Monday, January 23, 2006

X - A og önnur mál!

Jæja eftir 2 vikur verð ég rétt ólent í Sydney en það er margt sem þarf að gerast áður en ég yfirgef klakann. Kosningar til stúdenta- og háskólaráðs verða haldnar 8.-9.febrúar og er ég þar í fyrsta sæti á lista Vöku til Háskólaráðs. Ég ætlast að sjálfssögðu til þess að þið vinir mínir styðjið mig og félaga mína til sigurs og hvetjið alla til að velja rétt! :)
Hér má skoða betur frambjóðendur Vöku 2006
Image hosting by Photobucket
Áfram Vaka!

Við fórum svo í frambjóðendaferðina í gær og það var alveg frábært í alla staði. Óhugnalega mikið áfengi var drukkið bæði í leikjum, keppnum og almennu stuði, fjöldamet var slegið í pottinum og bjór-gufunni, sungið og spilað á gítar til morguns, sumir kysstust og aðrir sofnuðu undir blautu handklæði eftir misheppnað sængurrán. Ég vaknaði blessunarlega laus við þynnku um 12 leytið með hárið í allar áttir og óupplýst handmeiðsl. Hægri olnboginn er stokkbólginn, blár og marinn og ég get ekki beygt hendina svo fullnægjandi þyki og ég hef í raun ekki hugmynd um hvernig þetta gerðist. Líklegast þykir mér þó að þetta hafi gerst þegar ég stökk með tilþrifum ofan í heita pottinn með skemmtilegum afleiðingum.
Image hosting by Photobucket
Image hosting by Photobucket
Image hosting by Photobucket
Image hosting by Photobucket

Næst á dagskrá er svo póker á miðvikudagskvöld, Rokk-Vaka á fimmtudagskvöld og tryllt partý á föstudagskvöldið.

9 Comments:

Blogger Egill said...

stömnöööng!

ég fæ aldrei að gera neitt skemmtilegt :(

1:34 PM  
Anonymous Anonymous said...

X-Ööööörnah!

3:28 PM  
Anonymous Anonymous said...

Andsk...

3:28 PM  
Blogger Erna Blöndal said...

Hahaha já Skúli þú verður að taka kanínuna á þetta eins og þegar ég fór í Framtíðina ;)

Egill minn... þótt vitað sé að þú sért afburða leiðinlegur þá ertu velkominn á alla atburði Vöku! :) Kemurðu ekki á Rokk-vökuna á gauknum fimmtudagskvöld?? Ég skora svo á ykkur í póker á miðv.kvöld og drykkjukeppni á föstudagskvöld.. MUHAHAHAHA

3:32 PM  
Blogger This is all you have to know said...

Ég er að fara að skila verkefni fyrir næsta föstudag og þetta er bara... svindl!!! Ég kemst aldrei með!! Helv... HR.. verkefni.. heimavinna!

Ég kem amk á föstudaginn svo mikið er víst... OG ÞÚ VERÐUR EKKI HEIMA Á AFMÆLINU MÍNU!!

*grát* *biturð*

:D

7:49 PM  
Blogger This is all you have to know said...

...ég vil fara hinumegin á hnöttinn!

*sjálfsvorkunn*

7:57 PM  
Blogger Erna Blöndal said...

Já Elín þú kemur spottþétt á föstudaginn og varðandi það að vera ekki til staðar með köku og óvæntis á afmælinu þínu þá bæti ég það allt upp með geeeeðveikri ammlisgjöf! :) ÚjEEEEE

8:04 PM  
Anonymous Anonymous said...

Hahahaha! Ég man einnig eftir svari þínu sambandi við kanínuna: "Og núna gleymdust allir fyrrverandi perraskólabræður :\" :D
Flaky verður pottþétt vel glenntur á kjörstað!

9:08 AM  
Anonymous Anonymous said...

hæhæ!!Það er margt að gerast hjá þér maður!! en bið að heilsa , er að fara að sjá úrslitin í idol .
Bæjó
Þín litla systir Brynja

10:51 PM  

Post a Comment

<< Home