Tuesday, March 07, 2006

Myndir!

Ég ætla að skella inn myndum úr fyrsta hluta þess sem kallað er myndaflóð aldarinnar! :)

Við stoppuðum í Singapore á leið okkar til Nýja Sjálands og líkaði vel! Við höfðum heyrt mikið um að þessi borg væri alveg steríl en okkur fannst hún bara mjög skemmtileg og fyrst og fremst standa veeeel undir nafni sem matarhöfuðborg heimsins. Ójá.. ég fæ alveg vatn í munninn við að hugsa um chilikrabbana og sataykjúklinginn og allt hitt sem við lögðum okkur til munns þarna!

Image hosting by Photobucket
Tekið af skjánum mínum í flugvélinni.. þarna er eins og sést töluvert eftir til Singapore eða svona 11 klst. Þetta var samt alls ekkert leiðinlegt! Allir í flugvélinni höfðu sinn eigin skjá svona eins og þennan, og fjarstýringu með sem þeir notuðu í að velja eitthvað af tugum grínþátta (family guy, simpson, fraisier, friends) og hátt í hundrað bíómynda sem voru frá nýjustu vestrænu hitturunum til Lawrence of arabia og litskrúðugra Bollýwoodmynda. Ég horfði á svona 12 grínþætti, nokkrar bíómyndir og borðaði virkilega góðan flugvélamat.. Bara eins og frekar langt kósýkvöld heima.

Image hosting by Photobucket
Komin til Singapore!

Image hosting by Photobucket
Gamli tíminn og sá nýi mætast í Singapore. Litlu húsin við ána eru allt veitingastaðir af öllum þjóðernum og tegundum. Við Jens tókum heilan dag í það að labba á milli og smakka bara pínulítið af hverju og höfum nú eignast ýmsan nýjan uppáhaldsmat og komist að því að það sem telst sterkt á íslandi er eins og jógúrtssósa þarna. Það kom eldur út um nefið á mér á tælenskum veitingastað þetta kvöld eftir fyrsta bita af kjúklingi í rauðu karrýi.. Mmmmmmmm!

Image hosting by Photobucket
Við fengum okkur Singapore Sling á Raffles-hótelinu þar sem hann var blandaður fyrst um 1920.

Image hosting by Photobucket
Í Singapore rekast á margir menningarheimar og við heimsóttum bæði Chinatown og little India.

Image hosting by Photobucket
Mjög heitt, rakt og mollulegt er í þessari borg og allir með loftkælingar. Þessi bakgata sýndi það vel.

Image hosting by Photobucket
Þessir bátar kallast bumboats hafa verið til á þessu svæði mjög lengi og sigla mikið upp og niður á sem rennur gegnum Singapore.

Image hosting by Photobucket
Við fórum einmitt í einn og það var mjög gaman og gaf okkur aðra sýn á borgina (auk þess sem blærinn var vel þeginn).

Image hosting by Photobucket

Image hosting by Photobucket
Krabbi í chilisósu sem er einmitt núna draumamaturinn okkar... úff hvað það er gott!

Image hosting by Photobucket
Jens hetja með óargadýr á öxlunum! Eins og fólk sér þá stóð honum heldur ekki á sama! ;)

Image hosting by Photobucket
Smá sólbaðspása á paradísarströnd rétt við Singapore.

Image hosting by Photobucket
Image hosting by Photobucket
Fyndið samt að sjá öll risaskipin úti fyrir ströndinni..passar ekki alveg inn í paradísarímyndina! Höfnin í Singapore er ein af stærstu iðnaðarhöfnum í heimi.

Image hosting by Photobucket
Fórum á geðveikt sædýrasafn þar sem maður fór á færibandi undir svona risafiskabúr og hákarlar, sækýr og fleira svamlaði rétt fyrir ofan mann. Very nice!

Image hosting by Photobucket
Ég var mjög ánægð með að hitta Nemo og Dori!
Meiri myndir fljótlega.. ég ætla að fara að fá mér góðan mat! :)

5 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Úúú! Sædýrasöfn! Ég dýrka sædýrasöfn! Reyndar hata ég líka allt fólkið sem treðst fyrir mann, litlu æpandi krakkana og keðjureykingafólkið.

5:45 PM  
Blogger This is all you have to know said...

úúú.. fínar myndir. Sem minnir mig á það.. ég á eftir að sjá þær!!

Ég ræðst til ykkur innan tíðar og fæ að sjá þær!

6:12 PM  
Blogger Erna Blöndal said...

Já Elín þú verður að koma og sjá myndahrúguna.. ;)
Mæli með þessu sædýrasafni Skúli.. svo getur maður fengið að fara ofan í tank þarna sem er fullur af hákörlum og annan sem er með höfrungum. Víst mjög algengt að fólk taki brúðkaupsmyndir og eitthvað soleiðis þar. Við fórum ekki ofan í neitt samt :)

12:21 PM  
Anonymous Anonymous said...

Yay! Við fengum ekki einu sinni að sjá pírahnafiskana mataða á Spáni. >:(

7:41 PM  
Blogger Ásdís Eir said...

Vááááááááááá(anda inn)áááááááááh!!!

4:42 PM  

Post a Comment

<< Home