unknown said...

Mega allir koma nema ég?! You make me sad...

5:59 PM  
Anonymous Anonymous said...

Já Elín mín, ég hef tekið eftir því, enda er ég náttúrulega S-kúl. (Súper-kúl?) Þegar Coolio-æðið stóð sem hæst var ég kallaður Scoolio. Hell yeah! ;)

8:01 PM  
Blogger Erna Blöndal said...

Gunni við viljum ekkert frekar enn að fá þig í teitið! Við héldum bara að allur þessi sjór á milli okkar yrði vandamál... en ég gleymdi þeirri staðreynd að þú ert OfurGunni því reddast þetta að sjálfsögðu! Hlakka til að sjá þig bara.. :)

Og Skúli.. þú ert að sjálfsögðu velkominn ef þú vissir það ekki! :)

11:56 AM  
Anonymous Anonymous said...

Yay! *Djúpt snortinn* Ég get núna hætt að gráta mig í svefn.

12:57 PM  

Post a Comment

<< Home