Wednesday, March 29, 2006

Liggur í loftinu..

Við Jens erum búin að hafa það alveg agalega rómantískt og menningarlegt síðustu vikur.
Image hosting by Photobucket
Við áttum eins og margir vita "samvistarafmæli" í byrjun mars og fórum af því tilefni út að borða á Kínahúsið við Lækjargötu sem brást ekki frekar en fyrri daginn. Þar plönuðum við margar ferðir, veifuðum fólki út um gluggann og deildum um það hvort mörgæsir hefðu hné og fleira. Kósý kvöld í alla staði sem endaði í miklum hressleika með Degi, Elínu, Mörtu og Steini í karókí á Gauknum.
Við vorum svo það heppin helgina eftir að fá gefins miða frá foreldrum Jensa á lokasýningu á óperunni Öskubusku. Ég hef bara sjaldan skemmt mér jafn vel! Við sátum á fremsta bekk og vorum óspart notuð sem hluti af sýningunni, syngjandi þjónar sópuðu undan löppunum á okkur og mikið söngeinvígi fór fram beint fyrir framan sætin. Ég grét af hlátri allan tímann.
Það kom síðan loksins að því síðasta fimmtudag að við Jens og Dagur skelltum okkur á tónleika hjá Sinfóníunni en ég hafði beðið lengi eftir þessum tónleikum. Við Jens höfðum það að sjálfsögðu agalega kósý og fórum út að borða fyrir tónleikana. Tónleikarnir sjálfir voru frábærir og nutum við þeirra alveg í botn. Sænskur píanóleikari lék einn af uppáhalds píanókonsertunum hans Jensa sem er eftir Sjostakovítsj og stóð hann sig mjög vel þrátt fyrir örlitla ofnotkun á pedölunum að mínu mati. ;) Sinfónían flutti einnig 9. og 10.sinfóníu Sjostakovítsjar og það var svo vel gert hjá þeim að ég var enn með gæsahúð þegar ég fór í bílinn.
Á laugardaginn síðasta var ég á ráðstefnu hjá Stúdentaráði HÍ þegar systir hans Jensa hringir í mig og segist ætla að gefa okkur gjafabréf á Argentínu steikhús sem þurfi að nota kvöldið eftir (sunnudagskvöldið). Nína Þorbjörg litla frænka Jensa er eitthvað erfið og foreldrarnir komast ekki. Við Bens hinsvegar erum alltaf til í rauðvín og nautalundir og eigum engin börn sem valda okkur vandræðum nema þá kannski Císó en við fylltum búrið hans bara af spínati og fórum.
Image hosting by Photobucket
Við Jens með litla vandræða-dýrinu henni Nínu Þorbjörgu.

Gjafabréfið var uppá þriggja rétta máltíð fyrir tvo og titlarnir á réttunum hver öðrum girnilegri, frumlegri og lengri. MMMmmmmmmm
Í Forrétt var Svepparisotto með truflusósu og blönduðum sveppum.. Í aðalrétt var nautalund í púrtvínsgljáa með einhverju dramatísku sem ég man ekki og í desert var yndisleg heit súkkulaði kaka með mjúkum blautum kjarna og ís.
Þessu var svo öllu skolað niður með dýrindis rauðvíni frá Chile.
Þetta er eitthvað sem maður ætti að gera á hverjum sunnudegi.. í alvöru! Breytir algjörlega annars þessum leiðindadegi. Þetta var æðislegt og við þökkum Steinunni og Árna kærlega fyrir okkur! :)

Eins og ég sagði áður þá hafa síðustu vikur verið frábærar og fullar af góðum mat, kokteilum, víni og menningu en nú þarf ég að vera virkilega dugleg í eina og hálfa viku til að koma mér á rétt ról og þá fljúgum við í sólina og hitann..

I loik it

12 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Lífsgæði Ernu Blöndal hafa stóraukist á síðustu misserum, svo mikið er víst.

2:39 PM  
Blogger Erna Blöndal said...

Ég kvarta ekki...

3:08 PM  
Blogger Erna Blöndal said...

Ha ha voða fyndið eða þannig Elín.
Þú gengur alltaf of langt með svona grín. :(

5:51 PM  
Blogger This is all you have to know said...

ha.. hvaða grín?? Whatta whatta...

Ég kommentaði ekki neitt, honestly!
:O

6:57 PM  
Blogger This is all you have to know said...

ok.. kommentakerfið þitt hatar mig!
*grát*

7:01 PM  
Blogger This is all you have to know said...

Ég gerði komment áðan, en það kom ekki inn.

Ég veit hinsvegar ekki alveg um hvað verið er að tala og ég veit ekki hvaða grín er verið að tala um en guð má vita að ég kommentaði ekki neitt fyrr en núna :O

Núna er ég hinsvegar forvitin um hvað verið er að ásaka mig um! Hvað stóð í útúrstrikaða kommentinu?

7:01 PM  
Anonymous Anonymous said...

Aukist? Erna hefur verið heljarinnar nautnabelgur svo lengi sem ég hef þekkt hana.

Svo er Jens líka nautnabelgur og þegar þau byrjuðu saman var það eins og þegar tvær frægar manneskjur byrja saman og frægð þeirra beggja margfaldast. Lífsnautnir þeirra beggja eru sem sagt á allt öðrum mælikvarða en okkar hinna.

-Dagur

11:20 PM  
Blogger Egill said...

vá hvað ég er forvitinn að vita hvað stóð þarna

11:14 AM  
Blogger Þorbjörg said...

ohhh... öfund... :(

2:56 PM  
Blogger Egill said...

This comment has been removed by a blog administrator.

3:03 PM  
Blogger Erna Blöndal said...

HAHAHAH
Ég klúðraði einhverju á blogger svo að ég þurfti allt í einu að samþykkja öll komment sem á síðuna koma.. það hefur verið tekið út núna!

Og já það hefði auðvitað átt að koma inn miklu fyrr en leyndardómsfulla deletaða kommentið var bara einhver klám-auglýsing en ég ákvað að hrella Elínu.

Það tókst allavegana þó að það hafi eiginlega tekist of vel ;)

6:09 PM  
Blogger Erna Blöndal said...

Já og ég kann vel við viðurnefnið nautnabelgur... aha! ;)

6:10 PM  

Post a Comment

<< Home