Tuesday, March 28, 2006

Sumar óskast.. NÚNA!

Fyrsta prófið mitt er 28.apríl og það seinasta er 11.maí. Jafnframt eru þetta einu prófin mín en þau eru þó bæði 7 einingar. Ég er geðveikt ánægð með þessa prófatörn af tveimur ástæðum.

1. Ég er búin frekar snemma sem er alltaf gott
2. Ég á afmæli daginn EFTIR fyrra prófið en ekki daginn fyrir eins og undanfarin ár. Það þýðir að ég get haft það frekar kósý en ekki verið titrandi kaffihræ.

Ég hlakka svo til sumarsins að mér er illt í tánum og ég finn lykt af nýslegnu grasi og grillmat en áður en sumarið kemur þarf ég að lesa fullt af bókum sem ég veit ekkert um og ná prófum úr þeim..
Það er því bæði ógnvekjandi og yndislegt að það séu bara 45 dagar þar til ég hleyp út í sumarið.

Jæja.. ég ætla að fara að hjúkra grey Císeró sem var að koma úr tannaðgerð.

5 Comments:

Blogger This is all you have to know said...

11. maí...... 11. MAÍ!!!

ÉG ER BÚIN Í MÍNU DÓTI 20 MAÍ!

*tautar út í horni*

Já og greyið Císó... verðir bara að vera dugleg að dæla í hann eplamauki og gumsi!

3:57 PM  
Blogger Erna Blöndal said...

MUHAHAHAHA!
Loksins verð ég búin á undan einhverjum! Vanalega hef ég alltaf verið sú sem tuðar út í horni.. but I´ll bring you candy. ;)

Císó er á fullu hér að lepja spínat/gras/epla/gulróta-mauk sem við skelltum í blandarann í gær! Dekurgrís.. *dæs*

4:54 PM  
Anonymous Anonymous said...

Djöfulsins væll er þetta, Elín. Ég er búinn 29. maí! Og það eru u.þ.b. 60% líkur að ég sé fallinn í prófinu sem ég tók í dag. Vúhú! So much for going to Amsterdam... Og nei, ég ætlaði ekki að fara að dópa og hórast.

5:30 PM  
Blogger Erna Blöndal said...

OJ..

Það er ógeðslegt!
Þú ert so far sigurvegari vorkenniskeppninnar! ;)

11:32 PM  
Anonymous Anonymous said...

Það er stanslaust viðhald á þessum risahamstri.....! Annars er óhugnanlegt að hugsa hvað er stutt í þessi próf. ÚFFF!

9:41 AM  

Post a Comment

<< Home