Monday, October 31, 2005

Skyr

Tíminn líður svo hratt. Prófin nálgast með ofurhraða og mér finnst eins og skólinn hafi byrjað í síðustu viku. Það er farið að styttast í Harry Potter myndina, jólin og auðvitað hina miklu reisu í febrúarbyrjun. Ég vona að tíminn haldi sama hraða í gegnum prófatörnina... ágætt.

Það er fullt búið að gerast hjá mér síðustu daga og vikur. Ég er t.d. að reyna að vera dugleg í skólanum svo ég fái ekki magasár enn ein jólin. Það gengur ágætlega og skaðabótarétturinn er alls ekki leiðinlegur... svo er ég búin að vera í endalausu partýstandi og veseni hverja helgi, hvert kvöld, sem ég vona að fari nú bráðlega að taka enda áður en lifrin í mér verður fyrri til.

Sonur minn hann Ciceró er mjög reiður út í mig í augnablikinu því ég fór með hann til dýralæknis og hélt honum meðan hann var sprautaður með nál sem var jafnbreiður og fóturinn á honum. Ég skil þetta ekki.. eru ekki til minni nálar til að nota á svona lítil dýr? Þetta var hræðilegt og hann æpti og veinaði allan tímann á meðan ég hélt honum og því er ég nú hin illa móðir sem kvelur son sinn sér til yndisauka á meðan Jens er æðislegi pabbinn sem gefur honum spínat og epli. Svei.

Ég hef undanfarið stundað pókerleik með samVökufélögum mínum og hef ekkert annað um það að segja en að ég hljóti að vera mjög heppin í ástum.
Ég gær setti ég síðan heimsmet í húsmóðursæðislegheitum með því að föndra jólakort sem ég ætla að senda ykkur grunlausum vinum mínum og fjölskyldu. Um það er heldur ekkert sérstakt að segja annað en að ég ætla ekki að hætta lögfræðinámi og gerast föndurkona. Undirbúið ykkur fyrir ógnvekjandi lím-glimmer-klumpa með jólakveðjum úr Blásölum. :)

Ding dong dei.

31 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Mwahahaha. Ég er fluttur þannig að ég fæ engin jólakort í ár og verð þar af leiðandi ekki með samviskubit yfir því að senda ekki nein. Hí á ykkur, jólakortasendlar!

5:33 PM  
Blogger Erna Blöndal said...

Hey.. hvert ertu fluttur?

6:17 PM  
Blogger This is all you have to know said...

ÉG VIL JÓLAKORT... annars mun kínverji dauðans fylgjast grant með þér! And you know what happens then!

Jebus já, prófin eru hjá mér eftir 2 vikur nákvæmlega. Veturinn er bara búinn og það eru að koma jól!! Bráðum verður karamellustand.. sem er mjög gleðilegt!

Ég er farin heim, hausinn er orðinn súr og sálin frekar úldin! Svefn!!!

10:23 PM  
Blogger This is all you have to know said...

Þetta er án efa besta komment sem nokkur manneskja hefur skrifað! Það er bæði gleðilegt og hamingjusamt!

Ég heimta verðlaun fyrir þetta æðisgengna komment..

10:20 AM  
Blogger Erna Blöndal said...

Þetta var stórkostlegt komment og ég fékk gæsahúð þegar ég las það..

*verðlaun*

Til hamingju með komment ársins. >;)

12:07 PM  
Anonymous Anonymous said...

Fluttur í Ásahverfið.

4:47 PM  
Blogger This is all you have to know said...

*gleðitár*

..ég er ofurkommentari!

Ásahverfið eyy... now we know where you lieve >:)

11:13 AM  
Blogger Erna Blöndal said...

Aumingja kúluhúsið :´( Aleitt og yfirgefið.. ;)

2:13 PM  
Anonymous Anonymous said...

Elín mín, það eru billjón raðhús í Ásunum. You'll never find mine!
...Minntu mig á að taka nafnspjaldið af hurðinni.
Já og það eru víst einhverjar pælingar hjá fíflinu sem keypti kúluhúsið að rífa það. Oh well. C'est la vie.

6:08 PM  
Blogger Erna Blöndal said...

ok... raðhús í Ásunum með engu nafnspjaldi! Þú ert gott sem fundinn!

;)

7:10 PM  
Anonymous Anonymous said...

Andskoti! En þú veist ekki hvort það er fullbyggt eða ekki! Haha!

8:36 PM  
Anonymous Anonymous said...

Af hverju þurfti að sprauta Císó?

-day

11:57 PM  
Blogger Erna Blöndal said...

Þegar ég tók hann upp um daginn fann ég stóran hnúð á síðunni á honum. Ég ákvað að fara strax með hann til dýralæknis og þar kom í ljós að þetta var sýking undir húðinni og hnúðurinn var fullur af greftri! Læknirinn þurfti að stinga á það, deyfa litla greyið eftir mikið heimt frá mér (naggrísir eru víst aldrei deyfðir) og skera svo hnúðinn burt (sem var hræðilegt) Hann var fallega rakaður í kringum sárið líka.. Á meðan að þessu öllu stóð þá æpti hann og veinaði á mig sem hélt honum og þess vegna er hann svona fúll út í mig. :/ En honum líður betur núna eftir hnúðtökuna :)

12:07 PM  
Anonymous Anonymous said...

Hæ, nú get ég líka kommentað á þig, án þess að þú haldir að ég sé einhver ókunnugur að fylgjast með lífinu þínu
~ Þórunn ~

10:04 AM  
Blogger Erna Blöndal said...

Hahahaha :)

Það var alveg ótrúlega gaman að hitta þig aftur Þórunn!
Svo þið vitið það hinir þá er þetta Þórunn sem var með okkur í bekk í MR :)

6:56 PM  
Anonymous Anonymous said...

Eee... nei. Það var aldrei nein Þórunn í bekk með mér í MR... ;)

11:45 AM  
Anonymous Anonymous said...

Sömuleiðis Erna mín, við verðum að gera þetta oftar. Amk má ekki líða alveg svo langt á milli hittinga að ég hætti að geta fylgst með talhraðanum þínum :) Annars hitti ég Gunna Massa fyrir stuttu og við vorum að tala um að það væri kominn tími á reunion og þá væri gott að bjóða öllum sem hafa verið með okkur í bekk..ekki bara 6 R þannig að hann geti komið, og Egill og Elín og svona...hvernig líst þér á?

4:16 PM  
Blogger Erna Blöndal said...

Mér líst bara mjög vel á :)
Við skulum endilega reyna að koma þessu í framkvæmd!

9:16 AM  
Blogger This is all you have to know said...

úúú.. það er miklu skemmtilegra reunion en hitt sem verið var að bjóða okkur á! :D

12:21 PM  
Anonymous Anonymous said...

Ojbara! Þetta Garðabæjarplebbareunion hljómar alls ekki vel. Hver myndi fara að borga 3500 kall til að hella fólk fullt sem lagði mann í einelti?

5:37 PM  
Blogger Erna Blöndal said...

Mér leið ágætlega í Garðaskóla en ætla samt ekki að fara.. of dýrt, of nálægt prófum og ekki nóg af eftirsóknarverðum einstaklingum. :)

Ég var svo að tala við Andra Gunnars sem ætlar ekki heldur að fara en lagði til að við vinahópurinn úr Garðaskóla myndum hittast þegar Guðrún kemur heim um jólin! ÞAÐ vil ég :D

6:46 PM  
Blogger This is all you have to know said...

JÁ!!
Það væri frábært. Ótrúlega langt síðan við gerðum eitthvað dularfullt. Við verðum að leigja okkur eitthvað gamalt rúm til að eyðileggja!!

Veit þetta hljómar illa en það er samt ekkert illt!!

8:30 AM  
Anonymous Anonymous said...

Uss Elín! Að eyðileggja hluti er fíkn! Næst reynirðu að leigja gamalt sófasett til að eyðileggja, síðan gamlan bíl og svo loks gamla konu með göngugrind. Hættu meðan þú getur og leitaðu til guðs um styrk til að komast frá djöfli fíknarinnar! Hann hefur máttinn til að bjarga stefnulausum og vegvilltum guðs kindum eins og þér á rétta braut... og ég verð að hætta áður en ég æli. Ég ætti að vinna hjá ómega eða krossinum.

5:05 PM  
Anonymous Anonymous said...

Og Thomas Hayden Church mun leika Sandman í Spiderman 3. Oj.

8:40 PM  
Blogger This is all you have to know said...

haha.. eyðileggja gamla konu með göngugrind haha...

"Nú mun ég eyðileggja þig!! >:D"

11:15 AM  
Anonymous Anonymous said...

Sé þetta alveg fyrir mér. Gamla kellingin að reyna að koma sér eins hratt í burtu og hún mögulega getur, hrasar, stendur upp, göngugrindin dettur um koll. Nær í offorsi að koma sér aftur á fætur og fleygir bónuspokanum með appelsínunum í átt að þér meðan þú gengur rólega á eftir henni með hokkígrímu yfir andlitinu og skinku í hönd og segir ógnandi röddu: "Prepare to be destructionized!"

3:33 PM  
Blogger Erna Blöndal said...

HAHAHAHAHAHA... vá

4:54 PM  
Anonymous Anonymous said...

Og gamla konan æpir: "Nei! Ekki skinkuna! Nei! NEEEEII!!!!"

7:21 PM  
Anonymous Anonymous said...

Great work!
[url=http://pbgzuops.com/uukh/ttdj.html]My homepage[/url] | [url=http://izsrbnyh.com/bosf/xotr.html]Cool site[/url]

6:55 PM  
Anonymous Anonymous said...

Well done!
My homepage | Please visit

6:56 PM  
Anonymous Anonymous said...

Great work!
http://pbgzuops.com/uukh/ttdj.html | http://lrisafkr.com/avrq/axpn.html

6:56 PM  

Post a Comment

<< Home