Tuesday, May 10, 2005

Ef það er eitthvað sem einkennir minn lærdómsstíl þá er það "gulrótarfíknin". Ég verð alltaf að hafa eitthvað skemmtilegt sem bíður mín ef ég þoli við nokkrar klukkustundir af glósum og dómum. Ef ég klára þetta fyrir þennan tíma þá fer ég með Elínu í ísbíltúr o.s.frv.. Ef engin gulrót er til staðar þá get ég alveg eins gleymt öllum árangri vegna eirðarleysis og leiða. Í stúdentsprófunum var það ákveðinn flugleikur og síðustu jól horfði ég á bút af lengdri útgáfu Hringadrottinssögu hvert kvöld. Þetta verður að vera.

Þetta vor er gulrótin alveg sérstaklega góð. Í afmælisgjöf frá Jensa fékk ég nefninlega The complete series með David Attenborough á tugum DVD-diska sem innihalda meðal annars 13 þátta seríuna Life on earth og ég horfi á öll kvöld þessarar prófatarnar.
Image hosted by Photobucket.com
Þessir þættir eru bara bestir! Þeir eru frá 1979 og David er þarna ungur og hress (ekki það að hann sé það ekki enn í dag) að vesenast óendanlega mikið um lífríkið í þröngum buxum og var einmitt í gærþættinum í dýrindis sundklæðnaði sem ég hló mikið að. En milli þess sem ég hlæ að liðinni tísku þá gapi ég yfir myndunum sem þeir ná og dáist að einlægninni sem mér finnst skína úr augum minns ástsæla Davids. Svo elska ég hvernig hann talar. Ég elska hann. Elska hann, þættina hans og bækurnar.

Ég er að hugsa um að horfa næst á The blue planet sem á að innihalda alveg mögnuð neðansjávarskot. Image hosted by Photobucket.com

Jens fær mörg prik fyrir þessa afmælisgjöf!

5 Comments:

Anonymous Anonymous said...

OMG... the complete series??
Djöfull þarf maður að fá sér dvd spilara og svona sett.
Ég hef bara séð einn og einn þátt með þessum manni og hann er algjör snillingur.
-Day

2:24 AM  
Blogger Erna Blöndal said...

Já þetta er geðveikt! Þetta heitir The complete series - DVD collection og er í tveimur stórum boxum! Ég gæti nú kannski lánað þér þetta í sumar ef þú verður þægur.. ;)

1:00 PM  
Anonymous Anonymous said...

I'll be good :)

7:26 PM  
Anonymous Anonymous said...

Hehe. Nostalgía dauðans. Ég horfði á þetta allt saman þegar ég var lítill þegar Stöð 1 endursýndi þá örugglega í fertugasta skiptið. :)

10:57 PM  
Blogger This is all you have to know said...

Þetta eru yndislegustu þættir í heimi. Allir dýra og náttúrulífþættir eru einfaldlega það skemmtilegasta.

Þessi maður er auðvitað mikill snillingur og vá hvað ég væri til í að vinna hans vinnu. Ferðast út um allan heim og taka myndir af dýrum og vesenast.... *snökt*

höfum bara svona kvöld og horfum á alla þættina hans í einni bunu. Grillum okkur súkkulaðibanana og gerum gott úr þessu...

svona til að vera í stíl við umræðuefnið þá er þetta það fyndnasta í heiminum

http://www.geimur.is/link.php?id=9797

1:48 PM  

Post a Comment

<< Home