Krakkar mínir..
Ég elska ykkur öll..
...annað í fréttum er að við Jensi minn höfum nú keypt okkur íbúð! Hún er ekki niðri í bæ eins og við héldum fyrst þar sem við fundum loks draumaíbúðina í Kópavogi og gátum bara ekki staðist hana. Þetta er svona "penthouse" og er á 12 hæð og stendur hæst allra bygginga á Reykjavíkursvæðinu og því er útsýnið vægast sagt ótrúlegt. Það er parket á allri íbúðinni nema inni á baðherbergi, eldhúsið er mjög fallegt og opið og svo höfum við líka stórar góðar svalir þar sem þeir sem ekki eru lofthræddir geta grillað og legið í sólbaði ;)
Við vitum ekki alveg hvenær við fáum hana afhenta en það verður a.m.k. innan þriggja mánaða og ég hlakka mikið.. mikið til að fá ykkur í matarboð!
Blómvendir vinsamlega afþakkaðir en peningagjafir leggist inn á reikning 0135-26-2279 ;)
Best að fara aftur að vinna..
...annað í fréttum er að við Jensi minn höfum nú keypt okkur íbúð! Hún er ekki niðri í bæ eins og við héldum fyrst þar sem við fundum loks draumaíbúðina í Kópavogi og gátum bara ekki staðist hana. Þetta er svona "penthouse" og er á 12 hæð og stendur hæst allra bygginga á Reykjavíkursvæðinu og því er útsýnið vægast sagt ótrúlegt. Það er parket á allri íbúðinni nema inni á baðherbergi, eldhúsið er mjög fallegt og opið og svo höfum við líka stórar góðar svalir þar sem þeir sem ekki eru lofthræddir geta grillað og legið í sólbaði ;)
Við vitum ekki alveg hvenær við fáum hana afhenta en það verður a.m.k. innan þriggja mánaða og ég hlakka mikið.. mikið til að fá ykkur í matarboð!
Blómvendir vinsamlega afþakkaðir en peningagjafir leggist inn á reikning 0135-26-2279 ;)
Best að fara aftur að vinna..
14 Comments:
ég elska mig líka.
djamm í kvöld
(...og til hamingju með íbúðina Erna mín)
Ég er búin að segja til hamingju.. en TIL HAMINGJU samt aftur!!! Ég er búin að vera mjög stressuð yfir þessu, kannski ekki jafn stressuð og þið... en stressuð!
Þetta er commentið sem á mjög dularfullan hátt endurtekur sig alltaf....
Ég veit að ég er búin að segja þér þetta en ég geri það bara aftur.. ég var að deyja úr stressi þegar við gerðum tilboð í hana því ég var svo hrædd um að einhver annar næði henni eða að kallinn hætti við að selja.. EN VIÐ NÁÐUM HENNI!!!! Þökk sé ekki síst pabba sem frekjaðist og lögfræðingaðist mikið ;)
Til hamingju, Erna... Og búðu þig undir að fá mjög fáar heimsóknir, þar sem enginn nennir að labba upp 12 hæðir. ;)
-Skúli
uss suss suss, ég óska bara til lukku hérna líka (var búin að því inni á síðunni hennar Ellu)! þetta er gasalega skemmtilegt og spennandi ferli almennt - þegar við keyptum okkar, þá skoðuðum við á miðvikudagskvöldi - gerðum tilboð á fimmtudegi - og skrifuðum undir um hádegi á föstudegi, og fórum svo til Londons (með Ellu) ahhh the gúd ol´deis!
Enn og aftur til lukku - gaman að íbúðast, og það að raða og svoleiðis er nú bara það skemmtilegasta í heimi, án gríns (og að fara til Ammeríku)!
dossa
Ó vá!! Til lukku Erna mín kæra.. Ég er fædd 12. svo ég er því 100% sannfærð um að 12. hæðin sé besta hæðin í öllum heiminum!
Takk kærlega fyrir! Ég er mjög ánægð og hef engar áhyggjur af gestaskorti :) Þið eruð alltaf velkomin í Blásalina.. (eftir að við flytjum inn auðvitað)
Í Blásölum? Númer hvað?
-Day
Blásalir 22 :I Nú was? Þekkiru einhvern þar?
Bwahahaha! Var að muna að Hlynur bjó í Hlynsölum. XD
-Skúli
Já, Jói ghetto býr í númer 18. Hann er stórhættulegur, If I were you myndi ég læsa hurðum og hafa glugga lokaða all the time. Og ekki líta aftur fyrir ykkur á leiðinni út í bíl þegar þið farið út. Fyrir utan það eru Blásalir fínir held ég :)
Annars var þetta nú bara forvitni, ég þekki í raun engan í Blásölum.
-Day
ahahahahahaha.. jói ghettó... hahahahaha..
Já ég skal passa mig ;)
Já veistu.. ég hef heyrt um Jóa ghettó!
Brýtur rúður og bein sér til skemmtunar!
Ég sá hann einmitt í dag.. hann er svo dópaður að þá lá slefslóð eftir hann í kringum húsið og sprautur á 5 metra fresti.. Harður kall hann herra Ghettó
Post a Comment
<< Home