Brrrrrr...
Eins kósý og rómantískur veturinn getur verið þá er fátt erfiðara en að skríða undan hlýrri sænginni, klæða sig í larfana og hlaupa út í frostið. Enn verra er ef þarf að skafa af bílnum og snjórinn bítur mig í puttana og fer inn í ermarnar. Í dag þurfti ég að skafa af bílnum að utan sem innan. Hvað er málið með það?
Svo er bíllinn ískaldur og puttarnir frjósa fastir við stýrið. Glæsilegt.
Svo er bíllinn ískaldur og puttarnir frjósa fastir við stýrið. Glæsilegt.

4 Comments:
Ég vildi nú samt að það væri svona hjá okkur núna ;)
Ég er svoooo svag fyrir vetrarríkinu.
Ég er sammála þér... með undansængurskriðið og innanábílaskafið!! Langar nú samt svolítið á skíði ákkúrat núna. Eða jafnvel ræna mér rassaþotu og finna almennilega brekku.. ein ferð ætti að nægja!!!
Jæja, stýrikerfi.. próf dauðans! Ef þið heyrið ekki í mér í svoítinn tíma þá vitið þið af hverju...
Ohh! Erna, þú ert ill! Núna langar mig að fara að hálfdrepa mig á bretti útaf þessari mynd.
ohh ég veit.. þetta er alveg agaleg mynd. Mann langar á bretti og í snjókarlagerð eða snjóslag! Svo fer maður inn og fær sér heitt kakó.. :D Hvað er með mig og kakó?
Post a Comment
<< Home