Tuesday, January 31, 2006

Úff hvað er mikið að gera hjá manni þessa dagana! Er að skemmta mér konunglega alla daga í stofukynningu upp í Háskóla fram að kaffi og þá taka við fundir, vesen og tilheyrandi langt fram á kvöld en svoooo...eldsnemma á föstudagsmorgun hefjum við Jensi ferð okkar hinum megin á hnöttinn. Einhvern tíma áður en sú stund rennur upp þarf ég líka að gera huggulegt í Blásvítunni, þrífa Císó og flytja hann og hafurtask til Guðföðursins, pakka og kveðja fjölskyldu og vini + það að vera æðisleg í kosningabaráttunni. *thumbs up*
Þrátt fyrir alla þessa hamingju er þó tvennt sem er að pirra mig þessa dagana.. tvær bólur á hökunni á mér!!! Nú fæ ég blessunarlega ekki oft bólur ( 7 9 13 ) og af hverju í veröldinni þurftu þessar tvær stóru, fallegu, glansandi rauðu bólur að koma þegar ég er í eilífum myndatökum og að kynna mig í öllum kúrsum í háskólanum?? Þetta er sko ekki sanngjarnt. Ég hef verið að reyna að fela þær með ýmsum ráðum en þær eru lúmskar og brjótast í gegnum hvaða meik og krem sem er og verða svo í hefniskyni fyrir tilraunina allar þurrar í kringum "aðalbólusvæðið" þannig að ég verð eins og holdsveikisjúklingur í framan. Ekki það að ég hafi eitthvað á móti holdsveikisjúklingum... Ég ætla ekki að tala meira um bólur né holdsveika svo þið getið haldið áfram að lesa.

Ég kvaddi Elínu Lóu og Snabba á laugardaginn en þau leggja einmitt upp í ferð sína um S-Ameríku í dag og ég óska þeim enn og aftur góðrar ferðar og skemmtunar og benda þeim á að gera aldrei neitt sem Gunnar Eyþórsson myndi gera!

Mig langar að senda samúðarkveðjur til Þorbjargar og fjölskyldu en Matti, hundurinn hennar, dó í fyrradag eftir að hafa verið mikið veikur. Hann var ótrúlegur og einn af gáfuðustu hundum sem ég veit um. Hann skildi alltaf hvað maður var að tala um (mat, göngutúr, hann sjálfan), rosalegur smalahundur sem gat smalað saman hverju sem er og ég sver að hann talaði mannamál stundum þegar hann vældi. Ég mun aldrei gleyma því þegar ég og Þorbjörg vorum að borða köku við eldhúsborðið og hann mátti ekki koma og átti að vera í þvottahúsinu en hann skreið á maganum til okkar yfir stofuna og þröskulda (ótrúlega lúmskur) og ætlaði sér að fá köku.. sem hann fékk auðvitað að lokum. Það verður mjög skrýtið að fara heim til Þorbjargar núna og hafa engan Matta á svæðinu til að knúsa. :(

Þetta endaði með því að verða stór og mikil færsla full af mismunandi efni sem er kannski viðeigandi því ég mun líklegast ekki skrifa hér aftur fyrr en í lok febrúar eða byrjun mars.
Knús til ykkar allra og svo líka innilegar illfygliskveðjur til Dossu sem mun að líkindum eignast litla stúlku á næstu dögum eða á meðan við verðum í Singapore eða Ástralíu. :)

10 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Þakka kærlega fyrir kveðjuna :) og vill bara óska ykkur góðrar ferðar og njótið ykkar í botn!

*knús og góða skemmtun*
-dossa (enn með illfyglið innanborðs) ;-)

5:08 PM  
Blogger This is all you have to know said...

vííí.. gleði gleði!
allskonar gleði í gangi, kosninagleði, dossugleði, útlandagleði!

Svo smá ekki gleði. Ég samhryggist Þorbjörg mín. Svo sár og leiðinlegt :(

5:11 PM  
Anonymous Anonymous said...

Ef bólurnar eru á hökunni og hlið við hlið þá geturðu kannski dulbúið þær sem hökuskarð. ;)

Samhryggist einnig, Þorbjörg.

5:28 PM  
Blogger This is all you have to know said...

Ókei.. þetta er ekkert "smá" leiðinlegt, þetta er hræðilega leiðinlegt!

Kom alltof illa út án þess að vera leiðrétt... fyyrirgefðu!! <:( En þetta var ekki meint illa!

6:20 PM  
Blogger Erna Blöndal said...

Nei sko bólurnar eru einmitt það langt í burtu frá hvor annarri og eiginlega sitthvoru megin við hökuna þannig að hvorug hliðin telst góð.. ég verð því bara að taka staðreyndinni og kynna mig með smá viðbót í kúrsunum:
"Hæ ég heiti Erna, er á öðru ári í lögfræði og er frekar bólótt í augnablikinu"


Eða ekki.. ;)

11:44 PM  
Anonymous Anonymous said...

Safnaðu skeggi. Það svínvirkar! ;)

8:29 AM  
Anonymous Anonymous said...

Ó meeeen. Ég sem var að vona að Matti myndi pull through. :(
Ef þú lest þetta þá samhryggist ég þér innilega Þorbjörg.

-Dagur

7:04 PM  
Anonymous Anonymous said...

Djöfull gleymdi ég partýinu hjá Elínu og Snabba feitt. Svona er að týna gemsanum sínum daginn sem partýið er svo að enginn gat hringt í mig og minnt mig á þetta. Ég er líklegast gleymnasta manneskja í heimi svo næst þegar mér er boðið í partý símleiðis, munið að senda sms líka.

-Dagur

7:05 PM  
Blogger Egill said...

skemmtið ykkur vel úti :)
reyndu samt að koma hingað með Jens fyrst til að sjá píanóið mitt! allavegana fljótlega eftir að þið komið heim

og ég samhryggist þér líka Þorbjörg :(.. frekar ömurlegt

11:02 PM  
Blogger Þorbjörg said...

Jæja, nú eruð þið á leiðinni hinum megin á hnöttinn og ég hitti ykkur ekki aftur í langan tíma... En ég vona að þið skemmtið ykkur vel og takið fullt af æðislegum myndum, því að ég er að reyna að lifa ævintýralífinu sem ég þrái í gegnum ykkur, sjáið þið til... :) Takk fyrir allar samúðarkveðjurnar, þetta er búið að vera mjög tragískt allt saman... :(
En aftur bara góða ferð og góða skemmtun og komiði svo á msn! :)

12:08 PM  

Post a Comment

<< Home