Stóra skrefið..
Nú fer að koma að því.. Við flytjum inn eftir u.þ.b. 2 vikur! Þetta er ansi skrýtið og ógnvekjandi en líka alveg stórskemmtilegt! Ég er að dunda mér núna við að velja þemaliti á baðið og svefnherbergið, skoða diskastell, rauðvínsglös, lampa, feit teppi og kertjastjaka, lýsingu á ganginn og fleira og fleira! Vá maður.. alveg ótrúlegt.. Okkur vantar ekkert svo mikið svosem. Eigum alla stóru hlutina eins og borðstofusett, sófa, þvottavél og sjónvarp og er það að mestum hluta foreldrum mínum að þakka sem hafa verið örlát á gamla húsmuni sína. Foreldrar Jensa gáfu okkur líka þvílíkt flotta afmælisgjöf.. handofið hirðingjateppi frá Íran (öðru nafni "persneskt teppi") sem er alveg rosalega fallegt. Við eigum líka flest rafmagnstæki sem við munum þurfa (kannski ekki við öðru að búast þegar maður er að flytja inn með Jens) svo okkur vantar í raun bara smáhlutina, lampa, kertastjaka, dót á baðið og eldhúsvörurnar. En það safnast nú saman fljótt veit ég..
Ykkur er svo auðvitað boðið í heimsókn þegar stundin kemur og hver veit nema ég haldi eitt stykki ítalskt matarboð með þemalagi fyrir ykkur (þið komið með matinn því ég verð alltaf að spara framvegis) ;)
Vá ég gæti skrifað endalaust en ég hef ekki tíma því ég er að fara á... húsfund.. ÓJÁ.. Ég er að fara á húsfund... magnað..
Ég læt ykkur vita af framvindu mála og svo verður auðvitað nafnasamkeppni á næstunni fyrir greyið nafnlausu íbúðina okkar.
Ykkur er svo auðvitað boðið í heimsókn þegar stundin kemur og hver veit nema ég haldi eitt stykki ítalskt matarboð með þemalagi fyrir ykkur (þið komið með matinn því ég verð alltaf að spara framvegis) ;)
Vá ég gæti skrifað endalaust en ég hef ekki tíma því ég er að fara á... húsfund.. ÓJÁ.. Ég er að fara á húsfund... magnað..
Ég læt ykkur vita af framvindu mála og svo verður auðvitað nafnasamkeppni á næstunni fyrir greyið nafnlausu íbúðina okkar.
5 Comments:
TIL LUKKU... til hamingju með þetta enn og aftur. Ég get ekki beðið eftir feita matarboðinu þar sem ég verð gersamlega nýbúin í prófunum mínum á föstudeginum *TILHLÖKKUN*
.. nafnasamkeppni eyy! Hmm..
Mikið rosalega langar mig upp í Flet.. hmm.. ég verð að hugsa þetta aðeins!
Hey það er kúl! Fletið.. the Flet..
"Hey krakkar..viljiði koma upp í Flet í kvöld í pizzu og spil"
Hljómar ekki illa... alls ekki illa!
Persónulega myndi mér þykja "The Harem" passa betur. XD
-Skúli
nú bíð ég bara spennt eftir að fá að flytja inn! :) Ég hlakka líka til að fara í matarboð og svona...
Vertu annars í bandi við mig elskan!
svo er náttúrulega gasalega svona rappað að tala bara um "da hood" eða á íslenskan máta bara húddið!
"komið í húddið" nejjjj segji bara svona!
-dossa
Post a Comment
<< Home