Minning
Litli nagbangsinn okkar hann Císeró er dáinn.

Hann var búinn að vera veikur í 2 mánuði áður en við urðum að kveðja hann. Þetta byrjaði með því að hann hætti að geta borðað og fór að léttast mikið og við skoðun sást að tennurnar hans voru allar skakkar og ofvaxnar þannig að hann gat varla kyngt. Fyrst leit út fyrir að hægt væri að bjarga honum með aðgerð og tímabundum matargjöfum svo við gerðum það og gáfum honum barnamat úr sprautum. Císó var ótrúlega duglegur og sætur og var eins og pelabarn á sprautunum nokkrum sinnum á dag í næstum allan þennan tíma.

Aðgerðin virkaði þó ekki eins og vonast var til og að lokum gátum við ekki lagt meira á litla grísinn og ákváðum að senda hann þangað sem allt er fullt af holum, grasi og grísakonum. Við eigum samt eftir að sakna hans þó hann sé pottþétt mjög hamingjusamur að vera kominn aftur í Andesfjöllin.

Hann var búinn að vera veikur í 2 mánuði áður en við urðum að kveðja hann. Þetta byrjaði með því að hann hætti að geta borðað og fór að léttast mikið og við skoðun sást að tennurnar hans voru allar skakkar og ofvaxnar þannig að hann gat varla kyngt. Fyrst leit út fyrir að hægt væri að bjarga honum með aðgerð og tímabundum matargjöfum svo við gerðum það og gáfum honum barnamat úr sprautum. Císó var ótrúlega duglegur og sætur og var eins og pelabarn á sprautunum nokkrum sinnum á dag í næstum allan þennan tíma.

Aðgerðin virkaði þó ekki eins og vonast var til og að lokum gátum við ekki lagt meira á litla grísinn og ákváðum að senda hann þangað sem allt er fullt af holum, grasi og grísakonum. Við eigum samt eftir að sakna hans þó hann sé pottþétt mjög hamingjusamur að vera kominn aftur í Andesfjöllin.