Wednesday, March 01, 2006

Dog sick I tell you!

Þegar ég fór að sofa í morgun um kl.6 var ég ótrúlega hress eftir næturvörutalningu með gelgjum í náttfötum en þegar ég vaknaði þremur tímum seinna við eitthvað sem ég hélt að hlytu að vera rakvélablöð í hálsinum á mér, var ég ekki svo hress. Nú er ég bara sisona komin með hálsbólgu, hita og bölvaðan hausverk sem mælist á jarðskjálftamælum veðurstofunnar. Ég vona að ég sé ekki komin með flensu! Inflúensu jafnvel!! *ógnvænlegt hljóð og andköf*

Einmitt það sem mig vantar.. frekari ástæður og afsakanir til að taka mér frí frá lærdómnum.

Ég neyddist til að skríða fram úr rúminu núna rétt áðan, aðframkomin af hungri og þorsta, og fór fram í eldhús þar sem allt var í rusli og ekki ein einasta skál hrein fyrir núðlurnar mínar... ég var í alvöru næstum því farin fram af svölunum í geðshræringu minni. Mér leið eins og marglyttu á landi.
Þetta bjargaðist sem betur fer og mér tókst að þvo skál af miklum hetjuskap. Guði sé lof. Ég marglyttaðist svo stynjandi aftur inn í rúm með núðlurnar mínar og horfði á einn Simpson´s þátt undir sæng.. Það var nánast allur tíminn sem ég hafði til að vera slöpp í bili því núna eftir hálftíma á ég að vera mætt á fund og svo annan á eftir honum og þá þann þriðja. ÞÁ ætla ég að fara heim og vera aftur veik ef líkami minn verður enn á þeim nótunum auk þess sem ég hef planlagt að hella mér yfir Jens fyrir að hafa verið að hangsa í skólanum þegar hann hefði átt að vera heima að þjóna og vorkenna mér, fárveikri konunni!
Æ mér sýnist ég nú geta séð um vorkunnardeildina sjálf ;)
Image hosting by Photobucket
Guð hvað þetta er skemmtilegt blogg!

** uppfært kl.21:00 sama dag **
Mér leið mun betur eftir fundina þótt undarlegt sé og ætlaði ekkert að kvarta meira yfir slappleika en þegar ég kom heim hafði Jens greinilega vorkennt mér því hann var búinn að elda þriggja rétta máltíð fyrir okkur, þrífa allt og fylla íbúðina af kertum og kósýheitum..! Hann er svo mikið yndi! :)
Nú ætla ég að vera pínu lasin aaaaaðeins lengur og láta knúsa mig.. ;)

10 Comments:

Blogger This is all you have to know said...

Greyið.. grey grey grey....... grey!!

Ég ætla líka að vorkenna mér, ég er að gera viðbjóðsverkefni í dreifðum kerfum. Og ég get ekki beðið eftir að það klárist!!!

7:41 PM  
Anonymous Anonymous said...

Þessi síða er allra meina bót: http://www.generation.nl/~hitoshi/
I liek milk!

8:30 PM  
Blogger Erna Blöndal said...

Æ æ.. verkefni eru leiðinleg og sérstaklega viðbjóðsverkefni :(

Skúli ég þori varla að kíkja á þetta .. :/ Er þetta nokkuð gamalt fólk in action eða e-ð?

5:06 PM  
Blogger This is all you have to know said...

Hver á þumalputtann??

Eða er þetta googlaður þumalputti?

I really need to know!

5:13 PM  
Anonymous Anonymous said...

Nei þetta er voðalega meinlaust, Erna mín. Það er ekki allt kúkur og piss hjá mér þótt þú viljir ekki trúa því. ;)

5:22 PM  
Blogger Erna Blöndal said...

Hahahaha ok Skúli.. sorry! ;)

Ewwwlín.. þetta er gúgglaður putti! ójá.

5:37 PM  
Blogger Erna Blöndal said...

Líður þér betur núna?

5:37 PM  
Anonymous Anonymous said...

Vaknaðiru með gæsahúð í morgun?? ef svo er þá er þetta pottþétt fuglaflensa því gæsahúð er víst fyrsta einkenni hennar skv.öruggum heimildum :)
Þú nærð þessu alveg úr þér um helgina svo þú getir farið að læra með mér á mán! Sí jú Löfa laganemi

7:25 PM  
Blogger Erna Blöndal said...

nei fjúff sem betur fer engin gæsahúð! :/

Já ég verð ógeðslega dugleg í næstu viku sko.. ógeðslega! ;)

8:59 PM  
Anonymous Anonymous said...

Yo I am cool dude man!

9:41 PM  

Post a Comment

<< Home