Thursday, February 23, 2006

Ég ætla að gera svona eins og allir hinir því þið vitið hvað ég er mikil kind í mér.

Fernt sem að ég hef unnið við:
- Á kassa í Nettó
- Starfsmaður í eldhúsi á elliheimili/hjúkrunarheimili
- Þjónustustúlka á VOX
- Gjaldkeri í banka.


Fjórar bíómyndir sem að ég gæti horft á aftur og aftur:
- LOTR að eilífu
- Bridget Jones´s diary
- Monty Python myndirnar
- Don Juan de Marco.. bara svo góður söguþráður sko!


Fjórir sjónvarpsþættir sem mér finnast skemmtilegir:
- Family guy
- Friends
- Sex and the city
- Allt með David Attenborough stórvini mínum ójá.


Fjórir staðir sem ég hef búið á:
- Löngumýri 20
- Ásbúð 87 (við hliðiná þarna djöfuls dansstelpunni)
- Rjúpnahæð 3
- Blásölum 22


Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum:
- Spánn/Flórída/Krít = afslöppunarfrí í sól og vínlegi.
- Nýja Sjáland.. mikið ferðalag og góður hasar.
- Egyptaland.. aðeins meiri hasar
- Íran.. mun meiri hasar


Fjórar síður sem ég fer daglega inn á:
- mbl.is
- ugla.hi.is
- wulffmorgenthaler.com
- Blogg smogg..


Fernt matarkynst sem ég held upp á:
- Piparsteik a la pabbi.
- Djúsí súkkulaðiköku a la mamma sem úr lekur súkkulaðigums þegar maður setur skeið í hana.. æ þið skiljið. Svo bara allt með súkkulaði.
- Sushi a la Jens. Helst með laxi eða túnfiski.
- Kjúklingabringur a la moi í bbq-sykurlegi og sesamfræum með fetaostasalati og kartöflurétti. (samt mömmuuppskrift en hey)


Fjórir staðir sem ég vildi heldur vera á núna:
- Að kafa við strandir paradísareyju einhverrar með ekkert framundan í nokkra daga nema afslöppun.
- Á leið í road trip um Ástralíu með góðu fólki.
- Í vínsmökkun í Toscanahéraði á Ítalíu.
- Að borða satay-svínakjöt... í Malasíu.
og fleira og fleira og meira ...

17 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Það er ein sería sem er skylda fyrir þig að horfa á: Drawn Together.

4:48 PM  
Anonymous Anonymous said...

Mmm... allur þessi matur hljómar vel. Sérstaklega sushi.

-Dagur

6:05 PM  
Blogger This is all you have to know said...

haha.. já, helvítis dansstelpan! Djöfullinn maður!

Oh ég væri til í að vera annarsstaðar en hér ákkúrat núna! *dreymi dreym*

6:17 PM  
Blogger Erna Blöndal said...

Dagur þú verður að smakka sushi hjá Jensa. Veeery nices! Spurning um matarboð á næstunni ha??

7:51 PM  
Blogger This is all you have to know said...

MATARBOÐ ÞARNÆSTU HELGI!!!
Amk ekki í næstu viku... þar sem ég er nauðsynleg og allt það, þá er eftir næsta föstudag kjörið!!

hoho

8:36 PM  
Anonymous Anonymous said...

Eftir næsta föstudag? Kemur næsti laugardagur þá til greina?
-Dagur

9:55 PM  
Anonymous Anonymous said...

Sushi er overrated.

10:02 PM  
Blogger Erna Blöndal said...

Matarboð er alveg málið!! En skoooo... við Jens verðum búin að vera saman í 4 ár þennan laugardag og ætlum að gera eitthvað gasalega rómantískt bara við tvö! Sorry guys en við værum að tala um feitustu þriðju hjól í heimi sko! ;) En föstudagurinn sjálfur? Áttu að skila á laugardeginum Sprelín? Svo koma auðvitað helgar eftir þessa helgi ef þessi gengur ekki.

12:41 AM  
Blogger This is all you have to know said...

Föstudagurinn sounds fantabulous!

(svo er líka skírn á laugardeginum.. kannski ekki kvöldskírn.. og nei það er ekkert vín... en... æji... pff)

...föstudagurinn sounds fantabulous!

1:12 AM  
Anonymous Anonymous said...

*ræææskj*

(ég er ekki hérna en Ella mín, skírnin er á sunnudag þannig að þú getur alveg búsað á föstudag og laugardag......muhhahahaha!)

Takk fyrir snúlluna mína, hún er eina sem ég þekki sem á ekta frumbyggjastein og er bara 2ja vikna :)

**knús**
dossa

11:18 AM  
Blogger This is all you have to know said...

hohoho... þetta átti að vera sunnudagur!! I knew it.. honestly I did!

(ég vissi það samt :/ )

12:21 PM  
Blogger Erna Blöndal said...

Hahahaha.. Það er gott að litla snúlldýrið er ánægt með steininn! :) En já krakkos við þurfum að ræða þessi matarboðsmál..ég er til í föstudaginn ef einhver annar er það..

3:40 PM  
Blogger Þorbjörg said...

Ef ég gef mér að mér sé boðið... ;) Sem ég að sjálfsögðu geri!! Þá segi ég að föstudagurinn sé alveg hreint tilvalinn... Þar sem ég er að fara í bústað á laugardaginn! :)

10:25 AM  
Blogger Egill said...

ég er að fara í e-ð grand matarboð hjá strákunum á laugardeginum þannig föstudagurinn er góður f. mig...

6:18 PM  
Blogger Erna Blöndal said...

Já nei Þorbjörg þú ert eitthvað að mis sko... við vitum ekki einu sinni um hvaða matarboð þú ert að tala..
*hvísl*Hlaupiði krakkar núna*Hvísl*

JÚÚÚ þér er boðið! :)

4:13 PM  
Blogger Erna Blöndal said...

En þér er hins vegar ekki boðið Egill...

4:13 PM  
Blogger Egill said...

fine, þér er þá ekki boðið í jarðarförina mína >:-|

4:48 PM  

Post a Comment

<< Home