Friday, May 27, 2005

Michael Bolton á leiðinni til landsins!

Ég fæ alveg gæsahúð af spenningi!!
"WHEN A MAAAAAAAN LOVES A WOMAAAAAAN...."

Nú fer að styttast í raftingferðina og allir eru búnir að borga nema.. Þooooorbjööörg.. og fær hún því slugsaverðlaunin í ár!
- Tobba.. þú hefur sólarhring og svo er það bara borvélin! ;)

Gunni Eyþórs heldur upp á ammlið sitt á morgun sem er einn af stórviðburðum ársins eins og allir vita en þetta árið verður frábrugðið hinum að því leyti að við Elín verðum ekki á svæðinu! Hrikalegt! Skipulagsleysi aldarinnar.. Við verðum á fyllebytteríi í Vestmannaeyjum ásamt VÖKU-fólkinu mínu en sendum mikla áfengis- og dansstrauma. Við bætum ykkur þetta með dansdrykkjumaraþoni í Skagafirði!

ÚJE!

Sunday, May 15, 2005

Það er geðveikt að vera búin í prófum..

Og ekki verra að fá svona veður daginn eftir!

Tuesday, May 10, 2005

Ef það er eitthvað sem einkennir minn lærdómsstíl þá er það "gulrótarfíknin". Ég verð alltaf að hafa eitthvað skemmtilegt sem bíður mín ef ég þoli við nokkrar klukkustundir af glósum og dómum. Ef ég klára þetta fyrir þennan tíma þá fer ég með Elínu í ísbíltúr o.s.frv.. Ef engin gulrót er til staðar þá get ég alveg eins gleymt öllum árangri vegna eirðarleysis og leiða. Í stúdentsprófunum var það ákveðinn flugleikur og síðustu jól horfði ég á bút af lengdri útgáfu Hringadrottinssögu hvert kvöld. Þetta verður að vera.

Þetta vor er gulrótin alveg sérstaklega góð. Í afmælisgjöf frá Jensa fékk ég nefninlega The complete series með David Attenborough á tugum DVD-diska sem innihalda meðal annars 13 þátta seríuna Life on earth og ég horfi á öll kvöld þessarar prófatarnar.
Image hosted by Photobucket.com
Þessir þættir eru bara bestir! Þeir eru frá 1979 og David er þarna ungur og hress (ekki það að hann sé það ekki enn í dag) að vesenast óendanlega mikið um lífríkið í þröngum buxum og var einmitt í gærþættinum í dýrindis sundklæðnaði sem ég hló mikið að. En milli þess sem ég hlæ að liðinni tísku þá gapi ég yfir myndunum sem þeir ná og dáist að einlægninni sem mér finnst skína úr augum minns ástsæla Davids. Svo elska ég hvernig hann talar. Ég elska hann. Elska hann, þættina hans og bækurnar.

Ég er að hugsa um að horfa næst á The blue planet sem á að innihalda alveg mögnuð neðansjávarskot. Image hosted by Photobucket.com

Jens fær mörg prik fyrir þessa afmælisgjöf!

Wednesday, May 04, 2005

Le Raftinge

Komið hefur í ljós að Þorbjörg getur engan veginn fengið frí í vinnunni sinni 10.-12.júní. Þá er í raun aðeins eitt eftir í stöðunni og það er að fara á fimmtudeginum 16.júní í Skagafjörðinn og leika okkur í bústað, fagna sautjándanum saman daginn eftir og fara svo í rafting á laugardeginum og heim á sunnudeginum.
Við viljum helst fara þegar allir komast svo látið okkur vita hvernig þessi helgi hljómar fyrir ykkur.
Ykkur = Elín, Þorbjörg, Egill, Gunnar (ég veit um mig,Jensa og Daxa)
Ég og Jensi komumst ekki helgina eftir þessa (24.-25.júní) og helgina þar á eftir verður Hróarskelda.

Annars þá verðum við bara að fara seinna í júlí..