Wednesday, June 28, 2006

Minning

Litli nagbangsinn okkar hann Císeró er dáinn.
Photobucket - Video and Image Hosting
Hann var búinn að vera veikur í 2 mánuði áður en við urðum að kveðja hann. Þetta byrjaði með því að hann hætti að geta borðað og fór að léttast mikið og við skoðun sást að tennurnar hans voru allar skakkar og ofvaxnar þannig að hann gat varla kyngt. Fyrst leit út fyrir að hægt væri að bjarga honum með aðgerð og tímabundum matargjöfum svo við gerðum það og gáfum honum barnamat úr sprautum. Císó var ótrúlega duglegur og sætur og var eins og pelabarn á sprautunum nokkrum sinnum á dag í næstum allan þennan tíma.
Photobucket - Video and Image Hosting
Aðgerðin virkaði þó ekki eins og vonast var til og að lokum gátum við ekki lagt meira á litla grísinn og ákváðum að senda hann þangað sem allt er fullt af holum, grasi og grísakonum. Við eigum samt eftir að sakna hans þó hann sé pottþétt mjög hamingjusamur að vera kominn aftur í Andesfjöllin.

Wednesday, June 14, 2006

Vinna/sofa/vinna/sofa

Nú er ég á kvöld/næturvöktum og geri nákvæmlega ekkert annað en að vinna og sofa.. Ég hitti varla neinn mann nema þá sem ég er að vinna með nema í gær þegar mamma bauð mér í pizzu í hádeginu. Very nice! Jens er sofnaður þegar ég kem heim og ég er sofandi þegar Jens fer í sína vinnu. Fjörugt ástarlíf þar á ferð! Dagarnir eru mislangir hjá mér þó.. stundum kemst ég heim rétt eftir miðnætti en oft er ég á skríða upp í rúm á svipuðum tíma og þegar vekjaraklukkan hjá Jensa byrjar að hringja. Svo sef ég og sef alveg þangað til ég þarf að mæta í vinnuna aftur næsta kvöld. Næ kannski að fara í sturtu ef ég er dugleg. Kvöldvaktirnar líða samt miklu hraðar heldur en dagvaktirnar sem er kostur en ég er fegin að vera bara á þessum vöktum einu sinni í mánuði því maður verður alveg félagslega einangraður. Ég er greinilega algjör félagsfíkill. Pant ekki vera næturvörður!

Jens bauð mér svo á Roger Waters á mánudaginn og það var geeeeðveikt. Geðveikt geðveikt! Ég er enn svo hás að ég kem varla upp orði. Nooo words!
Photobucket - Video and Image Hosting

Jæjas.. best að drífa mig í sturtu og spjalla svo aðeins við Císó sem er minn eini félagskapur þessa dagana.

Tuesday, June 06, 2006

Síðast en ekki síst - afmæliskveðja 3

Hann stórvinur okkar Dagur Bjarnason hélt upp á afmælið sitt á dögunum og sást vel á boðsgestum að um gott teiti var að ræða.
Þrátt fyrir að einhverjar hamingjuóskir hafi verið sagðar um helgina vil ég samt nota tækifærið og óska Degi til hamingju með afmælið sitt í gær!

Photobucket - Video and Image Hosting
Mynd sem Dagur tók af sjálfum sér.. og sjálfum sér..

TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ DAGUR OKKAR!
Megir þú eiga ótal fleiri afmælisdaga með dýrindis rauðvíni, steikum og okkur! ;)

((((AFMÆÆÆLISKNÚÚÚS)))))