Myndir II
Eftir að hafa jafnað okkur á þeim 8 klst. tímamun sem er á Íslandi og Singapore var haldið í næstu höfn sem er hvorki meira né minna en 13 klst. á undan Íslandi, Nýja Sjáland. Í Wellington NZ býr Hörður bróðir hans Jens og voru miklir fagnaðarfundir á flugvellinum þar sem þeir bræður hafa ekki hist í 4 ár. Hörður er giftur japanskri konu sem heitir Tomoko og er alveg frábær en ég hafði aldrei hitt á þessum tímapunkti.. Ég hafði bara einu sinni hitt Hörð og það var daginn eftir að við Jens byrjuðum saman og einmitt þann dag var Hörður að flytja hinum megin á hnöttinn.
Ég var því frekar feimin fyrst en það var fljótt að hverfa þegar ég var tekin og knúsuð og heilsað eins og þau í Jensa fjölskyldu eru fræg fyrir.
Það var ein önnur manneskja sem hvorki Jens né ég höfðum hitt áður og það var hún Sólrún Maya, litla frænka hans Jensa.



Hún er tveggja ára og alveg ótrúleg. Hún talar bæði japönsku og íslensku og örlítið í ensku og það var svo gaman að kenna henni eitthvað því það bara límdist við hana. Ef ég sagði bátur og benti á bát þá var mér bent á hvern einasta skip/bát næstu vikuna og fékk að heyra að þetta bæri sko "báddu". Svo strauk hún manni og kjassaði og var á allan máta yndislegt barn.. ekki góð "getnaðarvörn" ;)

Jens var alveg heillaður af þessari litlu frænku sinni og hún af honum.

Bræðurnir Hörður og Jens á útsýnisstað yfir Wellington. (Báðir með hatta úr kengúruskinni sem við kvensur þeirra hlógum mikið yfir)
Tomoko og Sólrún Maya á ströndinni í Wellington.

Hörður og Sólrún Maya á ströndinni.

Útsýnið úr húsinu þeirra Harðar og Tomoko er æðislegt. Reyndar er Wellington frábær borg full af gróðri og brekkum. Bröttum brekkum.. Margir þurfa að leggja bílunum sínum eins nálægt húsunum sínum og þeir geta og taka síðan lyftu restina af leiðinni. Húsið þeirra er mjög ofarlega en við gátum samt keyrt alla leið.

Hinum megin við húsið er burknafrumskógur og úr honum komu margvísleg torkennileg hljóð. Þvílík staðsetning fyrir hús! Við fengum æðislegt veður þessa daga enda hásumar á suðurhvelinu (hávetur á Íslandi). Ég brann m.a.s. á öxlunum því ég gætti mín ekki. Sólin í Nýja Sjálandi er sterkari en á Spáni en það sem blekkir mann er að hitinn verður ekki eins mikill út af sterkum hafvindum.

Wellington. Við urðum mjög hrifin af þessari borg og skiljum alveg hvað starfsfólkið í Lord of the Rings var að tala um núna. ;)
Það eru enn fullt af myndum eftir en það er svo brjálað að gera að ég kem ekki meiru inn núna.. við sjáum til hvernig þetta fer! :)
Ég var því frekar feimin fyrst en það var fljótt að hverfa þegar ég var tekin og knúsuð og heilsað eins og þau í Jensa fjölskyldu eru fræg fyrir.
Það var ein önnur manneskja sem hvorki Jens né ég höfðum hitt áður og það var hún Sólrún Maya, litla frænka hans Jensa.



Hún er tveggja ára og alveg ótrúleg. Hún talar bæði japönsku og íslensku og örlítið í ensku og það var svo gaman að kenna henni eitthvað því það bara límdist við hana. Ef ég sagði bátur og benti á bát þá var mér bent á hvern einasta skip/bát næstu vikuna og fékk að heyra að þetta bæri sko "báddu". Svo strauk hún manni og kjassaði og var á allan máta yndislegt barn.. ekki góð "getnaðarvörn" ;)

Jens var alveg heillaður af þessari litlu frænku sinni og hún af honum.

Bræðurnir Hörður og Jens á útsýnisstað yfir Wellington. (Báðir með hatta úr kengúruskinni sem við kvensur þeirra hlógum mikið yfir)

Tomoko og Sólrún Maya á ströndinni í Wellington.

Hörður og Sólrún Maya á ströndinni.

Útsýnið úr húsinu þeirra Harðar og Tomoko er æðislegt. Reyndar er Wellington frábær borg full af gróðri og brekkum. Bröttum brekkum.. Margir þurfa að leggja bílunum sínum eins nálægt húsunum sínum og þeir geta og taka síðan lyftu restina af leiðinni. Húsið þeirra er mjög ofarlega en við gátum samt keyrt alla leið.

Hinum megin við húsið er burknafrumskógur og úr honum komu margvísleg torkennileg hljóð. Þvílík staðsetning fyrir hús! Við fengum æðislegt veður þessa daga enda hásumar á suðurhvelinu (hávetur á Íslandi). Ég brann m.a.s. á öxlunum því ég gætti mín ekki. Sólin í Nýja Sjálandi er sterkari en á Spáni en það sem blekkir mann er að hitinn verður ekki eins mikill út af sterkum hafvindum.

Wellington. Við urðum mjög hrifin af þessari borg og skiljum alveg hvað starfsfólkið í Lord of the Rings var að tala um núna. ;)
Það eru enn fullt af myndum eftir en það er svo brjálað að gera að ég kem ekki meiru inn núna.. við sjáum til hvernig þetta fer! :)
5 Comments:
Aww! Voðalega er krakkinn sætur í þessum blautbúningi. :D Aldrei segja orðið "paipan" samt nálægt konu bróður Jens. Hvernig fallbeygir maður eiginlega Jens annars?
Floottar myndir.. ég vil fara þangað!!
*biturð.. en samt.. gleði*
.. verkefni eru vond!
Já hún er sko ekkert smá sæt.. og þessi sundbolur er geðveikt sniðugur því hann kom alveg í veg fyrir bruna á öxlum og svoleiðis! :)
Elín.. verkefni eru ekki vond.. þau eru ógeðsleg.
já, þetta er sennilega eitt dúllulegasta barn sem ég hef séð. Og ég hef mikla samúð með öllum sem eru að gera verkefni núna...
Prófatörn! Jööö!
Post a Comment
<< Home