Wednesday, September 29, 2004

Ný bók frá Túrkmenbashi


tekið af mbl.is
Dagskrá ríkissjónvarps Túrkmenistans var rofin í gær til að forseti landsins, Saparmurat Niyazov, gæti lesið ljóð sín í beinni útsendingu.

Forsetinn las 40 ljóð sem birt eru í nýrri bók hans. Líkt og þrjár fyrri ljóðabækur höfundar verður sú fjórða skyldulesning í framhaldsskólum. Hið sama á við þekktasta ritverk hans „Rukhnama“, sem fjallar um rétta breytni. Forsetinn er jafnan nefndur „Túrkmenbashi“, sem þýðir „Faðir allra Túrkmena“. Í júní var efnt til alþjóðlegrar ráðstefnu í höfuðborginni, Ashgabat, sem bar yfirskriftina: „Eilífur mikilfengleiki Saparmurat Túrkmenbashi - Forseti gullaldar Túrkmena.“
...
Mér finnst Turkmenbashi alltaf jafn æðislegur.. Ég minnist þess þegar að hann fékk áhuga á tennis og reistir voru tennisvellir hvar sem þeim mátti koma fyrir í Túrkmenistan og þegar hann lét gera stóra styttu af sjálfum sér úr skíragulli sem stendur á helsta torgi höfuðborgarinnar Ashgabat á snúningspalli. Svo eru auðvitað hálfgerðar helgimyndir af manninum út um allt! Hann er sannkallaður faðir allra Túrkmena.

"Þessi útsending er rofin vegna mikilvægra ástæðna.. Ólafur Ragnar Grímsson mun nú lesa nokkur ljóð sem hann var að semja"
Mér dettur helst í hug hversu vel höfuði Davíðs Oddssonar væri komið fyrir á spjóti ef grísinn hefði svona Turkmenbashi-völd.

og svo ég vitni í goðið sjálft:
"I´m personally against seeing my pictures and statues in the streets but that´s what the people want"
- Saparmurat Niyazov, forseti Túrkmeninstan

Friday, September 24, 2004

Nú er ég búin að skoða allar hugmyndirnar vel og átti erfitt með að komast að niðurstöðu um sigurvegara.. Jú Skúli er auðvitað góður kandídat og með óteljandi góðar hugmyndir til þess að klekkja á óvinum sínum en varð eiginlega hálfgeðveikur eftir fyrstu 39 hugmyndirnar(he just kept on going) og missti nokkur stig við það. Eftir að hafa séð glósubunka lagastúlkunnar eye to eye í gær (bókstaflega þar sem hann er svona mannhæðarhár) þá hljómar hugmynd Þorbjargar eins og tónlist í mínum eyrum og einnig finnst mér hugmyndir Daxa mjög áhugaverðar og fæ ég mikla örvun út úr því að hugsa um að halda henni vakandi á nóttunni og lærdómsvana á daginn með píanóglamri. Jens kom líka með góðan punkt í sinni hugmynd sem var að bjóða henni einfaldlega í partýið í kvöld.. það yrði allavega blóðugt..

Eftir mikla íhugun hef ég þó komist að niðurstöðu.. og hér kemur sigurhugmyndin:

Nei, ekki niðurlægja hana. She's not worth it. Gerðu soldið verra sem er sérstaklega í uppáhaldi hjá mér: Ef hún heldur e-n tímann partí, farðu þá á klóið og skeindu þér með öllum tannburstum sem þú finnur! Þá geturðu hlegið í hvert sinn sem stelpan opnar á sér munninn í tímum því þú veist soldið sem enginn annar veit. Af hverju haldiði annars að ég sé immune gagnvart leiðinlegum, niðrandi kommentum frá fólki sem ég hef farið í partí til? Múhahahahaaa!

Dómnefndin óskar Skúla til hamingju með þessa frábæru hugmynd og lofar að vera alltaf vinur hans..

Thursday, September 23, 2004

Afmæli Egils og matarboð

Jæja krakkar! Hugmyndasamkeppnin gengur mjög vel og ég fæ mikla útrás með því að lesa þær hugmyndir sem borist hafa og þegar hún byrjar að tuða í tímum þá læt ég bara ímyndunaraflið sjá um það að klína tyggjói í hárið á henni, skeina mér á tannburstanum hennar og fleira sem ykkur geðsjúklingunum datt í hug. Mjög gott mál semsagt.

En já tilgangurinn með þessari færslu var semsagt að ÓSKA AGLI VIÐARSSYNI HJARTANLEGA TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ SITT (við elskum þig öll rauðhærði maður) og tilkynna frekar hið mánaðarlega matarboð sem verður á morgun og verður haldið í þetta sinn heima hjá stórmenninu Degi Bjarnasyni í Garðabæ. Ég mun gefa nánari upplýsingar símleiðis þar sem ég er hrædd um að partýleitandi vandræðaunglingar Garðabæjar rekist á þessa síðu ;)
Ég er búin að láta alla vita sem eiga að koma þannig að hinir geta bara hætt að spá í hvort þeim sé boðið.. >;) Ég, Elín og Dagur höfum boðist til þess að sjá um matseldina og erum við að spá í að hafa ýmist góðgæti á boðstólnum. Allir eiga þó að koma með 1000kr því þetta er svona samskotsmatarboð fátækra námsmanna. Dagur fær þó að sleppa þar sem hann er jú gestgjafinn okkar. Ef það verður einhver afgangur þá kaupi ég bara áfengi og við gerum ljúffenga bollu sem við eigum saman. Áfengi er annars ekki valkostur heldur skylda. Ef þið hafið einhverjar spurningar hringiði þá bara. Og endilega komið með partýdiska og ég mun koma með Trivialið.. (vara ykkur við sko ég er geðv... nei okey.. ég get aldrei neitt í þessu drasli)


ÞEMALAGIÐ í þessu matarboði til heiðurs Agli hefur verið valið og er það að þessu sinni eitt af uppáhaldslögum afmælisbarnsins The never ending story með Limahl og fólk getur undirbúið dansatriði með því að hlusta á lagið HÉR!

Tuesday, September 21, 2004

Raftingfélagið Ernan kynnir:


Mikil og merkileg hugmyndasamkeppni verður haldin dagana 21.- 24.september 2004
á helsta fundarstað félagsins golfmottan.blogspot.com. Hugmyndirnar skulu snúast um aðferðir sem henta myndu vel til þess að klekkja á leiðinlegu lagastúlkunni sem angrar sjálfskipaðan formann félagsins þessa dagana. Engar takmarkanir eru á illsku og óhugnalegheitum. Vegleg verðlaun eru í boði eða 1/2 l af vodka eða kippa af ísköldum bjór auk þess er skálað verður fyrir vinningshafanum oft og mörgum sinnum í matarboði félagsmanna sem verður um helgina til heiðurs afmælisbarninu Agli Viðarssyni. Vinningshafi mun einnig hafa algjöran forgang á klósett með engum undantekningum.

Hugmyndum skal skila með nafni keppanda í COMMENT fyrir kl. 12:00 að hádegi föstudaginn 24.september. Hver einstaklingur má skila inn eins mörgum hugmyndum og geta er til.

Let the games begin..

Monday, September 20, 2004

Leiðilega lagastúlkan

Það er stelpa ein með mér í lögfræði sem situr 2 röðum fyrir aftan mig og lítur mjög sakleysislega út með liðað hár, gleraugu og almennt frekar eðlileg. En það er hún sko alls ekki! Hún byrjaði rólega, spurði kennarann einhvers öðru hverju og hlustaði annars bara á hann með miklum áhuga. Svo fór hún smám saman að fjölga spurningunum og að ganga upp að kennaranum í frímínútum til þess að spyrja einhvers nánar. Staðan í dag 2 og hálfri viku frá fyrsta tíma er hræðileg! Þessi beygla þegir aldrei!ALDREI!! Ef kennarinn spyr salinn að einhverju þá öskrar hún svarið að honum af fullum krafti til þess að vera örugglega fyrst með svarið og ekki líður meira en mínúta á milli hennar heimskulegu, óþarfa spurninga! Þetta eru ekki venjulegar spurningar manneskju sem vill virkilega fá að vita eitthvað sem hún ekki skilur heldur eru þessar spurningar hennar til þess að allir viti hvað hún sé æðisleg, gáfuð og stórkostleg! (Sem henni hefur greinilega tekist að sannfæra mig um..) T.d. ef að kennarinn er að tala um að í einstaka tilvikum sé hugsað hvað hinn almenni maður hefði gert og það talið rétt, þá heyrist andartaki síðar nagandi röddu "Svona eins og gert er í skaðabótarétti með Bonus Patrus familias??" (e-ð sem við lærum mun síðar) og það fer hörmungarhrollur um salinn. Svona spurningar koma stanslaust allan tímann aftur og aftur og aftur og það eru allir að verða geðveikir. Verst er samt þegar að einhver annar dirfist að spyrja kennarann að einhverju! Hún lætur sér það lynda á meðan spurningarnar eru á réttri leið (að hennar mati sem er ,þrátt fyrir hennar fullvissu um eigið ágæti, alls ekki alltaf rétt) en eins og t.d. í síðustu viku þegar ein stelpan spurði hvort þetta væri svona þegar eitthvað væri svona.. nenni ekki að finna dæmi.. þá heyrðist enn einu sinni þessi nagandi rödd sem við þekkjum svo vel segja. "ohh.. nei nei nei nei..." á meðan að hin stelpan var að tala!
Í dag er okkur skipt niður í umræðuhópa og við eigum að rökræða við hvort annað um hitt og þetta.. Ég bið til guðs að ég lendi með henni í hóp og þá skal ég sko segja henni hvað mér finnst um hana og þessar spurningar hennar!!

OHHHH ég get ekki beðið!!!

Tuesday, September 14, 2004

Perla

Ég hef áður skrifað um hundinn minn hana Perlu.. Ég sagði frá því þegar hún stökk bæði hálfblind og gigtveik fram af kletti í Heiðmörk til að ná í önd sem var á svamli í vatninu fyrir neðan.. Þá nennti ég reyndar ekki að segja ykkur hvað gerðist eftir það en það fór allt vel miðað við aðstæður. Hún auðvitað sá ekkert hvar hún var og synti í hringi í nokkrar mínútur þar til við Jens komum og öskruðum, flautuðum og klöppuðum (hún er hálfheyrnarlaus orðin líka greyið) í átt að henni svo hún áttaði sig á hvert hún ætti að fara og að lokum kom hún til okkar og uppúr.. frekar ánægð með dagsverkið.
Perla er 13 ára og er vön því að koma sér í ýmis vandræði. Þegar hún var nokkurra mánaða hvolpur var hún að fylgjast með okkur, mér og frændsystkinum mínum, æfa okkur (í óleyfi að sjálfsögðu) í því að kasta með veiðistöng þar sem við vorum í sumarbústað á vestfjörðum. Á enda línunnar var ógnvænlegur spúnn með 3 göddum. Þegar eitt okkar var í miðju kasti stekkur Perla skyndilega upp og gleypir spúninn. Hún kyngdi honum og þetta var sko ekkert grín því hann stakkst allur í litla hvolpahálsinn hennar og ég held að ég hafi grenjað stanslaust í heilt kvöld á meðan pabbi var með hana hjá dýralækni. Þarna var ég 6 ára. Henni var ekki meint af þessu þó hún hafi þurft að vera á sterkum verkjalyfjum og fljótandi fæði í vikur.
Hún Perla er traustur hundur og svaf alltaf uppí hjá mér á nóttunni undantekningarlaust þar til ég eignaðist minn fyrsta kærasta (blessuð sé minning þess fífls) og enn þann dag í dag urrar hún hræðilega á Jens og geltir stundum þegar hann knúsar mig eða kyssir í hennar návist svo afbrýðissöm er hún. Hún hefur alltaf skynjað það þegar mér líður illa og kemur þá og kúrir hjá mér og hlustar stórum augum á öll mín vandamál. Hún kom oft með mér á fótboltaæfingar og sat þá bara og beið þar til ég var búin og trillaði svo með mér aftur heim. Einu sinni var ég tækluð svo illa á vellinum að ég lagðist á grúfu og var e-ð að stynja þar (leikaraskapur hvað??) og næsta sem ég veit er að Perla kemur á fullum hraða urrandi og geltandi með skínandi vígtennur og læti og stekkur á stelpuna sem tæklaði mig og býst til þess að rífa hana í sig. Stelpunni bregður og hún dettur og er haldið í gíslingu af Perlu þar til að húsbóndinn (ég) stend upp og róa þennan litla lífvörð minn niður. Þetta var í fyrsta skipti sem ég sá Perlu svona reiða því hún er svona hundur sem leyfir litlum krökkum að draga sig um á eyrunum og þvíumlíkt sem litlu systur mínar stunduðu. En a dog´s gotta do what a dog´s gotta do.. Það versta sem Perla lenti í var samt sumarið 2000 að mig minnnir þegar við öll stórfjölskyldan vorum að veiða í Blöndu. Þeir sem hafa séð hylina í þeirri á vita hversu óhugnaleg hún getur verið með sína háu kletta og hvítfyssandi strauminn. Perla var semsagt með okkur eins og vanalega í þessari veiði og var bara að vagga um á bökkunum með hinum gamalmennunum í fjölskyldunni. Þá var hún komin með mikla gigt. Allt í einu tekur hún eftir því að pabbi er kominn yfir á hinn bakkann að veiða. Hún fer fram á brúnina til þess að skoða málið og við vitum ekki alveg hvað gerðist annað en það að allt í einu er hún komin ofaní hvínandi hringstrauminn í hylnum fyrir neðan að berjast fyrir lífi sínu. Við fengum öll áfall og hlupum um bakkana og vissum ekkert hvað við áttum að gera því 5 metra hnífbrattir klettar voru fyrir ofan ánna. Perla synti og synti en ekkert gekk og að lokum fór hún að fara meira og meira ofan í vatnið og það var vægast sagt hræðilegt að horfa upp á hundinn sinn bókstaflega að drukkna fyrir framan sig, ylfrandi og fnæsandi og geta ekkert gert. Að lokum ákvað ég að ég gæti þetta ekki ég færi ofaní en var stöðvuð því auðvitað hefði ég bara farið að fljóta þarna um líka. Allir voru farnir að öskra á hvern annan og enginn vissi hvað væri hægt að gera. Þá var hún farin að fljóta í hringi þarna í hylnum og kom ekkert lengur upp til að anda. Þá fékk pabbi nóg og náði í veiðistöng. Hann klifraði eins nálægt og mögulegt var og kastaði þá spúninum yfir Perlu svo hann kræktist í bakinu á henni. Þá var hún orðin alveg meðvitundarlaus þannig að það kom ekki að sök. Hann reyndi að mjaka henni út úr straumnum og það tókst eftir 2 tilraunir og hundurinn okkar sökk ofaní ána og fór niður með henni. En pabbi hafði skipulagt þetta og á hinum bakkanum var vinur pabba og veiðifélagi komin á harðasprett niður eftir ánni. Svona km neðar stökk hann svo niður í ánna og festi sig með því að setja háf (notaður til að ná upp fiskum) á klett í ánni. Svo greip hann Perlu í annan háf þegar hún flaut framhjá. Hinir kallarnir í fjölskyldunni komu til aðstoðar og brátt voru bæði hetjan og Perla komin upp á bakkann. Fyrst lá hún bara þarna alveg í 2 mínútur og ég man ég fann vonleysið stinga mig í hjartað.. svo allt í einu fór hún að hósta upp úr sér vatni og það engu smá og þeegar ég var loksins komin yfir á hinn bakkann (það tók korter að keyra þangað og það var eina leiðin) var hún orðin stálhress. Hún er ótrúleg hún Perla og mér þykir svo vænt um hana og allt hennar vesen.

Í síðustu viku sagði dýralæknirinn okkur að það væri kannski best að fara að svæfa hana bráðlega því hún er nú orðin gömul og veik. Ég trúi ekki að það sé að fara a gerast og finnst það óendanlega leiðinlegt.

Thursday, September 09, 2004

nýtt nýtt

jæja þá er nýtt tímabil hafið í lífi mínu... blogspot-tímabil!

Ég skar mig geðveikt á puttanum áðan eða nánar útskýrt alveg yfir fingurgóm vísifingurs vinstri handar og því tók þessi annars stutta færsla langan tíma þar sem hann var óvirkur.. góð byrjun ;)