Wednesday, April 20, 2005

Gleðilegt golf!

Æ hvað ég hlakka til sumarsins! Ég get ekki beðið eftir því að finna lykt af nýslegnu grasi, grilluðu kjöti, fara í útilegur með fjölskyldu og vinum, fara í kjól í vinnuna og sjá ofurhressa Íslendinga vappa um á hlírabol og stuttbuxum í 15 gráðu hita. Nú get ég meira að segja bætt einu á þennan lista og það er.. golf..
Já það er rétt! Við Jensi keyptum okkur mergjuð golfsett á Flórída og planið er að hamast á völlunum í sumar og geta rústað pabba í haust!! ;) Erum meira að segja skráð í eitt stykki fjölskyldugolfmót í júlí svo hér dugar engin linkind. Sérstaklega þarf ég að vera dugleg við æfingarnar því ég þyki víst ekki vera með golfið í blóðinu *hósthóst* Image hosted by Photobucket.com

Prófin eru nú bara rétt handan við hornið mér til mikillar skelfingar.. hvernig komust þau þangað?? Mér finnst eins og prófið í almennunni hafi verið í síðustu viku. Tíminn er farinn að líða óstjórnlega hratt. En ég tek bara góðan MR-pakka á þetta svona eins og maður var vanur og lofa því svo að þetta komi aldrei fyrir aftur! Næst verð ég með möppu fyrir hvert fag og penna í 5 litum og glósa í hverjum tíma og les vel fyrir hvern dag og.. og... og ..... hversu oft hefur maður sagt þetta! :/
Image hosted by Photobucket.com

En núna mun ég setjast við skrifborðið og finna eldmóðinn ,sem hingað til hefur verið horfinn mér, hellast yfir mig! Ég hef aldrei verið betri! (sem minnir mig á nýja lagið með Sálinni sem Jensi hatar)
Það er nú ekki eins og þetta sé leiðinlegt efni! Alls ekki.. mér finnst stjórnskipunarrétturinn mjög skemmtilegur.. það er bara þetta eirðarleysi sem hrjáir mig! Mig langar bara að hlaupa út og hrista mig, dansa og öskra um leið og ég sest niður. Þetta gildir líka um sjónvarpsgláp og almenna kyrrstöðu. Þetta hljómar kannski undarlega en svona er reyndin.

Afsakið mig, ég hef verk að vinna..

2 Comments:

Blogger This is all you have to know said...

Ég gæti ekki hafa orðað þetta betur...

Þessi vetur er búinn að vera mjög srkítinn í alla staði!!
Mín próf klárast á föstudaginn og þá kemur verkefnið. Erna, við vorum að skila af okkur BónAir..

.. hvert í ósköpunum fer tíminn, ég skil þetta bara ekki??

10:49 PM  
Blogger Erna Blöndal said...

Nákvæmlega! Ég er í ruglinu sko.. þessi próf læddust alveg upp að mér :S
En bráðum kemur sumar :) víííííí

10:55 PM  

Post a Comment

<< Home