Monday, November 22, 2004

Einbeitingarleysi

Það er alveg ótrúlegt hvernig maður getur alltaf fundið sér eitthvað heimskulegt að spá í þegar maður er að læra! Það er eins og heilinn setji í gang svona varnarbúnað við meiri þekkingu.. þetta getur tekið mjög á taugarnar..

Kæri Heili.
Ég veit að ég hef kannski ekki komið vel fram við þig og sært blygðunarkennd þína oft og mörgum sinnum með áfengisdrykkju og FM-tónlist. Ég hef þó snúist til betri vegar að mörgu leyti og ég myndi meta það mjög mikils ef þú myndir hætta að kvelja mig með stöðugum hugsunum um ferðalög, snjóbretti og slúður á meðan ég reyni að læra og að við gætum kannski hjálpast að við að halda einbeitingu í nokkra klukkutíma í senn, Við þurfum nefninlega að ná þessu prófi 21.des næstkomandi til þess að mega læra eitthvað nýtt og skemmtilegt næsta vor! Ef ég þekki þig rétt þá viltu heldur ekki fá orð á þig fyrir heimsku og leti.. eða hvað?

með kveðju og von um góð viðbrögð,
Erna

Jæja.. vonum bara að hann taki vel í þetta kallinn :/


Ég vil líka óska Elínu *BITURLEIKI* til hamingju *grenjgrenjgrenj* með prófalokin *ARRRG* og góðs gengis með verkefnið!

23 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Salerna?!? Bwahahahahaaa!
-Skúli

4:18 PM  
Anonymous Anonymous said...

Þú verður að blanda þessu soldið saman. Það má ekki ganga fram af heilanum með leiðindum.

Prófaðu t.d. að skoða Dilbert smásögu á 40 mínútna fresti :) Það virkar vel.

-D

11:30 PM  
Blogger This is all you have to know said...

TAKK :D

*gleði gleði*

salerna er bara cool sko! Heilinn gæti hinsvegar verið svolítið misterioso.. verður bara að múta honum með nammi og meira nammi!

2:43 AM  
Anonymous Anonymous said...

Síðan deyr Salerna úr sykursjokki og heilinn hlær illyrmislega: "Múhahahahaaa! My masterplan worked! Now I can ravage her dead, sugary body with a mutated squirrel!"

12:22 PM  
Blogger Erna Blöndal said...

Mig langar alveg rosalega að "skreppa" til Hong Kong núna fyrir jólin.. þeir eru alveg geðveikir í jólaskreytingum og öðru tengdu, ótrúlegt en satt..
Það væri mjög gaman að sötra heitt súkkulaði með rjóma á götukaffihúsi þar..
Annars langar mig líka að fara til Víetnam.. alveg ótengt jólum.. dreymir um að synda í Ha long bay og kaupa núðlur af mannig sem ferðast um á kanó með matarpotta..
Mig langar líka til Ástralíu.. nóg að gera þar í hættulegasta umhverfi heims..

Ef þið gætuð farið hvert sem er.. ókeypis.. hvert mynduði vilja fara??

5:29 PM  
Blogger This is all you have to know said...

Mig langar að fara til Perú og sjá Inkarústir og Mayarústir.. held að Aztekarnir hafi verið þar líka. Það langar mig sko að sjá!

8:19 PM  
Anonymous Anonymous said...

Mig langar að fara á snjóbretti...
-Skúli

10:02 PM  
Anonymous Anonymous said...

Er Ha Long bay samt eitthvað sem maður syndir í? Er þetta ekki bara svona dæmi þar sem maður siglir um í feneyskum báti?

12:18 AM  
Blogger Erna Blöndal said...

Maður getur alveg synt í Ha long bay.. þarf bara að passa sig á því að fara ekki of langt út því þar eru hnífbeittir kórallar í botninum :)

annars er örugglega vinsælla að fá sér svona kajak einhvern og sigla um..
mjöööög nice sko!

Hver er herra anonymusi? Daxi?

1:06 AM  
Anonymous Anonymous said...

Yes?

-Daxi

6:00 PM  
Blogger Erna Blöndal said...

Mig langar líka á snjóbretti... Hey skúli.. Kannt þú e-ð fyrir þér á bretti?

6:02 PM  
Anonymous Anonymous said...

Jahá! Ég er rosalega flinkur á bretti! Ég hef náð að renna mér niður 3/4 af brekkunni með stólalyftunni án þess að detta. ;)
Get reyndar ekkert hoppað eða gert einhverjar kúnstir á draslinu ennþá, en það bíður bara betri tíma.
Já, og ég hef náð að slíta liðband í hnénu á bretti...þegar ég datt úr stólalyftunni... ;D
-Skúli

9:04 PM  
Blogger Erna Blöndal said...

hahahah :) þessar stólalyftur eru stórhættulegar.. hvar dastu samt úr??? var það hátt fall??
já.. ég var einu sinni mikið í því að stökkva og snúa en svo lenti ég einu sinni á hálsinum eftir rosa misheppnað stökk (ég leit út eins og L) og tognaði á hálsinum og bakinu svo illa að ég gat ekki hreyft mig í mánuð eða e-ð! :/ Eftir það hef ég alltaf verið soldið smeyk við stökkin og læt mér nægja að bruna niður brekkurnar! Verðum að skella okkur saman á bretti einhvern daginn!! :)

10:38 PM  
Blogger This is all you have to know said...

.. ég hef reynt nokkrum sinnum sko. Einusinni þegar við fórum með Eyþóri og stólalyftan "skallaði" hann og hann fékk skurð á ennið og við fórum heim. Svo til dæmis í vetur og ég varð veik daginn eftir með hasperur í hálsinum. (reyndar gubbupest og kom brettinu ekkert við, en samt) Samt geðveikt gaman... :D

1:21 AM  
Blogger Erna Blöndal said...

já.. brrrrr ég man eftir hræðilega Eyþórsslysinu maður.. allt í blóði! En já það er mjög gaman á bretti svona fyrir utan blóðið ;)

En annars þá er Egill Viðarsson að bjóða okkur vinunum til sín á laugardaginn í hitting og Singstar (sem ég mun rústa ykkur öllum í) verður án efa mikið stuð í svítunni hans þá :) Hverjir komast??

11:25 AM  
Blogger Egill said...

já.. ákvað að bjóða aðeins ykkur útvalda MR-pakkinu.. ef einhver mætir ekki tek ég það sem persónulega móðgun við mig, fuglinn minn og illa lyktandi reykingasófann minn >:-|

6:01 PM  
Blogger This is all you have to know said...

Uhh, ég skal reyna að komast en ég verð í verkefni e-d frameftir! Það á ekki að vera með svona verkefni meðan maður er í verkefni... og þessu líka svaða verkefni!

verkefni.. verkefni!

6:47 PM  
Blogger Erna Blöndal said...

.. ég er loksins farin að trúa.

http://www.bobsagetisgod.com/

9:52 PM  
Blogger This is all you have to know said...

AHAHAHAHAHAHAHAA.... hvar í ósköpunum fannstu þetta!

12:59 AM  
Anonymous Anonymous said...

Ég datt úr stólalyftunni á toppnum þar sem maður á að fara úr. Þegar ég var að reyna að renna mér frá lyftunni, þá lenti ég auðvitað á eina staðnum sem var þakinn ís og þar sem hin löppin var ekki fest þá beygðist hægra hné mitt í ca. 60° á hlið... Yeah, laugh it up! ;)
Ég náði líka í sömu ferð að láta braka í beinum sem ég vissi ekki að ég hefði og snúa hausnum í þær furðulegustu stellingar. :P
Btw, hvar á Egill heima? Gæti kannski droppað við ef ég næ að vinna eitthvað upp af draslinu sem ég er kominn eftirá í...
-Skúli

12:05 PM  
Anonymous Anonymous said...

Nice site!
[url=http://pextookx.com/bvvy/oqts.html]My homepage[/url] | [url=http://mvdywzax.com/eyyc/cusv.html]Cool site[/url]

1:46 AM  
Anonymous Anonymous said...

Well done!
My homepage | Please visit

1:46 AM  
Anonymous Anonymous said...

Thank you!
http://pextookx.com/bvvy/oqts.html | http://dbjdigzi.com/lpmf/aiwn.html

1:46 AM  

Post a Comment

<< Home