.. bara tveir dagar eftir af prófum!
Ég var að taka saman myndirnar frá Íran og ætlaði að setja þær á netið með einhverju sniðugu forriti en þar sem ég er tölvufötluð þá kann ég ekki að setja inn nema eina mynd í einu og það tekur samt korter! Ein mynd.. korter... Mér endist ekki ævin í þetta verk! Ég verð víst að bíða þar til Jens kemur heim. Eftir að hafa verið að grúska í þessum myndum langar mig svo að deila þeim með ykkur því eins og þið flest vitið þá urðum við Jensi ástfangin af þessu landi, fegurð þess og yndislega fólkinu sem býr þar. Því ætla ég að setja nokkrar myndir inn ykkur til yndisauka sem eruð enn í prófarugli eins og ég. Hinir geta átt sig og sitt útsofelsi.

Útsýnið af svölunum okkar á hótelinu í Bandar-e-Bushehr sem er lítill bær við Persaflóann. Þennan dag var 43gráðu hiti og 100%raki og við hlupum á milli loftkælinga(ég í kuflinum að sjálfssögðu).

Allt sem þið hafið heyrt um sólsetur við Persaflóann er satt. Þetta var ótrúlegt.

Eyðimerkurborgin Yazd. Sú mest töfrandi borg sem ég get ímyndað mér. Gamli hluti borgarinnar er byggður úr leir og þröngar göturnar, sandurinn, markaðarnir, vindturnarnir og stemmningin er eins og að detta inn í Þúsund og eina nótt. Hótelið okkar var í miðjum ranghölunum og hét Silk road hotel en það hefur einmitt eins og nafnið bendir til verið notað af silkileiðarförum í mörg hundruð ár og ævintýralegt eftir því. Ætlum einhvern tíma að fara aftur og vera þar í margar vikur. Ólýsanlegt.

Sólsetur í Yazd. Tekið ofan á þaki heimilis manns sem við kynntumst þarna og var teppasali. Hægt var að stökkva á milli þaka eins og ekkert væri og var það töluvert fljótlegra og mikið notað af krökkum og köttum.


Basarinn í Shiraz. Brjálað að gera og fólk kaupir inn þarna bara eins og við gerum í Hagkaup. Önnur hver búð selur persnesk teppi á verði sem Íslendingar missa andlitið yfir.
Grafhýsi stofnanda og konunga Persíu. Að vera þarna aleinn í þögninni (ég er þarna í kuflinum neðst á myndinni í miðjunni) lét manni líða eins og hluta af einhverju sem ekki er svo auðvelt að skilja.

Við röltum ein um einar merkustu fornminjar heimsins, Persepolis.

Útsýni yfir Esfahan og mosku þar sem á að vera ein fallegasta moska í heimi.
Brúin í Esfahan. Ótrúlega falleg. Ef þið lítið undir brúna þá er á stólpunum lítið kaffihús þar sem hægt var að fá sér kaffi og kökur í kílóavís og svo auðvitað vatnspípur. Þarna var alltaf mikið um að vera, fjölskyldur á röltinu með börnin sín, fólk á stefnumótum og gamlir menn að rífast. Við vorum einu túristarnir þarna eins og hvar sem við komum en fólk var vægast sagt vingjarnlegt og gerðu allt sem þau gátu fyrir okkur og fannst við agalega spennandi.

Moska í Esfahan á öðru stærsta torgi í heimi sem notað var eitt sinn fyrir pólóleik en það fundu Íranar upp. Torgið og moskan er eins og annað fallega upplýst á kvöldin.

Flestar moskurnar nema þær sem keisarinn vildi láta flýta, eru handútskornar og þessu munstri púslað saman. Það er svo yfirþyrmandi að skoða þessa fegurð að maður verður eiginlega að hugsa um alla vinnuna sem hefur farið í þetta.

Bandaríska sendiráðið í Tehran þar sem gíslatakan fór fram. Á því eru ýmsar myndir svipaðar þessari (frelsisstyttan með hauskúpu í stað höfuðs og andlits) og annað sem erfitt er að ná myndum af því það eru mannaðir varðturnar í garðinum og þeim líkar víst illa þegar túristar taka myndir og regla númer eitt er að gera aldrei neitt sem mönnum vopnuðum hríðskotabyssum líkar illa. Við náðum þessari mynd á meðan varðmaðurinn leit fyrir hornið en eins og sést var þetta frekar stressandi.



Mashuleh.. lítið þorp í fjöllunum við Kaspíahafið. Það liggur svo bratt í fjallinu að göturnar þurfa að vera ofan á húsunum fyrir neðan eins og sést á neðstu myndinni. Þarna keyptum við nammið sem þið fenguð mörg að smakka.

Þessi gamla kona skildi ekkert í okkur en seldi okkur sokka sem hún prjónaði.

Við sigldum á hraðbát um Kaspíahafið (ekki allt þó) og skemmtum okkur vel eins og sést. Þarna var ég með risavatnalilju á höfðinu og hún var næstum því búin að láta mig takast á loft. Það var gaman. Svo keyptum við styrjuhrogn.


Fólkið í Íran er yndislegt og í þessari ferð eignuðumst við marga vini sem við skrifumst á við í hressilegum tölvupóstum.
Þetta er orðin alveg hrikaleg færsla og mál til komið að bækurnar fái athygli aftur en eins og þið kannski finnið þá mælum við Jens eindregið með ferðalögum um Íran og blásum á raddir fordóma. Það gilda bara sömu reglur um ferðalög þangað og til annarra framandi landa, að fara varlega og virða siði landsins. Það er að vissu leyti erfiðara í Íran vegna laga um klæðnað kvenna en ekkert til að draga kjark úr kvenferðalöngum.. Kaupið bara nógu léttan kufl og gerið gott úr þessu. :)
Svo er það bara stóra reisan eftir einn og hálfan mánuð haaaaa??

Útsýnið af svölunum okkar á hótelinu í Bandar-e-Bushehr sem er lítill bær við Persaflóann. Þennan dag var 43gráðu hiti og 100%raki og við hlupum á milli loftkælinga(ég í kuflinum að sjálfssögðu).

Allt sem þið hafið heyrt um sólsetur við Persaflóann er satt. Þetta var ótrúlegt.

Eyðimerkurborgin Yazd. Sú mest töfrandi borg sem ég get ímyndað mér. Gamli hluti borgarinnar er byggður úr leir og þröngar göturnar, sandurinn, markaðarnir, vindturnarnir og stemmningin er eins og að detta inn í Þúsund og eina nótt. Hótelið okkar var í miðjum ranghölunum og hét Silk road hotel en það hefur einmitt eins og nafnið bendir til verið notað af silkileiðarförum í mörg hundruð ár og ævintýralegt eftir því. Ætlum einhvern tíma að fara aftur og vera þar í margar vikur. Ólýsanlegt.

Sólsetur í Yazd. Tekið ofan á þaki heimilis manns sem við kynntumst þarna og var teppasali. Hægt var að stökkva á milli þaka eins og ekkert væri og var það töluvert fljótlegra og mikið notað af krökkum og köttum.


Basarinn í Shiraz. Brjálað að gera og fólk kaupir inn þarna bara eins og við gerum í Hagkaup. Önnur hver búð selur persnesk teppi á verði sem Íslendingar missa andlitið yfir.

Grafhýsi stofnanda og konunga Persíu. Að vera þarna aleinn í þögninni (ég er þarna í kuflinum neðst á myndinni í miðjunni) lét manni líða eins og hluta af einhverju sem ekki er svo auðvelt að skilja.

Við röltum ein um einar merkustu fornminjar heimsins, Persepolis.

Útsýni yfir Esfahan og mosku þar sem á að vera ein fallegasta moska í heimi.

Brúin í Esfahan. Ótrúlega falleg. Ef þið lítið undir brúna þá er á stólpunum lítið kaffihús þar sem hægt var að fá sér kaffi og kökur í kílóavís og svo auðvitað vatnspípur. Þarna var alltaf mikið um að vera, fjölskyldur á röltinu með börnin sín, fólk á stefnumótum og gamlir menn að rífast. Við vorum einu túristarnir þarna eins og hvar sem við komum en fólk var vægast sagt vingjarnlegt og gerðu allt sem þau gátu fyrir okkur og fannst við agalega spennandi.

Moska í Esfahan á öðru stærsta torgi í heimi sem notað var eitt sinn fyrir pólóleik en það fundu Íranar upp. Torgið og moskan er eins og annað fallega upplýst á kvöldin.

Flestar moskurnar nema þær sem keisarinn vildi láta flýta, eru handútskornar og þessu munstri púslað saman. Það er svo yfirþyrmandi að skoða þessa fegurð að maður verður eiginlega að hugsa um alla vinnuna sem hefur farið í þetta.

Bandaríska sendiráðið í Tehran þar sem gíslatakan fór fram. Á því eru ýmsar myndir svipaðar þessari (frelsisstyttan með hauskúpu í stað höfuðs og andlits) og annað sem erfitt er að ná myndum af því það eru mannaðir varðturnar í garðinum og þeim líkar víst illa þegar túristar taka myndir og regla númer eitt er að gera aldrei neitt sem mönnum vopnuðum hríðskotabyssum líkar illa. Við náðum þessari mynd á meðan varðmaðurinn leit fyrir hornið en eins og sést var þetta frekar stressandi.



Mashuleh.. lítið þorp í fjöllunum við Kaspíahafið. Það liggur svo bratt í fjallinu að göturnar þurfa að vera ofan á húsunum fyrir neðan eins og sést á neðstu myndinni. Þarna keyptum við nammið sem þið fenguð mörg að smakka.

Þessi gamla kona skildi ekkert í okkur en seldi okkur sokka sem hún prjónaði.

Við sigldum á hraðbát um Kaspíahafið (ekki allt þó) og skemmtum okkur vel eins og sést. Þarna var ég með risavatnalilju á höfðinu og hún var næstum því búin að láta mig takast á loft. Það var gaman. Svo keyptum við styrjuhrogn.


Fólkið í Íran er yndislegt og í þessari ferð eignuðumst við marga vini sem við skrifumst á við í hressilegum tölvupóstum.
Þetta er orðin alveg hrikaleg færsla og mál til komið að bækurnar fái athygli aftur en eins og þið kannski finnið þá mælum við Jens eindregið með ferðalögum um Íran og blásum á raddir fordóma. Það gilda bara sömu reglur um ferðalög þangað og til annarra framandi landa, að fara varlega og virða siði landsins. Það er að vissu leyti erfiðara í Íran vegna laga um klæðnað kvenna en ekkert til að draga kjark úr kvenferðalöngum.. Kaupið bara nógu léttan kufl og gerið gott úr þessu. :)
Svo er það bara stóra reisan eftir einn og hálfan mánuð haaaaa??
9 Comments:
vó.. massíft.. ég vil samt halda því fram að jens hafi verið photoshoppaður inna þessa mynd þar sem hann stendur f. framan e-ð
Oh men... oh meeeen!! Ég væri mikið til í að vera þarna ákkúrat núna.. mikið frekar en að hanga hérna uppí rúmi að gera stærðfræði!
BÚIN EFTIR 19 TÍMA!!!
Stóra reisan? Nei nú er ég forvitinn.
Já maður.. eftir einn og hálfan mánuð verðum við Jens í Singapore og nokkrum dögum síðar höldum við til Ástralíu og Nýja Sjálands og hver veit nema suðurskautslandið verði tekið í leiðinni ef laust er í pólflug! Brjáluð tilhlökkun.
og e-ð sem ég tók ekki eftir áður... djöfull er þetta flott líkamsstelling hjá gaurnum á neðstu myndinni.. hann er eins og hann sé að farað sigra alheiminn
Mmmm... Styrjuhrogn.
Endilega prófaðu kengúrukjöt þegar þú ferð til Ástralíu. Á víst að vera frekar seigt eftir sumum heimildum.
Próflok eru yndisleg. Hohohohoho!
Þessi gaur var ótrúlega fyndinn og eina manneskjan sem við hittum í ferðinni sem talaði góða ensku. Hann hló stanslaust en hljómaði samt ekki geðbilaður. Ágætis kall sko.. Kengúrukjöt á að vera mjög gott og án efa á smakk-listanum. Held samt að það sé hægt að fá kengúrukjöt í Hagkaup núna en það getur verið að ég sé að ruglast!
Interesting.
ÞÚ ERT BÚIN Í PRÓFUNUM SEGI ÉG
BÚÚIIIIN!!!!!!
:D
Post a Comment
<< Home