Tuesday, November 29, 2005

Varúð.. tilfinningaflóð!

Ef mér fyndist kjöt ekki svona óþægilega gott þá myndi ég samstundis gerast grænmetisæta. Kannski ég verði það einhvern tíma í framtíðinni.

Framtíðin. Þegar ég hugsa um þá framtíð sem mig dreymir um þá sé ég sjálfa mig ekki í einhverri ákveðinni stöðu, með fullar hendur fjár, umkringd börnum eða nokkuð annað heldur fæ ég ákveðna tilfinningu. Ég hef alltaf fundið fyrir þessari sömu tilfinningu þegar ég hef látið mig dreyma um framtíðina og ég vona að ég eigi einhvern tíma eftir að komast að því fyrir hvað hún stendur. Veit einhver um hvað ég er að tala? Það er mjög erfitt að útskýra þetta en þessi tilfinning er mjög sterk og mig langar svo heitt að upplifa hana en ekki bara dreyma um að finna hana. Nei.. ég get ekki útskýrt þetta. Þetta er tilfinningin sem ég vil fá úr lífinu. Ákveðin lífsfullnæging.
Ég hef fundið fyrir öðrum svipuðum tilfinningum eins og þegar ég var lítil og dreymdi um að ferðast um allan heim þá fékk ég spenning í magann og hlakkaði til að upplifa þessa tilfinningu sem ég gerði svo síðar og þá tilfinningu fæ ég svo í hvert skipti sem ég stíg upp í flugvél á vit ævintýranna.
Ég fékk einnig merkilega tilfinningu uppfyllta þegar ég kynntist Jens. Tilfinninguna sem ég fékk þegar ég lét mig dreyma um ótrúlegan mann sem ég gæti lifað skemmtilegu ævintýra- og ástríku lífi með..
Ég get því ekki annað en beðið og vonað að þessi tilfinning mín um framtíðina rætist eins og hinar hafi gert.

Ég man líka vel eftir tilfinningunni (svo við höldum áfram á þeirri braut) sem sló mig í andlitið þegar ég kynntist Elínu, leiðinlegu dans-stelpunni í næsta húsi.
Image hosted by Photobucket.com
Ég var alveg forviða á því að hún hefði leynst í Garðabænum allt mitt líf án þess að ég hefði áttað mig á því. Ég gleymi aldrei okkar fyrsta samtali sem snérist um nýfundnar dularfullar eyjur í Kyrrahafinu og ættbálka þeirra.. You got me on hello... ;)
Ég er svo afskaplega þakklát fyrir allt sem ég á.. frá bestu fjölskyldu og vinum sem hægt er að eiga til sætasta naggríss í heimi!
Image hosted by Photobucket.com
Þessari tilfinningaríkustu færslu áratugarins er nú lokið..

8 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Ég legg til að við tökum upp þráðinn í sambandi við þessar dularfullu Kyrrahafseyjur við fyrsta tækifæri.

-Dagur

10:10 PM  
Blogger This is all you have to know said...

Ég veit nákvæmlega um hvað þú ert að tala. Svo gott að hugsa til þess! (ekki hægt að útskýra samt, eins og með lyktina þegar það er að koma sumar og þannig)

Já einmitt, hræðilega fótboltastelpan í 87. Sýndi þér nokkra kettlinga hjá Svövu frænku.. jú og dularfullar Kyrrahafseyjur eru alveg súper fínt umræðuefni til að byrja vinskap sko...

(..og að hræða fólk í Þórsmerkurferðum með tákitli.. aka Kristín hahahah)

Hefur amk ekki verið neitt voðalega leiðinlegt hjá mér eftir að ég kynntist þér :)

11:16 AM  
Blogger Þorbjörg said...

já, ég veit alveg hvaða tilfinningu þú ert að tala um... Ég hef einmitt oft fundið þessa tilfinningu! Eins og að e-n tímann verði maður kominn á þann stað sem maður ætlaði sér alltaf á og er hættur að leita að e-u betra! E-n veginn svoleiðis upplifi ég þessa tilfinningu! Annars fékk ég nú líka soldið svona tilfinningu þegar ég kynntist þér betur eftir að hafa verið með þér í bekk í 2 ár... Þá áttaði ég mig á því að þú værir ein af þessum manneskjum sem bara comes along once in a lifetime, annaðhvort yrðiru besta vinkona mín eða erkifjandi minn! ;)
Annars sakna ég þín nú soldið... Það mætti halda að við byggjum sitthvorum megin á hnettinum! :/
Jæja, þetta var nú bara til að toppa tilfinningaríku færsluna þína, og að þessu sögðu er ég farin að halda áfram að læra!

12:20 PM  
Blogger Erna Blöndal said...

Já þið skiljið þetta samt greinilega...
Þorbjörg ég er alveg sammála þér! Við eigum svo vel saman að það er eiginlega ekki fyndið eins og sást í útskriftarferðinni! Hahaha.. Það er leiðinlegt hvað það hefur verið langt á milli okkar undanfarið og ég sakna þín líka :( .. er ekki Raggi í Sviss um jólin?? Þú flytur bara inn til mín and we´ll make up for lost time! ;)

2:18 PM  
Anonymous Anonymous said...

Haha. Þú sagðir fullnæging.
Leiðinlega dansstelpan og hræðilega fótboltastelpan? Er nýja trendið að koma með neikvæða stimpla? ;)
En já, ég fatta hvað þú átt við, Erna mín. :) Live long and prosper.

4:51 PM  
Blogger Erna Blöndal said...

Hahaha.. svona hugsuðum við Elín til hvor annarrar þegar við vorum 12ára! Vorum mjög hressar :)

5:28 PM  
Blogger This is all you have to know said...

Vá.. 12 ára!

So tiny man... :|

5:45 PM  
Anonymous Anonymous said...

Ó, mamma gemmér rós í hárið á mér.
Tveir litlir strákar eru skotnir í mér.
Annar er blindur og hinn ekki sér.
Ó, mamma gemmér rós í hárið á mér.

Þegiðu stelpa, þú færð enga rós!
Farðu heldur með henni Gunnu útí fjós.
Þar eru kindur og þar eru kýr.
Þar eru fötur til að mjólka í!

3:24 PM  

Post a Comment

<< Home