Tuesday, November 29, 2005

Varúð.. tilfinningaflóð!

Ef mér fyndist kjöt ekki svona óþægilega gott þá myndi ég samstundis gerast grænmetisæta. Kannski ég verði það einhvern tíma í framtíðinni.

Framtíðin. Þegar ég hugsa um þá framtíð sem mig dreymir um þá sé ég sjálfa mig ekki í einhverri ákveðinni stöðu, með fullar hendur fjár, umkringd börnum eða nokkuð annað heldur fæ ég ákveðna tilfinningu. Ég hef alltaf fundið fyrir þessari sömu tilfinningu þegar ég hef látið mig dreyma um framtíðina og ég vona að ég eigi einhvern tíma eftir að komast að því fyrir hvað hún stendur. Veit einhver um hvað ég er að tala? Það er mjög erfitt að útskýra þetta en þessi tilfinning er mjög sterk og mig langar svo heitt að upplifa hana en ekki bara dreyma um að finna hana. Nei.. ég get ekki útskýrt þetta. Þetta er tilfinningin sem ég vil fá úr lífinu. Ákveðin lífsfullnæging.
Ég hef fundið fyrir öðrum svipuðum tilfinningum eins og þegar ég var lítil og dreymdi um að ferðast um allan heim þá fékk ég spenning í magann og hlakkaði til að upplifa þessa tilfinningu sem ég gerði svo síðar og þá tilfinningu fæ ég svo í hvert skipti sem ég stíg upp í flugvél á vit ævintýranna.
Ég fékk einnig merkilega tilfinningu uppfyllta þegar ég kynntist Jens. Tilfinninguna sem ég fékk þegar ég lét mig dreyma um ótrúlegan mann sem ég gæti lifað skemmtilegu ævintýra- og ástríku lífi með..
Ég get því ekki annað en beðið og vonað að þessi tilfinning mín um framtíðina rætist eins og hinar hafi gert.

Ég man líka vel eftir tilfinningunni (svo við höldum áfram á þeirri braut) sem sló mig í andlitið þegar ég kynntist Elínu, leiðinlegu dans-stelpunni í næsta húsi.
Image hosted by Photobucket.com
Ég var alveg forviða á því að hún hefði leynst í Garðabænum allt mitt líf án þess að ég hefði áttað mig á því. Ég gleymi aldrei okkar fyrsta samtali sem snérist um nýfundnar dularfullar eyjur í Kyrrahafinu og ættbálka þeirra.. You got me on hello... ;)
Ég er svo afskaplega þakklát fyrir allt sem ég á.. frá bestu fjölskyldu og vinum sem hægt er að eiga til sætasta naggríss í heimi!
Image hosted by Photobucket.com
Þessari tilfinningaríkustu færslu áratugarins er nú lokið..

Friday, November 18, 2005

Cíceró hefur fyrirgefið móður sinni að lokum!

Image hosted by Photobucket.com

Sjáiði bara hvað hann er lítill og sætur.. soldið líkur pabba sínum held ég!

Thursday, November 17, 2005

Enn eitt próf..

Your Career Type: Enterprising

You are engertic, ambitious, and sociable.
Your talents lie in politics, leading people, and selling things or ideas.

You would make an excellent:

Auctioneer - Bank President - Camp Director
City Manager - Judge - Lawyer
Recreation Leader - Real Estate Agent - Sales Person
School Principal - Travel Agent - TV Newscaster

The worst career options for your are investigative careers, like mathematician or architect.


Jæja.. ég virðist vera á réttri leið! Sátt með stærðfræðiathugasemdina þarna í lokin ;)

Tuesday, November 15, 2005

Brrrrrr...

Eins kósý og rómantískur veturinn getur verið þá er fátt erfiðara en að skríða undan hlýrri sænginni, klæða sig í larfana og hlaupa út í frostið. Enn verra er ef þarf að skafa af bílnum og snjórinn bítur mig í puttana og fer inn í ermarnar. Í dag þurfti ég að skafa af bílnum að utan sem innan. Hvað er málið með það?
Svo er bíllinn ískaldur og puttarnir frjósa fastir við stýrið. Glæsilegt.
Image hosted by Photobucket.com

Sunday, November 13, 2005

Hvaða tröll ert þú..?

Tók enn eitt prófið á netinu og í þetta skipti hvaða tröll ég væri. Djísus hversu langt maður gengur til að sleppa við lærdóm..
Þetta kom semsagt út úr prófinu hjá mér:


Partítröll


Þú ert nýjungagjörn, tilfinningarík félagsvera.

Partítröllið fylgist vel með nýjustu straumum og stefnum hvort sem um er að ræða föt, tónlist eða græjur. Það eru 74.5% líkur á því að það eigi iPod, 61% líkur á því að það eigi Fred Perry póló bol og 96% líkur á því að það eigi Adidas skó. Partítröllinu finnst The OC vera skemmtilegur þáttur.



Partítröllið er vinsælt - eða telur sig að minnsta kosti vera það. Þótt margir laðist að því eins og flugur að mykjuhaug eru aðrir sem eru ónæmir fyrir þokka þess og enn aðrir sem hafa jafnvel ofnæmi fyrir því. Það eru þeir sem eru í eldhúspartíinu á meðan partítröllið hristir rassinn og baðar út öngum á dansgólfinu.



Þegar gamaninu slotar er partígríman þó fljótt tekin niður og undan henni kemur viðkvæma blómið sem partítröllið raunverulega er.


Hvaða tröll ert þú?


Jájá.. próf segiði?

Thursday, November 10, 2005

Vangaveltur

Það er búið að vera svo brjálað að gera hjá mér að mér þykir það ekki sniðugt lengur! Ég vildi að maður gæti stöðvað tímann aðeins og nýtt hann í eitthvað gagnlegt og gaman. Ég þyrfti t.d. nokkra auka daga til að læra fyrir prófin sem nálgast á fljúgandi ferð, smá auka tíma til að hitta vini mína og fjölskyldu og knúsa Jensann minn og Císó og svo keeennski einhverja klukkutíma í hangs og dúllerí! Það væri agalega notalegt. Svo væri ég til í að komast í feitt bað. Ekki það að ég hafi ekki farið í bað lengi heldur hef ég ekki farið í baðIÐ lengi. Heima hjá mömmslu minni og pabba er nefninlega besta bað í heimi með 6 nuddstútum og legusæti og þar getur maður legið klukkutímum saman í froðukómi.
Það versta við þetta allt saman er að líf mitt er ekki að fara að róast á næstunni. Frekar í hina áttina þar sem skólinn heimtar sinn tíma líka. En svo koma jólin eftir þetta allt saman. Ahhhhh jólin. Ég hlakka svo til að ég finn kanil- og grenilykt af öllu sem ég sé. Mig langar að gera konfekt, smákökur og karamellur, skreyta íbúðina hátt og lágt með skrauti, greni og logandi hreindýrum (orð móður minnar), horfa á jólamyndir með mínum kærustu, kjafta við arininn og drekka heitt súkkulaði við kertaljós. Já Jólin sko. Svo verða þetta kannski engin jól þetta árið ef maður ákveður að vinna. Aðfangadagur og gamlárs er á laugardegi svo að það er bara frí á mánudeginum 26.des yfir allar hátíðirnar sem er hræðilegt! Það eru reyndar eins og í öllum aðstæðum bæði kostir og gallar. Gallinn er að sjálfsögðu það að ekkert verður úr jólunum, besta tíma ársins en kosturinn er svo að allri þessari vinnu fylgja peningar sem námsmenn sjá sjaldan of mikið af. Erfið ákvörðun en ég hallast að því að sleppa vinnunni og njóta jólanna þar sem ég hef unnið svolítið á þessari önn og á alveg ofaní mig og á. Já.. ég held það bara..
Image hosted by Photobucket.com