Það er aldeilis..
Þetta er ótrúlegt! I feel so smaaaall man..
Er í langþráðu tveggja daga fríi núna eftir erfiða vinnuhelgi þar sem mér tókst meðal annars að fljúga allsvakalega á hausinn um borð í skútu og kasta við það símanum mínum í Reykjavíkurhöfn. Þetta þóttu mikil tilþrif og ég hef núna öðlast viðurnefnið tollvörðurinn fljúgandi hjá flestu frönsku kappsiglingafólki hér á landi. Aðeins nokkrar sýningar eftir.
Í augnablikinu er ég því að glíma við ferns konar tjón.. Fjárhagslegt (síminn), líkamlegt (blá og barin, svört og marin), félagslegt (síminn farinn með öll númerin mín og enginn getur náð í mig fyrr en ég er komin með nýjan) og auðvitað andlegt (Það er mjög erfitt að ætla að þykjast vera virðulegur embættismaður eftir svona sprell).
Lífið er nú samt að fara vel með mig þrátt fyrir allt þetta tjón! Við Jens fórum í sumarbústað á Flúðum í síðustu viku með allri stórfamilíunni og höfðum það notalegt í einu sólinni sem hefur sést í sumar! Við stóðum okkur frábærlega í HÓB-mótinu (Hólmsteins-Ófeigs-Blöndal-mótið) sem þá var haldið og kepptum m.a. í golfi, rauðvínssmökkun, trivial og Singstar. Þess á milli átum við góðan mat, horfðum á HM og lágum í heita pottinum. Ótrúlega vel heppnuð ferð nema fyrir aumingja húðina á okkur sem fékk áfall og sólbrann svona líka hressilega.
Svo lítur út fyrir að ég verði líka í fríi næstu helgi sem er auðvitað alveg brillíant!
Loka þessari færslu með mynd af frændum mínum sem eins og sést eru vatnsstríðshetjur með meiru.
Er í langþráðu tveggja daga fríi núna eftir erfiða vinnuhelgi þar sem mér tókst meðal annars að fljúga allsvakalega á hausinn um borð í skútu og kasta við það símanum mínum í Reykjavíkurhöfn. Þetta þóttu mikil tilþrif og ég hef núna öðlast viðurnefnið tollvörðurinn fljúgandi hjá flestu frönsku kappsiglingafólki hér á landi. Aðeins nokkrar sýningar eftir.
Í augnablikinu er ég því að glíma við ferns konar tjón.. Fjárhagslegt (síminn), líkamlegt (blá og barin, svört og marin), félagslegt (síminn farinn með öll númerin mín og enginn getur náð í mig fyrr en ég er komin með nýjan) og auðvitað andlegt (Það er mjög erfitt að ætla að þykjast vera virðulegur embættismaður eftir svona sprell).
Lífið er nú samt að fara vel með mig þrátt fyrir allt þetta tjón! Við Jens fórum í sumarbústað á Flúðum í síðustu viku með allri stórfamilíunni og höfðum það notalegt í einu sólinni sem hefur sést í sumar! Við stóðum okkur frábærlega í HÓB-mótinu (Hólmsteins-Ófeigs-Blöndal-mótið) sem þá var haldið og kepptum m.a. í golfi, rauðvínssmökkun, trivial og Singstar. Þess á milli átum við góðan mat, horfðum á HM og lágum í heita pottinum. Ótrúlega vel heppnuð ferð nema fyrir aumingja húðina á okkur sem fékk áfall og sólbrann svona líka hressilega.
Svo lítur út fyrir að ég verði líka í fríi næstu helgi sem er auðvitað alveg brillíant!
Loka þessari færslu með mynd af frændum mínum sem eins og sést eru vatnsstríðshetjur með meiru.

13 Comments:
Með bláa fótleggi og símalaus.
Ahh já. Þú átt svo sannarlega skilið frí. Greyið!
Þú verður þá bara að slappa mikið og vel af um helgina og fá þér svona eins og amk kannski jafvel einn hveitibjór með mér! mmmhmmm
fríí
Og djöfull er jörðin ógeðslega ómerkilega lítil eitthvað!
Hvað þá við... eða... einfrumungar!
Ég er sko feitt til í hveitibjór með þér næstu helgi.. og þó þeir yrðu fleiri! ;)
What goes up.. must come down!
*dúrí dúri dúúúú*
Má ég líka fá mér einn hveitibjór með ykkur?? Eða tólf?
Er ekki bara kjörið tækifæri um helgina að bæta upp steikina sem þú misstir af 2. júní?
-Dagur
Sko.. næsta laugardag er smá bekkjarteitismót hjá mér og ykkur er svoleiðis guðvelkomið að koma með mér og drekka fullt af hveitibjór!!!
Nema þið viljið geyma steikina til þarnæstu helgi.. sem er líka ofurfínt mál!
Sko.. næsta laugardag er smá bekkjarteitismót hjá mér og ykkur er svoleiðis guðvelkomið að koma með mér og drekka fullt af hveitibjór!!!
Nema þið viljið geyma steikina til þarnæstu helgi.. sem er líka ofurfínt mál!
Þarnæstu helgi verð ég í USA...
What to do?
-Dagur
jæja lífstakmark mitt er hér með að fara á reiðhjóli hringinn í kringum Antares
Þetta jarðardót er ótrúlegt
Þetta er ótrúleg mynd
Skemmtilegt blogg
Ævintýralegt
1500
Post a Comment
<< Home