Jólatréssala
Ég varð vitni að magnaðri atburðarás á jólatréssölu Reykjavíkur!
Ég kom þarna í sakleysi mínu til þess að kaupa þetta jólatré sem þeir hafa á sölu en því miður voru þar margir fleiri sem höfðu þessa sömu tilætlan og það var mikilll æsingur fyrir framan jólatrésgeymsluna.. Sá duglegi maður er varð fyrstur að kofanum þegar hann opnaði um morguninn (var búinn að bíða þar alla nóttina með svefnpoka og heitt kakó) bjó sig undir að fá tréð, borga fyrir það og ganga glottandi sigurgönguna að bílnum sínum en svo fór nú ekki.. Feitlaginn maður í leðurjakka ruddist fram hjá honum, lamdi hann í öxlina og staðhæfði að hann hefði verið fyrstur og ætti rétt á þessu jólatré og innan skamms voru þeir komnir í hörkuslag um jólatréð... munnvatn, barrgreinar og leðurtægjur skutust um svæðið! Kona kom þá aðvífandi og ætlaði að nota kvenlega nærveru og innsæi til að stöðva óða karlmennina og hóf að ræða rólega við þá um jólaandann og hvað það væri mikilvægt að elska náungann. Allt kom fyrir ekki og leðurmaðurinn lamdi jólatrénu af öllu alefli í magann á henni svo hún flaug nokkra metra og lá máttvana í götunni. Þá var jólatréssölumanninum nóg boðið enda er hann mikill andstæðingur ofbeldis og greip stóra skóflu sem stóð upp við kofann og barði leðurmanninn í hnakkann þannig að hann lympaðist niður. Allir klöppuðu! Duglegi maðurinn fékk jólatréð sitt og þetta andartak var svo þrungið tilfinningum að allur hópurinn byrjaði að syngja.. algjörlega upp úr þurru...þetta var stórkostlegt og meira að segja Björgúlfur felldi tár! (úr gulli að sjálfsögðu)
Svo fóru allir heim og gerðu sig tilbúna til að mæta á morgun að berjast um næsta jólatré.
En svona í alvöru.. Af hverju getur fólk ekki skrifað JólaTRJÁAsala en ekki jólaTRÉSsala..
Ég kom þarna í sakleysi mínu til þess að kaupa þetta jólatré sem þeir hafa á sölu en því miður voru þar margir fleiri sem höfðu þessa sömu tilætlan og það var mikilll æsingur fyrir framan jólatrésgeymsluna.. Sá duglegi maður er varð fyrstur að kofanum þegar hann opnaði um morguninn (var búinn að bíða þar alla nóttina með svefnpoka og heitt kakó) bjó sig undir að fá tréð, borga fyrir það og ganga glottandi sigurgönguna að bílnum sínum en svo fór nú ekki.. Feitlaginn maður í leðurjakka ruddist fram hjá honum, lamdi hann í öxlina og staðhæfði að hann hefði verið fyrstur og ætti rétt á þessu jólatré og innan skamms voru þeir komnir í hörkuslag um jólatréð... munnvatn, barrgreinar og leðurtægjur skutust um svæðið! Kona kom þá aðvífandi og ætlaði að nota kvenlega nærveru og innsæi til að stöðva óða karlmennina og hóf að ræða rólega við þá um jólaandann og hvað það væri mikilvægt að elska náungann. Allt kom fyrir ekki og leðurmaðurinn lamdi jólatrénu af öllu alefli í magann á henni svo hún flaug nokkra metra og lá máttvana í götunni. Þá var jólatréssölumanninum nóg boðið enda er hann mikill andstæðingur ofbeldis og greip stóra skóflu sem stóð upp við kofann og barði leðurmanninn í hnakkann þannig að hann lympaðist niður. Allir klöppuðu! Duglegi maðurinn fékk jólatréð sitt og þetta andartak var svo þrungið tilfinningum að allur hópurinn byrjaði að syngja.. algjörlega upp úr þurru...þetta var stórkostlegt og meira að segja Björgúlfur felldi tár! (úr gulli að sjálfsögðu)
Svo fóru allir heim og gerðu sig tilbúna til að mæta á morgun að berjast um næsta jólatré.
En svona í alvöru.. Af hverju getur fólk ekki skrifað JólaTRJÁAsala en ekki jólaTRÉSsala..
6 Comments:
Kærar þakkir fyrir þetta blogg. Ég var kominn með ógeð á venjulega blogghringnum mínum og svo fann ég þetta í dag! Nú get ég loksins hætt að lesa skólabækurnar. Aftur: takk!
Hæ Atli! Ég skil þig fullkomnlega.. meira að segja versta rugl verður áhugavert í prófum og mitt blogg fellur vel undir þá skilgreiningu! hahahah (ekki búast við neinu merkilegu fyrr en eftir 22.des því nú er ég komin í MRpakkann hvað varðar vanrækt nám mitt)
Þetta var æðisleg saga.. ég ætla pottþétt að fara í bardagann um jólatréð núna 18. desember.
Fokkins plebbapróf. Arr. Gott að vera loksins búinn og til hamingju Erna, fyrir sama árangur. :)
-Skúli
Well? Núna er komið eftir 22. des.
BLOGGAÐU!!
-Day
Ok. ég kemst í þessa ferð helgina 15. og 16. jan. Á þá ekki bara að drífa sig í að panta bústaðinn?
Og líka. Hvað eigum við að gera um áramótin??
Post a Comment
<< Home