Monday, July 18, 2005

Blogg smogg

Það er nú aldeilis langt síðan ég hef tjáð mig hér. Ég hef samt gert margt frásagnarvert í sumar sem þið hefðuð áreiðanlega skemmt ykkur konunglega yfir. Ég nenni þó ekki að skrifa neitt um það núna heldur eru þessi orð einungis rituð sem mont á hæsta skala. Ég og Jensinn erum nefninlega á leið til Nýja Sjálands með foreldrum Jensa í heimsókn til Harðar, bróður Jensa, sem hefur búið þarna í nokkur ár. Á leið okkar stoppum við bæði í Singapore og Ástralíu. Ferðin í heild mun taka um 3 vikur og verður við mest af þeim tíma hjá Herði Kiwi á Nýja Sjálandi eða í um 2 vikur. Restin fer í ferðalagið fram og til baka með viðkomu og nokkurra daga stoppi á áðurnefndum stöðum.
Image hosted by Photobucket.com
Niðurtalning er þegar hafin og ég er orðin gííífurlega spennt þó að enn sé meira en hálft ár í brottför :)

1 Comments:

Blogger This is all you have to know said...

.. ég vil koma með, og þið fáið engu um það ráðið!!!!

HA HA HAAAA >:)




<:/ plís

12:00 AM  

Post a Comment

<< Home