Wednesday, May 04, 2005

Le Raftinge

Komið hefur í ljós að Þorbjörg getur engan veginn fengið frí í vinnunni sinni 10.-12.júní. Þá er í raun aðeins eitt eftir í stöðunni og það er að fara á fimmtudeginum 16.júní í Skagafjörðinn og leika okkur í bústað, fagna sautjándanum saman daginn eftir og fara svo í rafting á laugardeginum og heim á sunnudeginum.
Við viljum helst fara þegar allir komast svo látið okkur vita hvernig þessi helgi hljómar fyrir ykkur.
Ykkur = Elín, Þorbjörg, Egill, Gunnar (ég veit um mig,Jensa og Daxa)
Ég og Jensi komumst ekki helgina eftir þessa (24.-25.júní) og helgina þar á eftir verður Hróarskelda.

Annars þá verðum við bara að fara seinna í júlí..

11 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Ok... mál nr. 1 á dagskrá: Fá vinnu
mál nr. 2: fá frí í vinnu 16. og 18. júní :D
Eða þyrfti maður ekki bara að fá frí 18.? Förum við ekki bara seint og um síðir á fimmtudeginum (eftir vinnu)?
Hvað er annars að frétta af vinum Jens og Elínar? Á ekki að draga þá með?
-Dagur

1:53 PM  
Blogger This is all you have to know said...

Eins og ég segi. Ég er laus alltaf nema 16 júlí því þá á Dossan mín að gifta sig.
Ég er að vinna í því að að draga fólk með mér hérna.. það gengur svona.. nokkurnveginn..

förum amk fyrr en seinna.. ég er búin að hlakka svo rosalega til maður. Ef við komumst ekki fyrr þurfum við að bíða þangað til 22 júlí eða eitthvað... nema þá að við förum 22 júlí eða einhverntíman í lok ágúst...

hmm

3:36 PM  
Anonymous Anonymous said...

en 16. er náttúrlega bara fimmtudagur, raftingið sjálft er ekki fyrr en á laugardegi. (eða hvað yrði raftingið ekki 18.?)

myndi það ekki virka fyrir þig?
-day

3:41 PM  
Blogger This is all you have to know said...

Fyrir mig :O
..eða þorbjörgu.

Það virkar allt fyrir mig. Ef við sleppum 10 - 12 þá kemst þorbjörg ekki. Ef við sleppum 16 og eitthvað.. þá.. eitthvað :D Þar á eftir kemst erna ekki.. svo er hróaskelda.. svo er gifting hjá frænku minni. þannig það væri alltaf e-r sem kæmist ekki...

Eigum við þá ekki bara að segja helgina eftir 10 - 12. Væri samt alveg til í að fara þá svosum..
:D :D :D

víí

6:11 PM  
Anonymous Anonymous said...

Erum við tilbúin að negla þetta?

Helgin 17.-19. júní = allir komast, eða hvað?

Ég kemst allavega.
-day

9:19 PM  
Blogger Erna Blöndal said...

Ég kemst allavega..Sko Elín við erum að tala um 16.JÚNÍ en Dossið giftir sig í júlí er það ekki??

Ég þarf allavega að vinna 16.júni en við gætum lagt af stað um kvöldmatarleytið eins og síðast :)

12:12 AM  
Blogger Þorbjörg said...

Ég kemst 16. júní... Er í fríi á fös. lau. og sun. er semsagt laus allra mála eftir kl. hálf þrjú á fimmtudeginum! :)

9:58 AM  
Blogger Erna Blöndal said...

Ég hef nú pantað sumarhús og rafting 16.-19.Júní. Raftingið verður á laugardeginum. :)

JIBBÝ

2:34 PM  
Blogger This is all you have to know said...

Geðveikt, kúl.. æðislegt!

Já ég veit þetta með dossu.. var bara að telja upp helgar sem fólk kemst ekki. En þetta verður gaman.

Tjald á fimmtudegi - föstudags(eða laugardags).
Sommerhus eftir rafting á laugardegi - sunnudags. Ahh, þetta verður mikil snilld.

Og já, er líka að vinna á fimmtudeginum til kl svona 5. Tilvalið að leggja af stað eftir það ....

3:20 PM  
Anonymous Anonymous said...

Má ég minna þig á að þú átt 21 árs skírnarafmæli 17. júní!

5:09 PM  
Blogger Egill said...

ég er að fara til tannlæknis 19. júní. sorrí!

3:51 PM  

Post a Comment

<< Home