Wednesday, March 02, 2005

Blásalabúskapur

Við erum flutt inn.. fluttum inn síðasta laugardag og erum svooo ánægð. Héldum matarboð fyrir foreldrana á innflutningsdaginn þar sem ég fór algjörlega á kostum í eldhúsinu og eldaði pekingönd með öllu tilheyrandi. Ekki laust við að mamma og tengdó hafi orðið frekar undrandi því ekki hef ég verið mjög nytsamleg við matargerðina heima hjá þeim og þær frekar búist við að fá spagettí og pulsur. Við erum búin að fá fullt af gestum síðan þá og ég, húsmóðirin mikla, er alltaf með heitt á könnunni og Betty í ofninum ef fleiri hafa áhuga.
Það er bara voðalega kósý að vera svona bara tvö ein í fleti enda höfum við varla farið út úr húsi síðan um helgina. Jensi er auðvitað búinn að tengja og festa upp allt sem hægt er að tengja og festa og get ég núna horft á þætti í tölvunni í sjónvarpinu, sjónvarpið í tölvunni og tónlist frá öllum áttum alls staðar. Svo erum við líka komin með þráðlaust net og ég get ekki lýst því hvað það var gott! Það var eins og að sleppa úr margra ára einangrun á eyðieyju.. voðalega er ég háð þessu. Núna sit ég því í sófanum frá langafa og langömmu, hlusta á City of angels diskinn og hef sjónvarpið á mute, horfi út um gluggann og blogga...
Útsýnið hefur ekki valdið okkur vonbrigðum, það er eitt sem er víst. Ég er ábyggilega að horfa á ykkur öll núna! Ég sé flugvélarnar lenda í Keflavíkurflugvelli og ljósin í bænum þar, reykinn úr Bláa lóninu, Hafnarfjörð, Garðabæ, Kópavog, Reykjavík, Seltjarnarnesið, Akranes og Snæfellsnes.. Ég hef líka verið að fylgjast með skipakomum sem er ansi gaman. Það er mjög sérstök tilfinning sem bærist í brjósti mér þegar ég fylgist með þeim hverfa á bak við sjóndeildarhringinn á vit ævintýranna (eða loðnunnar).. en það er kannski bara ég ;)
Það verður allt mjög fallegt hér uppi í ljósaskiptunum. Allt rautt og gult og sjórinn virkar skærblár.. gaman að sjá yfir þetta svæði og sjá Snæfellsjökulinn rauðglóandi í fjarska. Jens tók ansi flottar myndir af því á mánudaginn síðasta sem ég kannski sýni. og svo að ég tali nú ekki um myndirnar sem hann tók þegar það var þoka hjá ykkur á jarðhæð en sólarlag hjá okkur hér á 12.hæð.. það var eitt af því magnaðasta sem ég hef séð. Fyrir ofan skýin alveg eins og í flugvél.

Ég ætlaði nú bara aðeins að láta vita af mér! Ég er ekkert alltof dugleg í þessu bloggveseni og ég held það batni ekki á næstunni því það er allt brjálað að gera. Ég þarf að vinna upp vanrækt nám, næstu 2 helgar alveg upppantaðar í matarboð og innflutningsskrall og svo förum við Jens með fjölskyldunni minni til Flórída eftir rúmar 2 vikur... Ég er ekki að kvarta :)

5 Comments:

Blogger This is all you have to know said...

Já.. það má sko segja að þið séuð með nokkuð magnað útsýni, jafnvel stórkostlega magnað! Það getur verið erfitt að slíta sig frá glugganum og fara að fylgjast með e-u örðu..

...núna er samt kominn ónefndur athyglispúki sem gæti rifið fólk af rúðunni í stofunni ykkar.. það er samt ekki víst (samt þónokkuð víst)!!

Ég sé fyrir mér matarboð og ... matarboð ... letikvöld ... allskonar skemmtilegheit! Þið þurfið á endanum að lokka fólk út með ruslarennubrandaranum til að fá smá næði.. þegar það hættir að virka, may god have mercy on you!!

:D

9:13 PM  
Anonymous Anonymous said...

Djöfull langar mig í spaghetti og pulsur núna.

En hvernig er það annars, á ekkert að bjóða manni í heimsókn? XD
-Day

6:11 PM  
Anonymous Anonymous said...

Og já... til hamingju :)

8:27 PM  
Blogger Erna Blöndal said...

Ja sko ef það væri nú einhverntíma hægt að ná í þig þá myndir þú vita að það er matarboð fyrir ykkur vinina á morgun (föstudag)!! En neeeeiiii þú ert of upptekinn fyrir símamas! :) En nú veistu það! Hringdu í mig samt!

11:40 PM  
Anonymous Anonymous said...

Til hamingju, Erna mín! :)

8:29 PM  

Post a Comment

<< Home