Saturday, January 22, 2005

Fjörugir tímar

Það hefur verið mikið í gangi hjá mér síðastliðnar vikur.. mikið og skemmtilegt. Nýja íbúðin var einn helsti orsakavaldur þess en auðvitað líka hin eilíflega bið (að mér fannst) eftir einkunn úr almennri lögfræði, sem var kannski ekki alveg jafn skemmtilegt. Gærdagurinn varð óvænt algjört climax fyrir þetta allt þar sem ég fékk úr prófinu uppúr hádegi og skrifaði undir kaupsamning vegna íbúðarinnar kl.15:00. Þvílíkt stress maður. Ég vissi að einkunnin átti að koma um hádegisbil svo ég kíkti á nokkurra mínútna fresti eftir 11:00 og í hvert skipti varð ég svo æst að ég ofandaði og fékk náladofa í kringum munninn... Þessi tími sem leið á meðan að síðan var að hlaðast inn var óbærilegur. Síðar um hádegisbil (og þremur hálf-taugaáföllum síðar) fékk ég Jens til að vera kíkjari og strax í næstu skoðun stökk hann upp af spennu... einkunnin var komin og ég náði.. flaug í gegn! Ég var ein af 55 sem komust inn en fall var 65%. Ég veit líka um fullt af góðu fólki og félaga úr MR sem náðu og því ætti þetta að verða skemmtilegur bekkur.
En já.. nóg af monti í bili! Nú er sumarbústaðurinn um næstu helgi.. Svo að allir viti þá ert þetta ekki sumarbústaðurinn Rambó sem við ætluðum að fara í fyrst þar sem við frestuðum ferðinni og gátum ekki fengið hann aftur. Þessi sumarbústaður (sem er auðvitað betri) er að sjálfsögðu með heitum potti og alles en í staðinn fyrir að rúm séu fyrir alla þá er bara 1 hjónarúm og svo ein koja fyrir 2 og svo risastórt svefnloft fyllt með dýnum sem er ekki verra. Við skipuleggjum svefnstaði bara seinna. en annars er það bara to sleep where you drop.. :) Þessi sumarbústaður er kannski hálftíma frá Laugarvatni í skógi sem heitir Brekkuskógur og er ótrúlega fallegur staður.

Hef ekki meira að segja í bili en takk fyrir mig í gær kæru vinir! Það var mjög gaman ;)

Friday, January 07, 2005

Krakkar mínir..

Ég elska ykkur öll..

...annað í fréttum er að við Jensi minn höfum nú keypt okkur íbúð! Hún er ekki niðri í bæ eins og við héldum fyrst þar sem við fundum loks draumaíbúðina í Kópavogi og gátum bara ekki staðist hana. Þetta er svona "penthouse" og er á 12 hæð og stendur hæst allra bygginga á Reykjavíkursvæðinu og því er útsýnið vægast sagt ótrúlegt. Það er parket á allri íbúðinni nema inni á baðherbergi, eldhúsið er mjög fallegt og opið og svo höfum við líka stórar góðar svalir þar sem þeir sem ekki eru lofthræddir geta grillað og legið í sólbaði ;)
Við vitum ekki alveg hvenær við fáum hana afhenta en það verður a.m.k. innan þriggja mánaða og ég hlakka mikið.. mikið til að fá ykkur í matarboð!
Blómvendir vinsamlega afþakkaðir en peningagjafir leggist inn á reikning 0135-26-2279 ;)

Best að fara aftur að vinna..