Thursday, October 21, 2004

NaNoBlogMo

Það gleður mig að tilkynna yður að vér höfum eignast nýjan bloggvin! Elín Helga, öðru nafni Spanky, hefur nú hafið skriftir á síðunni kunigund.blogspot.com

Síðan er svona leyndó eins og mín og bara svona hjólhýsapakk eins og þið sem fáið að vita af henni. Hún er stórglæsileg..innanpíkubleik og falleg og því held ég að óhætt sé að búast við miklu!

Nú á ég fullt af bloggvinum.. kann samt ekki að gera svona lista en ég reyni að vinna úr því bráðlega þegar ég er ekki í svona vondu skapi af því að langa færslan mín sem ég skrifaði áðan datt út og er óendurheimtanleg úr viðjum internetskrímslisins og því hefði ég þurft að skrifa allt aftur en ég nennti því ekki.. Stundum hata ég tölvur!
En endilega kíkiði á síðuna hjá Ellu!

Sunday, October 17, 2004

Fundur Fundur úlfhundur..

Hellú og takk fyrir í gær! Mjög gaman þrátt fyrir mikla þreytu í mér.. ég varð mjög hissa þegar ég leit á klukkuna þegar ég kom heim og hún var hálf fimm! Ég hélt hún væri í mesta lagi tvö ;)

En já nú er komið að því að við þurfum að hefja undirbúning raftingferðarinnar svo við getum valið okkur besta tímann og svona! Við þyrftum líka helst að skella okkur aftur í Jökluna okkar til æfingar.. Ég talaði við raftingbrjálæðingana þar og þeim fannst þetta mjög spennandi og buðu okkur að fá tvær ferðir fyrir eina og veita okkur nánari leiðsögn. Þeir eru mjög góðir gaurar og mundu vel eftir okkur rugludöllunum og sérstaklega Elínu sem réri alltaf í vitlausa átt og okkar frábæra leiðtoga Gunna "Next time I´m going to hit you" Eyþórssyni.

Um næstu helgi verður haldinn fundur um þetta mál heima hjá Degi Bjarnasyni og mun ég þá koma með allar þær upplýsingar sem ég hef aflað.
Þetta verður ekki dýrt! Flugið er um 60.000 og svo er allt svo hræódýrt þarna að 6 daga raftingferð með mat, gistingu , kokki, guideum, og öllu er á um 20.000. Svo þurfum við að borga fyrir rútu upp í fjöllin og fleira smávægilegt auk þess að sniðugt er að kaupa líftryggingu. :/
Nei nei..smá spaug.. áin sem ég held að sé sniðugust fyrir okkur er Marshyangdi sem er stig 4+.. aðeins erfiðari en jökulsá eystri.. Eini munurinn er að það eru fleiri rapids í takt við the green room heldur en hér á Íslandi og mun minna um rólega kafla til hvíldar! But that´s the way we like it right??

Skoðið þessa síðu hér: rafting in nepal
áin sem ég vil heitir Marshyangdi sem er..
"Raging River" in the local dialect aptly describes one of the best whitewater runs in the world

Svo hittumst við bara öll um næstu helgi og ákveðum hvenær líklegast er að allir eigi 100.000 kjéll. ;)

Wednesday, October 13, 2004

*DÆS*
Þið eruð fámennur en kröfuharður og ótrúlega blaðurgjarn leshópur! Ég er nú búin að vera í lærdómskasti um tíma og því hefur ekkert merkilegt gerst sem ég gæti hugsanlega sagt frá hér og ekki viljum við að þetta blogg leggist eins lágt og sum önnur sem setja inn 34 lína færslu um litinn á tannburstanum sínum.. minn er appelsínugulur.. Jæja þá er það afgreitt!

Ég ætla samt að gerast svo djörf og setja inn mjög persónulega vídeóklippu núna þar sem ég er guð tækninnar o.s.frv... Það geri ég einungis þar sem að það vita fáir um þetta blogg og ég kann ágætlega við ykkur öll sem lesið það (auk þess sem ég hef eitthvað á ykkur öll.. svona ef ske kynni)
Vídeóið fengum við sent núna í sumar frá systur pabba sem býr í Svíþjóð og á strákinn Gulla sem er jafnaldri minn. Þetta myndband finnst mér mjög fyndið því ég er svo lík sjálfri mér að það er ótrúlegt þar sem ég aðeins rétt 1 og 1/2 árs gömul þegar það er tekið.. jæja dæmið sjálf!

Skoða myndband af smækkaðri Ernu HÉR

Sunday, October 03, 2004

Túristar

Í fyrradag sá ég 3 japanska ferðamenn með myndavélar tína sveppi á umferðareyju á Bústaðarveginum.. Sveppirnir voru allir vel þroskaðir, afskræmdir og svartir.