Wednesday, January 04, 2006

Gleðileg jól og nýtt ár!

Jólin eru besti tími ársins án efa. Ég er búin að hafa það svo agalega gott þessi jól að það verður mikið áfall að detta aftur inn í hversdagsleikann. Ég hef sofið mikið og kúrt, lesið, borðað góðan mat, konfekt og drukkið heitt súkkulaði í lítravís, horft á jólamyndir og aðrar myndir, spilað heilu næturnar og fengið mér svo nokkrum sinnum í aðra tá með góðu fólki og fjölskyldu. Ég er mjög fegin þeirri ákvörðun minni að vinna ekki um jólin og mín ofhlöðnu batterí eiga eftir að nýtast vel þetta vorið.
Image hosted by Photobucket.com
Jólalegt í Blásölunum.

Það er svo ekki hægt að segja að hversdagsleikinn sem nú tekur við sé grámyglulegur eða leiðinlegur. Fyrst á dagskrá eru kosningar til stúdentaráðs Háskóla Íslands þar sem ég mun styðja Vöku af mikilli hörku og svo 3.febrúar nk. tekur við ævintýraferð yfir hnöttinn til Nýja Sjálands. Ég er ekki að kvarta og lífið er stórkostlegt! :)

3 Comments:

Blogger This is all you have to know said...

Já þessi jól eru búin að vera ofurljúf. Ó svo mikið gott og gaman!

Samt heimta ég að fá að vera töskudýr í þessari ferð!! Eða þið neyðist til að kaupa handa mér bestu afmælisgjöf jarðar!!!!
HAHAHAHAHAAAAAA

:)

12:59 PM  
Anonymous Anonymous said...

Gleðilegt ár elsku Erna:) það var tómlegt að hafa þig ekki í vinnuni yfir jólin. Við verðum svo að fara að hittast þrjár:)

Kristín

3:55 PM  
Anonymous Anonymous said...

Þessi jól voru ööööööömurleg. Búinn að vera með kvef síðan á aðfangadag.

5:06 PM  

Post a Comment

<< Home