Tuesday, December 28, 2004

Gleðileg jól

Gleðileg jól elsku vinir mínir og farsælt komandi ár.. takk fyrir allt liðið..
Ég sendi engin jólakort þetta árið frekar en þau fyrri svo þið látið ykkur þetta duga ;)

Sumarbústaðurinn okkar er pantaður 12-17 janúar og það er nóg pláss fyrir góða vini.. það eru 8 rúm, smá svefnloft og svo svefnsófar og dýnur líka.. svo getur Elín bara sofið í pottinum ef þörf er á! Ég og Jens ætlum að fara á miðvikudagskvöldinu og hvílast þar til þið komið á föstudeginum þannig að þið getið mætt hvenær sem er þann dag.. það eru 8 sængur og koddar í bústaðnum og hinir verða að koma með eigið dót.. Fyrstir koma fyrstir fá og því fá Elín, Þorbjörg, Dagur, Gunni, Ég og Jens, Egill og Elín lóa sængurnar og koddana.. hí á ykkur hina!
Að sjálfsögðu þurfa allir að koma með sundföt í pottinn, áfengi og grillmat..
Já þá er það ákveðið og allir komast pottþétt er það ekki???
Hvað varðar gamlárskvöld.. eigum við ekki að hittast vinirnir í smá pörtý? Ég veit ekki hvar.. og ekki hvernig en ég veit það yrði gaman og ekki verra ef við myndum taka aðeins í Singstarið hans Egils!

Einhver með laust húsnæði undir partýhald á gamlárs?? Ef svo er.. let us know hun!

Wednesday, December 15, 2004

Jólatréssala

Ég varð vitni að magnaðri atburðarás á jólatréssölu Reykjavíkur!
Ég kom þarna í sakleysi mínu til þess að kaupa þetta jólatré sem þeir hafa á sölu en því miður voru þar margir fleiri sem höfðu þessa sömu tilætlan og það var mikilll æsingur fyrir framan jólatrésgeymsluna.. Sá duglegi maður er varð fyrstur að kofanum þegar hann opnaði um morguninn (var búinn að bíða þar alla nóttina með svefnpoka og heitt kakó) bjó sig undir að fá tréð, borga fyrir það og ganga glottandi sigurgönguna að bílnum sínum en svo fór nú ekki.. Feitlaginn maður í leðurjakka ruddist fram hjá honum, lamdi hann í öxlina og staðhæfði að hann hefði verið fyrstur og ætti rétt á þessu jólatré og innan skamms voru þeir komnir í hörkuslag um jólatréð... munnvatn, barrgreinar og leðurtægjur skutust um svæðið! Kona kom þá aðvífandi og ætlaði að nota kvenlega nærveru og innsæi til að stöðva óða karlmennina og hóf að ræða rólega við þá um jólaandann og hvað það væri mikilvægt að elska náungann. Allt kom fyrir ekki og leðurmaðurinn lamdi jólatrénu af öllu alefli í magann á henni svo hún flaug nokkra metra og lá máttvana í götunni. Þá var jólatréssölumanninum nóg boðið enda er hann mikill andstæðingur ofbeldis og greip stóra skóflu sem stóð upp við kofann og barði leðurmanninn í hnakkann þannig að hann lympaðist niður. Allir klöppuðu! Duglegi maðurinn fékk jólatréð sitt og þetta andartak var svo þrungið tilfinningum að allur hópurinn byrjaði að syngja.. algjörlega upp úr þurru...þetta var stórkostlegt og meira að segja Björgúlfur felldi tár! (úr gulli að sjálfsögðu)
Svo fóru allir heim og gerðu sig tilbúna til að mæta á morgun að berjast um næsta jólatré.

En svona í alvöru.. Af hverju getur fólk ekki skrifað JólaTRJÁAsala en ekki jólaTRÉSsala..

Tuesday, December 07, 2004

Smirnoff Helgason

Ég og Jens ætlum að drífa okkur í huggulega sumarbústaðaferð einhvern tímann í janúar í alveg æðislegan risabústað með 4 herbergjum, heitum potti,og útsýni yfir Borgarfjörðinn.. og ekki spillir fyrir að við bústaðinn er stórt vatn með árabátum og veseni! Mjööög huggulegt. Við ætlum að taka með okkur góðvini vora Smirnoff og Bjórunni og einn skiptinema frá Mexíkó sem ég hef ekki hitt lengi. Planið er mjög einfalt... sofa.. grilla.. fara í pottinn.. vaða í vatninu og hrinda Jens út úr bátnum í því miðju.. fara aftur í pottinn.. grilla meira... drekka skiptinemann.. og þannig getur þetta haldið áfram! Eina sem okkur vantar er hrúga af góðum vinum til að fylla öll herbergin sem við höfum..

Sjálfboðaliðar hafi samband við yfirsumarbústaðanefnd eða Bjórunni.

ps. bústaðurinn hefur fengið nafnið Eiríkur Birkir Rambó

Wednesday, December 01, 2004

I made a Quiz for you! Take my Quiz! and then Check out the Scoreboard!

jæja þá rennur stund sannleikans upp..

ég mun lemja alla sem fá undir 50.. nema ég þekki þá ekkert auðvitað..