Tuesday, March 15, 2005

Fann vin í eyðimörkinni..

Já.. ég er mjög hugmyndarík og frjó manneskja eins og þið vitið og því fannst mér kjörið að taka þátt í nafnasamkeppni Bláfjalla (var reyndar bara í umræðutíma í lögfræði og hafði ekkert betra að gera) . Það átti semsagt að koma með uppástungur að nöfnum á allar 14 lyfturnar í fjöllunum og tillagan varð að hafa einhvert þema.. Ég vissi að nýja lyftan væri í Kóngsgilinu sem allir þekkja sem í Bláfjöll hafa komið og fannst fínt þema að nefna stærstu 3 lyfturnar Kónginn, Drottninguna og Gosann og svo rest bara Tían, Nían... þið skiljið..
Nýja stólalyftan var stærst þannig að hún var Kóngurinn og barnalyftuna nefndi ég Jókerinn því það vantaði fjórtánda spilið. Jæja svo sé ég bara á forsíðu Moggans í síðustu viku "Kóngurinn vígður í dag" og komst þannig að því að hluti af mínum nöfnum hafði verið valinn (þrjár stærstu lyfturnar heita Kóngurinn, Drottningin og Gosinn) og að ég hefði greinilega unnið þessa keppni sem ég tók þátt í einhvern tíma í nóvember. Ég sendi stjórnendum Bláfjalla tölvupóst um þetta mál og þeir óskuðu mér innilega til hamingju! Þetta er allt mjög skrýtið og þeir hafa ekkert haft samband síðan en skv. auglýsingu um keppnina þá á ég nú ekki bara að fá heillaóskaskeyti heldur líka árspassa í Bláfjöll fyrir alla fjölskylduna og úttektir á úttekt ofan í útivistarvörubúðum. Ég ætla bráðlega að hafa samband við þá aftur og gera þeim í leiðinni (þ.e.a.s. EF þeir verða með vandræði) grein fyrir því hvar ég var stödd þegar ég skoðaði auglýsinguna, tók ákvörðun um að taka þátt, valdi þema og skilaði inn tillögu.. já ég var nefninlega í umræðutíma á Lögbergi umvafin hundruðum laganema og lagaprófessorum. Ekki einu sinni reyna þetta strákar!


Ég er búin að búa til svona myndasíðu sem þið getið skoðað HÉR
Þar getiði meðal annars séð myndir sem við tókum í þokunni um daginn og svo bara almennar útsýnismyndir sem og myndir frá Egyptalandi og úr raftingferðinni miklu.

5 Comments:

Blogger This is all you have to know said...

Þú lætur þá bara líka hringja í mig.. þú sýndir mér nöfnin þegar þú varst að pæla í að senda þetta inn. (var að gera skilaverkefni, man mjög vel eftir þessu) .. ég hóta öllu illu og ef það virkar ekki sendi ég Don-Ömmu á þá!

Og myndasíðan er afskaplega góð hugmynd.. kannski maður ætti að gera bara myndabloggdót í staðinn fyrir venjulegt blogg. Er ekki duglegasta bloggmanneskja sem finnst....

3:12 PM  
Blogger Þorbjörg said...

those bastards... að stela hugmyndinni þinni! En mér finnst þetta mjög sniðug hugmynd að nöfnum á þessar lyftur! Svo kíki ég nú bráðum í random inspection á íbúðinni þinni... ;)

7:29 PM  
Blogger Ómar said...

Ekki láta þá komast upp með neitt múður!!
Til hamingju með nýju íbúðina og gaman að sjá þig í dag! þú varst mjög pró!:)

11:27 PM  
Blogger Erna Blöndal said...

Hahahaha.. Don-Amma.. auðvitað! Ég heyri alveg suðið héðan ;)
-Sko Ómar þú veist að ég er alltaf very pró ;)

- Tobba þú kíkir í Betty eftir Flórídaför mína

6:47 PM  
Anonymous Anonymous said...

Hehehe. Ég sat á Kóngnum alla leiðina upp! Bwahahaha!

11:18 AM  

Post a Comment

<< Home