Sunday, November 13, 2005

Hvaða tröll ert þú..?

Tók enn eitt prófið á netinu og í þetta skipti hvaða tröll ég væri. Djísus hversu langt maður gengur til að sleppa við lærdóm..
Þetta kom semsagt út úr prófinu hjá mér:


Partítröll


Þú ert nýjungagjörn, tilfinningarík félagsvera.

Partítröllið fylgist vel með nýjustu straumum og stefnum hvort sem um er að ræða föt, tónlist eða græjur. Það eru 74.5% líkur á því að það eigi iPod, 61% líkur á því að það eigi Fred Perry póló bol og 96% líkur á því að það eigi Adidas skó. Partítröllinu finnst The OC vera skemmtilegur þáttur.



Partítröllið er vinsælt - eða telur sig að minnsta kosti vera það. Þótt margir laðist að því eins og flugur að mykjuhaug eru aðrir sem eru ónæmir fyrir þokka þess og enn aðrir sem hafa jafnvel ofnæmi fyrir því. Það eru þeir sem eru í eldhúspartíinu á meðan partítröllið hristir rassinn og baðar út öngum á dansgólfinu.



Þegar gamaninu slotar er partígríman þó fljótt tekin niður og undan henni kemur viðkvæma blómið sem partítröllið raunverulega er.


Hvaða tröll ert þú?


Jájá.. próf segiði?

8 Comments:

Anonymous Anonymous said...

This comment has been removed by a blog administrator.

2:39 PM  
Blogger This is all you have to know said...

hehe.. ég tók þetta próf líka áðan og fékk sömu niðurstöðu. Við verðum bara að framfylgja skyldum okkar og fara og gera eitthvað skemmtilegt.. búum bara til róbóta sem fara í prófin fyrir okkur. Held það sé alveg ágætis hugmynd!

Hvað dóni var annars að kommenta hér að ofan? Eða var þetta kannski útlendingurinn góði?

3:36 PM  
Blogger Erna Blöndal said...

Æ þetta var bara enn ein auglýsingin nema alveg hundlöng. Nennti bara ekki að hafa hana! ;)

4:26 PM  
Anonymous Anonymous said...

Hehe. Af hverju kemur þetta ekki á óvart:
Tölvunördatröll
Þú ert nýjungagjarn, yfirvegaður innipúki.
Tölvunördatröllið hefur rosalega gaman af svona könnunum. Eitt slíkt bjó þessa könnun meira að segja til! Fyrir tölvunördatröllinu er bjarmi tölvuskjásins sem huggulegur arineldur á vetrarkvöldi. Tölvunördatröllið sendir frekar tölvupóst en að tala við fólk í persónu og á fleiri vini í netheimum en raunheimum (eða kjötheimum eins og tölvunördatröllið myndi orða það). Tölvunördatröllið er náskylt vampírunni, en það vakir á nóttunni og þolir illa sólarljós (og hvítlauk).

„Live long and prosper“

6:04 PM  
Blogger Erna Blöndal said...

Hahahahaha :)

6:09 PM  
Blogger Þorbjörg said...

Já... ég er líka partítröll... Er það þá af því að ég segi góðan daginn við strætóbílstjórann?? :?

4:08 PM  
Blogger Erna Blöndal said...

Nei ég held að það sé útaf dansgólfaspurningunni.. Jens svaraði nánast eins og ég nema velur eldhúspartí og hann var viðskiptatröll eða e-ð.

:)

4:26 PM  
Anonymous Anonymous said...

Frekar loðið próf. Breytti einu svari og ég er orðinn að partítrölli.

7:47 PM  

Post a Comment

<< Home