Monday, December 05, 2005

Grimmd

Hugsið ykkur. Hjón í göngutúr fundu fyrir tilviljun nokkra agnarsmáa hvolpa við Hvaleyrarvatn, nær dauða en lífi af hungri og kulda. Einhver hefur ekki nennt að reyna að koma þeim út eða svæfa þá hjá dýralækni og valdi frekar þessa leið. Maður verður svo reiður þegar maður heyrir svona að mig langar helst að hella mér í CSI-störf og finna þessa aumingja og gefa þeim það sem þeir eiga skilið.
Í sumar fundust líka í flæðarmáli þessa sama vatns hvolpar í poka sem hafði verið hent í vatnið til að drukkna. Hvernig tekur fólk þessa ákvörðun? Hvernig fólk tekur yfirhöfuð þessar ákvarðanir? Hver er svo kaldur að hann hendir 5 hvolpum í poka, leiðir hjá sér allt væl og vinahót litlu greyjanna sem ekki vita hvað bíður, sleppir pokanum í vatnið og fer síðan heim að horfa á fréttirnar? Hvað hugsar slík manneskja á leiðinni heim?
Image hosted by Photobucket.com
Það undarlegasta og versta við þetta allt saman er að þetta er algengt. Svo algengt að ég skil það ekki. Einu sinni fann bróðir mömmu kettlinga í poka í ruslatunnu á Akureyri. Þeir voru allir dánir nema einn og amma tók hann að sér mér til mikillar gleði! Svo mun ég aldrei gleyma schefferhundinum sem fannst í Reykjavíkurhöfn með stein bundinn um hálsinn. :(

Mér finnst vera ástæða að tilkynna það hér að ef einhver hefur í huga að yfirgefa/drekkja nokkrum hvolpum/hundum/kettlingum/naggrísum/músum eða hverju sem er einhvern tíma í framtíðinni af því hann nennir ekki að reyna að gefa þá eða svæfa, þá bendi ég þeim hinum sama á að skilja þá frekar eftir fyrir framan íbúð 1203, Blásölum 22 Kópavogi og ég skal taka við þeim no questions asked.

Helvítis aumingjar.

6 Comments:

Blogger This is all you have to know said...

heyr heyr..

Ég verð svo ógeðslega reið þegar ég hugsa um svona. Helvítis bara!!!


>:(

5:25 PM  
Anonymous Anonymous said...

Æji..ég er líka sammála þér...þetta er svo hræðilegt..
Vinkona pabba á kanínur, hún er víst úr sveit og þá er maður eitthvað meira hardcore og töff (tilfinningalaus aumingi) en annars....en ef kanínurnar hennar eignast unga eru þeir drepnir með því að setja þá í poka og lemja þá með hamri.
Þá grét ég...

10:15 AM  
Anonymous Anonymous said...

Með hamri?!?! Djöfulsins ógeð. Það vantar greinilega eitthvað í fólk sem gerir þetta.

5:14 PM  
Blogger Erna Blöndal said...

Uuuuuu.. þetta finnst mér bara ekki í lagi! Er þetta í alvörunni besta leiðin til að drepa kanínuunga?? Þvílíkt bull!

Það er eitt að vera úr sveit en annað að vera bilaður dýramorðingi haldinn kvalalosta!

5:20 PM  
Anonymous Anonymous said...

hey býrðu í blásölum stelpa? ég bý í hljóðalind! Magnað!
En já, mjög ógeðis! Við mamma vorum einu sinni á rúntinum í heiðmörk og bíllinn fyrir framan okkur henti litlum hvolpi ut ur bilnum á mikilli ferð og skildann eftir útí middle of nowhere!! Við mamma tókum hann glaðlega uppí bílinn og hugsuðum um hann þar til hundahótelið opnaði eftir helgina. Halló, mamma er með mesta hundaofnæmi í heimi en só wott! Látum eingan skilja svona sætan lítinn hvop eftir í auðninni!!! Súra, súra tilfinningalausa fólk!!!

12:29 AM  
Blogger Erna Blöndal said...

Hæ Þóranna og gaman að sjá/lesa þig hér! Já ég og Jens keyptum okkur íbúð hér fyrir ári síðan og líkar rosa vel! :)
Gott hjá ykkur að taka hvolpagreyið! That´s what I´m talking about sko.

5:29 PM  

Post a Comment

<< Home