Vangaveltur
Það er búið að vera svo brjálað að gera hjá mér að mér þykir það ekki sniðugt lengur! Ég vildi að maður gæti stöðvað tímann aðeins og nýtt hann í eitthvað gagnlegt og gaman. Ég þyrfti t.d. nokkra auka daga til að læra fyrir prófin sem nálgast á fljúgandi ferð, smá auka tíma til að hitta vini mína og fjölskyldu og knúsa Jensann minn og Císó og svo keeennski einhverja klukkutíma í hangs og dúllerí! Það væri agalega notalegt. Svo væri ég til í að komast í feitt bað. Ekki það að ég hafi ekki farið í bað lengi heldur hef ég ekki farið í baðIÐ lengi. Heima hjá mömmslu minni og pabba er nefninlega besta bað í heimi með 6 nuddstútum og legusæti og þar getur maður legið klukkutímum saman í froðukómi.
Það versta við þetta allt saman er að líf mitt er ekki að fara að róast á næstunni. Frekar í hina áttina þar sem skólinn heimtar sinn tíma líka. En svo koma jólin eftir þetta allt saman. Ahhhhh jólin. Ég hlakka svo til að ég finn kanil- og grenilykt af öllu sem ég sé. Mig langar að gera konfekt, smákökur og karamellur, skreyta íbúðina hátt og lágt með skrauti, greni og logandi hreindýrum (orð móður minnar), horfa á jólamyndir með mínum kærustu, kjafta við arininn og drekka heitt súkkulaði við kertaljós. Já Jólin sko. Svo verða þetta kannski engin jól þetta árið ef maður ákveður að vinna. Aðfangadagur og gamlárs er á laugardegi svo að það er bara frí á mánudeginum 26.des yfir allar hátíðirnar sem er hræðilegt! Það eru reyndar eins og í öllum aðstæðum bæði kostir og gallar. Gallinn er að sjálfsögðu það að ekkert verður úr jólunum, besta tíma ársins en kosturinn er svo að allri þessari vinnu fylgja peningar sem námsmenn sjá sjaldan of mikið af. Erfið ákvörðun en ég hallast að því að sleppa vinnunni og njóta jólanna þar sem ég hef unnið svolítið á þessari önn og á alveg ofaní mig og á. Já.. ég held það bara..
Það versta við þetta allt saman er að líf mitt er ekki að fara að róast á næstunni. Frekar í hina áttina þar sem skólinn heimtar sinn tíma líka. En svo koma jólin eftir þetta allt saman. Ahhhhh jólin. Ég hlakka svo til að ég finn kanil- og grenilykt af öllu sem ég sé. Mig langar að gera konfekt, smákökur og karamellur, skreyta íbúðina hátt og lágt með skrauti, greni og logandi hreindýrum (orð móður minnar), horfa á jólamyndir með mínum kærustu, kjafta við arininn og drekka heitt súkkulaði við kertaljós. Já Jólin sko. Svo verða þetta kannski engin jól þetta árið ef maður ákveður að vinna. Aðfangadagur og gamlárs er á laugardegi svo að það er bara frí á mánudeginum 26.des yfir allar hátíðirnar sem er hræðilegt! Það eru reyndar eins og í öllum aðstæðum bæði kostir og gallar. Gallinn er að sjálfsögðu það að ekkert verður úr jólunum, besta tíma ársins en kosturinn er svo að allri þessari vinnu fylgja peningar sem námsmenn sjá sjaldan of mikið af. Erfið ákvörðun en ég hallast að því að sleppa vinnunni og njóta jólanna þar sem ég hef unnið svolítið á þessari önn og á alveg ofaní mig og á. Já.. ég held það bara..

13 Comments:
pff.. gæti ekki verið meira sammála.. vinna er fyrir aumingja
Æji já.. hlakka svo til jólanna. Akkúrat núna er svo langt í þau, próf og verkefni eftir. Þrátt fyrir það líður tíminn svo ótrúlega hratt að við verðum byrjaðar í skólanum aftur áður en við vitum af!
Bráðum verðum við ömmur á elliheimili að tala frekjulega og deyjum aldrei!!! ;)
Svo er nokkuð magnað að kveikja í hreindýrum.. ábyggilega svolítið jólalegt :P
"I´ma gran.. I live forever!!"
Hahahaha vá.. verðum að horfa á þetta allt bráðlega.
Híhí. Ódauðlegar ömmur... sem verða skinkaðar á hverjum degi! Nyahahahahahahaa!
Haha.. þessi mynd er svo dæmigerð fyrir þig!
Er það? Hahahaha já kannski bara! :)
En já Elín.. mamma var, eins og hún sagði sjálf, að kaupa sér "logandi hreindýr" sem ég túlkaði á sama hátt og þú.. en hún meinaði víst lýsandi hreindýr... ójá.
Eddie Izzard er svo ógeðslega fyndinn.. og já, þetta mun verða áhorft all svakalega á næstunni.!!
I'm a graaan... I live foreveeer!!
Logandi hreindýr.. hafa bara eitt svona "fire-proof" hreindýr og kveikja í því. Eitt risastórt kertaljós útí garði og hreindýrinu verður ekkert kalt! How christmasí can you get?
Þetta rassaskak hjá jólasveininum er mannskemmandi. Ekki myndi ég vilja sitja í kjöltunni á kauða.
Nei hann er kannski ekki að haga sér í samræmi við hinn sanna jólaanda.. :/
En hann er samt fyndinn! :)
I like the wicked santa!
Úúúú! Ég ætti kannski að sækja um að vera jólasveinn í Kringlunni. "Ertu búin að vera óþekk stelpa í ár? Ég skal gefa þér sleikjó. Hó hó hó!"
Post a Comment
<< Home