Saturday, April 16, 2005

Perla 24.05.91 - 16.04.05

Perlan okkar dó í morgun. Hennar verður sárt saknað en við erum þakklát fyrir að hafa fengið að hafa hana svona lengi hjá okkur.

Image hosted by Photobucket.com

Það er samt svo skrýtið að ég eigi aldrei eftir að sjá né knúsa hana aftur.

11 Comments:

Blogger Egill said...

:(
ég samhryggist.. en hún var nú búin að lifa góða og löngu lífi.. e-ð sem ekki allir hundar gera :)

1:05 PM  
Blogger Erna Blöndal said...

já nákvæmlega :) Hún var voðalega hamingjusöm, feit harðfisksæta og kattastjúpmóðir!

1:46 PM  
Blogger This is all you have to know said...

<:'(
Þó þetta hafi verið það besta í stöðunni þá er þetta svo hryllilega erfitt. Ég grét svo mikið í gær þegar þú sagðir mér frá þessu.. svo ótrúlega skrítið að hún sé farin. Ég trúi því varla.
Dýrin manst eru svo yndisleg og manni þykir svo vænt um þau. Hún var nú orðin alveg ágætlega gömul og hefur gert margt og mikið um ævina.

Hún er amk farin á góðan stað þar sem hún getur hlaupið um og vesenast eins og þegar hún var yngri.

Milljón knús til þín og fjölskyldunnar þinnar. Perla var svo æðisleg.

4:09 PM  
Anonymous Anonymous said...

æji Erna mín, samhryggist þér og ykkur alveg af öllu hjarta! Hef sjálf verið í þessari stöðu, við fórum með Monsa þegar hann var 16 ára. Stundum þarf maður bara að hugsa um dýrið sjálft frekar en okkar tilfinningar :/

Þú átt alla vega haug af góðum minningum og hún átti ljúft og gott líf! Alla mína samúð!

-kv. Dossa

4:29 PM  
Anonymous Anonymous said...

Ég samhryggist, Erna mín. Það er skelfilegt hvað mörg gæludýr hafa dáið uppá síðkastið.

6:17 PM  
Anonymous Anonymous said...

Ég samhryggist þér innilega. Perla var yndislegur hundur. Maður má þakka fyrir að hafa kynnst henni meðan hún lifði.

Skúli: True, true...

-Dagur

2:14 AM  
Blogger Erna Blöndal said...

Perla gamla var nú samt orðin 105 ára í hundaárum og var fordekruð öll þau ár.. það gerir þetta auðveldara! Erfiðasti parturinn fannst mér vera það að vita að ég sæi hana aldrei aftur eftir að hún færi inn í dýralæknahúsið.. ég ætti aldrei eftir að klóra henni á bumbunni.. síðasta skipti sem ég kyssi hana á nebbann.. Allt "í síðasta sinn"..
Ég var alltaf að hlaupa til hennar og knúsa hana bara eeeiiinu sinni enn..
Æ þið þekkið þetta.. ég hefði eiginlega frekar vilja að hún dæi bara í svefni..

Takk fyrir huggunarorð elsku vinir mínir! :)

11:15 AM  
Blogger Þorbjörg said...

Æi.. Ég samhryggist þér og fjölskyldunni þinni svo ótrúlega mikið! Perla var æðisleg og hennar verður sko sárt saknað... En stundum er þetta þeim fyrir bestu, þó það sé erfitt að sætta sig við það. Aftur, þá samhryggist ég innilega...

8:03 PM  
Anonymous Anonymous said...

Elsku Erna mín .Samhryggist þér vegna Perlunar þinnar.Kveðja Björk á Bæjarhrauninu.

2:24 PM  
Anonymous Anonymous said...

Sorrý vantaði eitt nið hjá mér.Sjáumst í sumar. Björkin

2:26 PM  
Anonymous Anonymous said...

Hæ elsku Erna ég samhryggist þér vegna Perlu

Gangi þér vel í prófunum og ég hlakka til að sjá þig í sumar í vinnuni:)

Kveðja Kristín

6:21 PM  

Post a Comment

<< Home