Friday, November 26, 2004

Hrakfarir á snjóbretti

Egill á heima í vesturbænum.. á Ásvallagötunni í gulu húsi..

Ég hef alltaf verið frekar hrædd við það að yfirgefa öryggi stólalyftunnar því ég hef verið mjög óheppin við þær aðstæður! Einu sinni þegar ég var að byrja á bretti ætlaði ég að vera geðveikt æðisleg og renna mér fallega úr stólnum og í augnablik virtist það vera að takast þar til að ég tókst skyndilega aftur á loft og sveif áfram með stólalyftunni góðu.. þá hafði ég semsagt fest úlpuna í stólnum og þurfti því að hanga þarna í ríflega korter á meðan að fjallageiturnar sem vinna þarna stöðvuðu lyftuna og voru að reyna að ná mér niður og allir hlógu að mér eins og ég væri Bob Saget. Þetta var hræðilega neyðarlegt og þá sérstaklega þar sem ég var í tíunda bekk og þar að auki mjög hrifin af gaurnum sem var með mér á bretti þann dag og hann hló manna mest. Ég hef án efa litið undarlega út svona hangandi eins og tuska úr stólalyftunni alveg að kafna á hálsmálinu á úlpunni minni, með magann beran, slefandi (út af hálsmálskyrkingunni) og kvartandi með brettið danglandi á löppinni..
Á endanum tókst þeim að ná mér niður með því að klippa hettuna af úlpunni og ég var free at last eftir lengsta korter veraldar.. þá fannst fólki ég ekkert fyndin lengur heldur bara sorgleg.. samband okkar brettamanns þróaðist ekki frekar en ég verð ennþá svolítið stressuð þegar ég yfirgef stólinn ;)

Versta og neyðarlegasta atvikið var samt í fyrra þegar ég var talin bara nokkuð góð á bretti og var að hjálpa einhverju barni í barnalyftunni í Bláfjöllum en tókst á einhvern hátt að detta um sjálfa mig ofarlega í BARNAlyftunni og ég rann aftur á bak og sópaði með mér um tuttugu krökkum... Það er á svona stundum sem maður slær sjálfan sig utanundir.. :/

Eitt af því skemmtilegasta sem ég hef lent í á brettinu var þegar ég var á Akureyri og sveif um brekkurnar með vasadiskóið á fullu og var ekkert að spá í því hvert ég var að fara. Allt í einu hrynur jörðin/snjórinn undan fótum/bretti mér og ég fell niður örugglega 5 metra.. í kafi í lausasnjó og staurblind í sjokki hélt ég samt jafnvægi í nokkur andartök þegar ég hryn aftur niður nokkra metra.. þá rúllaði ég í marga hringi og endaði með snjó á stöðum sem ég vissi ekki einusinni að væru til á mér! Ég hafði semsagt óvart rambað inn á Hengjusvæðið í Hlíðarfjalli sem allt bretta-og skíðafólk fyrir norðan hlýtur að þekkja..
Þetta var alveg geðveikt gaman en ég hefði aldrei þorað þessu ef ég hefði ekki óvart farið í hugsunarleysi mínu!

Svo mun ég heldur aldrei gleyma því þegar ég og Eyþór vinur okkar Ellu fórum með Elínu að kenna henni á bretti.. þetta var ári eftir úlpuatvikið. Elín dettur einhvern veginn úr stólnum þegar hún var að gera sig tilbúna fyrir að yfirgefa hann og ég og Eyþór sjáum ekki annan kost en að henda okkur á eftir henni..
Við liggjum þarna svo öll í brekkunni fyrir neðan svæðið þar sem ætlast er til að maður yfirgefi stólinn og rembumst við að koma okkur í burtu. Stólarnir þeysast framhjá hver á eftir öðrum og við erum á milli umferðar þeirra fram og tilbaka í ágætu skjóli að við héldum. Ég man ekki alveg hvað gerðist næst en á einhvern hátt stendur Eyþór upp og samstundis kemur brjálaður stóll aðvífandi og fer beint í höfuðið á honum! Þetta var algjör viðbjóður því skinnið á enninu á honum bókstaflega sprakk upp og það myndaðist skurður yfir allt ennið,húðin hékk niður fyrir augun, það sást vel í höfuðkúpuna og blóðið fossaði! Þetta var alveg rosalegt og ég og Elín vissum ekkert hvað hafði gerst. Eyþór lyppaðist niður og varð alveg eins og dópaður og heimtaði að við myndum bara halda áfram á bretti eins og ekkert hefði í skorist.. svo leið yfir hann af blóðmissi eða af höfuðhögginu. Við notuðum vettlingana okkar til að halda við sárið og Elín var svo hjá honum á meðan ég brunaði niður í skála til að fá aðstoð. Hann fór svo með sjúkrabíl á spítala og í dag er hann með mjög flott ör yfir allt ennið :)

Ég hef nú aldrei lent í neinu svona rosalegu en eins og ég var að tala um í kommentunum í gær þá var ég mikið í því að stökkva og leika mér á tímabilinu 3-4.bekkur.. þegar það var snjór á Íslandi.. og þá meiddi ég mig oft.. Versta var þegar ég ætlaði að reyna að fara svona hálfgerðan kollhnís í loftinu af palli og það mistókst og ég lenti á hálsinum.. ég hélt í alvöru að ég væri lömuð! Ég fékk svona stuð niður allan hrygginn og lá bara þarna eins og klessa þar til maður á vélsleða náði í mig.. ég tognaði svo illa að ég gat varla hreyft mig í nokkra mánuði :) Þegar ég fór síðan á bretti í Ölpunum í fyrra var þar það allra flottasta stökksvæði sem ég hef séð.. dúndrandi tónlist og æðislegar pípur, pallar og læti.. en ég þorði ekki.. fékk bara illt í bakið af að horfa á þetta.. ;)

jæja.. þetta voru hrakfarir mínar á bretti.. ég kann nú fleiri sögur en nenni ekki að skrifa meira.. Ég ætla bara rétt að vona að það fari að snjóa í fjöllinn svo ég geti farið að lenda í fleiri ævintýrum.

13 Comments:

Blogger Erna Blöndal said...

Ætli þetta sé lengsta færsla sem nokkur maður hefur skrifað?

4:32 PM  
Anonymous Anonymous said...

Úje! Við skellum okkur e-n tímann á bretti, um leið og ég er búinn að finna stað til að laga helvítis rispurnar á brettinu (þökk sé gáfnaljósinu Ágústi). Það er ein skemmtilega stór rispa sem veldur því að snjór safnast fyrir í hana þ.a. ég beygi alltaf snögglega til vinstri ef ég renni mér beint, sem þýðir að ef ég er á mikilli ferð, þá beygi ég til vinstri sem hefur sömu áhrif og að snögghemla á hjóli, þ.e. ég flýg fram yfir mig.
-Skúli

6:11 PM  
Blogger Egill said...

hahaha góðar sögur.. ég hef einusinni farið á bretti.. ég fór bara í barnabrekkuna og datt svona 20 sinnum í hverri ferð (þetta var í skíðaferðinni í 10. bekk).. eftir ferðina var ég að drepast í höndinni því ég þurfti alltaf að nota hana til að ýta mér á fætur...
og já ef þú vilt sjá lengstu færslur í heimi þá ferðu á bloggið hans Krumma vinar míns.. guð minn almáttugur

9:31 PM  
Blogger Ásdís Eir said...

Hahahahaha.. VÁ!
Ég er að fara til Ítalíu um páskana og planið hjá mér var nú upphaflega að leigja bretti nokkra daga og prófa for the very first time.. Eeeeen veistu.. það gæti bara vel verið að ég haldi mér við skíðin eftir þessar hrakfallasögur þínar Erna. Ó loooord!

10:45 PM  
Blogger This is all you have to know said...

Þetta er mjög mikil og góð færsla! Og kommentin við hana ekkert slakari. Aumingja Eyþór maður... heppinn samt að fá stólinn í ennið en ekki í tennurnar eða nefið!! Hefði kannski orðið pínu verra... við vorum samt ekki búin að fara 1 ferð þegar þetta kom fyrir!!!
Flugfélagið mitt heitir Bón-air!!! ;)

1:02 AM  
Blogger Erna Blöndal said...

Þú ert nú meiri bastarðurinn Ásdís að vera að fara á bretti í Ítalíu!! Og þó að ég hafi lent í ýmsum vandræðum á brettinu þá væri ég án efa lömuð og tannlaus á fatlaðraheimili ef ég væri skíðaiðkandi.. :/ í staðinn fyrir að snúa upp á mig alla og fá þar að auki skíðin í augað þegar ég dett á skíðum, þá tekur bara mjúkur rassinn af mér fallið þegar ég er á brettinu.. sem er ein af helstu ástæðunum fyrir því að bretti urðu fyrir mínu vali! ;) í það eina skipti er ég datt á skíðum þá dó ég næstum og annað skíðið endaði á Ólafsfirði en af þeim 14653 skiptum er ég hef dottið á bretti hef ég bara slasast einu sinni.. svo að, baby.. stay on the bretts ;)


Elín.. hvort ert þú búin að stofna flugfélag án minnar vitundar sem heitir þessu ljúffenga nafni eða er þetta hluti að verkefninu :O
og já bón-air = AHAHAHAHAHAHAHAHHAHA :)=)

3:21 AM  
Anonymous Anonymous said...

Bón-Air: Inserted anally for your pleasure. ;)
-Skúli

11:43 AM  
Blogger Erna Blöndal said...

HAHAHA.. mmyees... indeed...

5:30 PM  
Blogger This is all you have to know said...

HEYY... Bón-air is good air!

8:47 AM  
Blogger Unknown said...

Hey... og ég er að skrifa ritgerð um hollenska De Stijl hópinn. Sá sem getur fundið einshverja skemmtilega tengingu þarna á milli má skrifa ritgerðina fyrir mig.

2:43 AM  
Anonymous Anonymous said...

Good design!
[url=http://vqwupsdm.com/nmhf/widh.html]My homepage[/url] | [url=http://yurrzezm.com/dzad/vezl.html]Cool site[/url]

3:06 AM  
Anonymous Anonymous said...

Great work!
My homepage | Please visit

3:06 AM  
Anonymous Anonymous said...

Well done!
http://vqwupsdm.com/nmhf/widh.html | http://pzdqwire.com/ahac/khir.html

3:06 AM  

Post a Comment

<< Home