Thursday, March 30, 2006

Jább..

Image hosting by Photobucket
Image hosting by Photobucket
Image hosting by Photobucket
Image hosting by Photobucket
Image hosting by Photobucket
Image hosting by Photobucket

Wednesday, March 29, 2006

Liggur í loftinu..

Við Jens erum búin að hafa það alveg agalega rómantískt og menningarlegt síðustu vikur.
Image hosting by Photobucket
Við áttum eins og margir vita "samvistarafmæli" í byrjun mars og fórum af því tilefni út að borða á Kínahúsið við Lækjargötu sem brást ekki frekar en fyrri daginn. Þar plönuðum við margar ferðir, veifuðum fólki út um gluggann og deildum um það hvort mörgæsir hefðu hné og fleira. Kósý kvöld í alla staði sem endaði í miklum hressleika með Degi, Elínu, Mörtu og Steini í karókí á Gauknum.
Við vorum svo það heppin helgina eftir að fá gefins miða frá foreldrum Jensa á lokasýningu á óperunni Öskubusku. Ég hef bara sjaldan skemmt mér jafn vel! Við sátum á fremsta bekk og vorum óspart notuð sem hluti af sýningunni, syngjandi þjónar sópuðu undan löppunum á okkur og mikið söngeinvígi fór fram beint fyrir framan sætin. Ég grét af hlátri allan tímann.
Það kom síðan loksins að því síðasta fimmtudag að við Jens og Dagur skelltum okkur á tónleika hjá Sinfóníunni en ég hafði beðið lengi eftir þessum tónleikum. Við Jens höfðum það að sjálfsögðu agalega kósý og fórum út að borða fyrir tónleikana. Tónleikarnir sjálfir voru frábærir og nutum við þeirra alveg í botn. Sænskur píanóleikari lék einn af uppáhalds píanókonsertunum hans Jensa sem er eftir Sjostakovítsj og stóð hann sig mjög vel þrátt fyrir örlitla ofnotkun á pedölunum að mínu mati. ;) Sinfónían flutti einnig 9. og 10.sinfóníu Sjostakovítsjar og það var svo vel gert hjá þeim að ég var enn með gæsahúð þegar ég fór í bílinn.
Á laugardaginn síðasta var ég á ráðstefnu hjá Stúdentaráði HÍ þegar systir hans Jensa hringir í mig og segist ætla að gefa okkur gjafabréf á Argentínu steikhús sem þurfi að nota kvöldið eftir (sunnudagskvöldið). Nína Þorbjörg litla frænka Jensa er eitthvað erfið og foreldrarnir komast ekki. Við Bens hinsvegar erum alltaf til í rauðvín og nautalundir og eigum engin börn sem valda okkur vandræðum nema þá kannski Císó en við fylltum búrið hans bara af spínati og fórum.
Image hosting by Photobucket
Við Jens með litla vandræða-dýrinu henni Nínu Þorbjörgu.

Gjafabréfið var uppá þriggja rétta máltíð fyrir tvo og titlarnir á réttunum hver öðrum girnilegri, frumlegri og lengri. MMMmmmmmmm
Í Forrétt var Svepparisotto með truflusósu og blönduðum sveppum.. Í aðalrétt var nautalund í púrtvínsgljáa með einhverju dramatísku sem ég man ekki og í desert var yndisleg heit súkkulaði kaka með mjúkum blautum kjarna og ís.
Þessu var svo öllu skolað niður með dýrindis rauðvíni frá Chile.
Þetta er eitthvað sem maður ætti að gera á hverjum sunnudegi.. í alvöru! Breytir algjörlega annars þessum leiðindadegi. Þetta var æðislegt og við þökkum Steinunni og Árna kærlega fyrir okkur! :)

Eins og ég sagði áður þá hafa síðustu vikur verið frábærar og fullar af góðum mat, kokteilum, víni og menningu en nú þarf ég að vera virkilega dugleg í eina og hálfa viku til að koma mér á rétt ról og þá fljúgum við í sólina og hitann..

I loik it

Tuesday, March 28, 2006

Sumar óskast.. NÚNA!

Fyrsta prófið mitt er 28.apríl og það seinasta er 11.maí. Jafnframt eru þetta einu prófin mín en þau eru þó bæði 7 einingar. Ég er geðveikt ánægð með þessa prófatörn af tveimur ástæðum.

1. Ég er búin frekar snemma sem er alltaf gott
2. Ég á afmæli daginn EFTIR fyrra prófið en ekki daginn fyrir eins og undanfarin ár. Það þýðir að ég get haft það frekar kósý en ekki verið titrandi kaffihræ.

Ég hlakka svo til sumarsins að mér er illt í tánum og ég finn lykt af nýslegnu grasi og grillmat en áður en sumarið kemur þarf ég að lesa fullt af bókum sem ég veit ekkert um og ná prófum úr þeim..
Það er því bæði ógnvekjandi og yndislegt að það séu bara 45 dagar þar til ég hleyp út í sumarið.

Jæja.. ég ætla að fara að hjúkra grey Císeró sem var að koma úr tannaðgerð.

Thursday, March 23, 2006

Hið daglega líf

Mér finnst þessi tími ársins svo erfiður einhvern veginn.. sennilega af því að ég veit að bráðlega þarf ég að fara að borga skuldir mínar við námið og hverfa algjörlega í bækurnar. Páskafríið er þess vegna undarlegt samviskubitstímabil þar sem þú veist að það væri þér best að vera duglegur við bækurnar en aldrei verður neitt almennilegt úr því... ojojoi!
Ég ætla hinsvegar að njóta lífsins samviskubitslaus í sólinni á Spáni í eina viku páskafrísins ásamt Jensa og fjölskyldunni minni.
Á dagskránni er ekkert annað en golf, rauðvín, góður matur og hugsanleg sólböð með uppáhaldsbækurnar mínar, Veðrétt og Þinglýsingar.
Image hosting by Photobucket

Lífið varð við þetta skyndilega mun auðveldara... ójá.

Tuesday, March 14, 2006

Myndir II

Eftir að hafa jafnað okkur á þeim 8 klst. tímamun sem er á Íslandi og Singapore var haldið í næstu höfn sem er hvorki meira né minna en 13 klst. á undan Íslandi, Nýja Sjáland. Í Wellington NZ býr Hörður bróðir hans Jens og voru miklir fagnaðarfundir á flugvellinum þar sem þeir bræður hafa ekki hist í 4 ár. Hörður er giftur japanskri konu sem heitir Tomoko og er alveg frábær en ég hafði aldrei hitt á þessum tímapunkti.. Ég hafði bara einu sinni hitt Hörð og það var daginn eftir að við Jens byrjuðum saman og einmitt þann dag var Hörður að flytja hinum megin á hnöttinn.
Ég var því frekar feimin fyrst en það var fljótt að hverfa þegar ég var tekin og knúsuð og heilsað eins og þau í Jensa fjölskyldu eru fræg fyrir.
Það var ein önnur manneskja sem hvorki Jens né ég höfðum hitt áður og það var hún Sólrún Maya, litla frænka hans Jensa.

Image hosting by PhotobucketImage hosting by Photobucket
Image hosting by Photobucket
Hún er tveggja ára og alveg ótrúleg. Hún talar bæði japönsku og íslensku og örlítið í ensku og það var svo gaman að kenna henni eitthvað því það bara límdist við hana. Ef ég sagði bátur og benti á bát þá var mér bent á hvern einasta skip/bát næstu vikuna og fékk að heyra að þetta bæri sko "báddu". Svo strauk hún manni og kjassaði og var á allan máta yndislegt barn.. ekki góð "getnaðarvörn" ;)

Image hosting by Photobucket
Jens var alveg heillaður af þessari litlu frænku sinni og hún af honum.

Image hosting by Photobucket
Bræðurnir Hörður og Jens á útsýnisstað yfir Wellington. (Báðir með hatta úr kengúruskinni sem við kvensur þeirra hlógum mikið yfir)

Image hosting by Photobucket
Tomoko og Sólrún Maya á ströndinni í Wellington.

Image hosting by Photobucket
Hörður og Sólrún Maya á ströndinni.

Image hosting by Photobucket
Útsýnið úr húsinu þeirra Harðar og Tomoko er æðislegt. Reyndar er Wellington frábær borg full af gróðri og brekkum. Bröttum brekkum.. Margir þurfa að leggja bílunum sínum eins nálægt húsunum sínum og þeir geta og taka síðan lyftu restina af leiðinni. Húsið þeirra er mjög ofarlega en við gátum samt keyrt alla leið.

Image hosting by Photobucket
Hinum megin við húsið er burknafrumskógur og úr honum komu margvísleg torkennileg hljóð. Þvílík staðsetning fyrir hús! Við fengum æðislegt veður þessa daga enda hásumar á suðurhvelinu (hávetur á Íslandi). Ég brann m.a.s. á öxlunum því ég gætti mín ekki. Sólin í Nýja Sjálandi er sterkari en á Spáni en það sem blekkir mann er að hitinn verður ekki eins mikill út af sterkum hafvindum.

Image hosting by Photobucket
Wellington. Við urðum mjög hrifin af þessari borg og skiljum alveg hvað starfsfólkið í Lord of the Rings var að tala um núna. ;)

Það eru enn fullt af myndum eftir en það er svo brjálað að gera að ég kem ekki meiru inn núna.. við sjáum til hvernig þetta fer! :)

Tuesday, March 07, 2006

Myndir!

Ég ætla að skella inn myndum úr fyrsta hluta þess sem kallað er myndaflóð aldarinnar! :)

Við stoppuðum í Singapore á leið okkar til Nýja Sjálands og líkaði vel! Við höfðum heyrt mikið um að þessi borg væri alveg steríl en okkur fannst hún bara mjög skemmtileg og fyrst og fremst standa veeeel undir nafni sem matarhöfuðborg heimsins. Ójá.. ég fæ alveg vatn í munninn við að hugsa um chilikrabbana og sataykjúklinginn og allt hitt sem við lögðum okkur til munns þarna!

Image hosting by Photobucket
Tekið af skjánum mínum í flugvélinni.. þarna er eins og sést töluvert eftir til Singapore eða svona 11 klst. Þetta var samt alls ekkert leiðinlegt! Allir í flugvélinni höfðu sinn eigin skjá svona eins og þennan, og fjarstýringu með sem þeir notuðu í að velja eitthvað af tugum grínþátta (family guy, simpson, fraisier, friends) og hátt í hundrað bíómynda sem voru frá nýjustu vestrænu hitturunum til Lawrence of arabia og litskrúðugra Bollýwoodmynda. Ég horfði á svona 12 grínþætti, nokkrar bíómyndir og borðaði virkilega góðan flugvélamat.. Bara eins og frekar langt kósýkvöld heima.

Image hosting by Photobucket
Komin til Singapore!

Image hosting by Photobucket
Gamli tíminn og sá nýi mætast í Singapore. Litlu húsin við ána eru allt veitingastaðir af öllum þjóðernum og tegundum. Við Jens tókum heilan dag í það að labba á milli og smakka bara pínulítið af hverju og höfum nú eignast ýmsan nýjan uppáhaldsmat og komist að því að það sem telst sterkt á íslandi er eins og jógúrtssósa þarna. Það kom eldur út um nefið á mér á tælenskum veitingastað þetta kvöld eftir fyrsta bita af kjúklingi í rauðu karrýi.. Mmmmmmmm!

Image hosting by Photobucket
Við fengum okkur Singapore Sling á Raffles-hótelinu þar sem hann var blandaður fyrst um 1920.

Image hosting by Photobucket
Í Singapore rekast á margir menningarheimar og við heimsóttum bæði Chinatown og little India.

Image hosting by Photobucket
Mjög heitt, rakt og mollulegt er í þessari borg og allir með loftkælingar. Þessi bakgata sýndi það vel.

Image hosting by Photobucket
Þessir bátar kallast bumboats hafa verið til á þessu svæði mjög lengi og sigla mikið upp og niður á sem rennur gegnum Singapore.

Image hosting by Photobucket
Við fórum einmitt í einn og það var mjög gaman og gaf okkur aðra sýn á borgina (auk þess sem blærinn var vel þeginn).

Image hosting by Photobucket

Image hosting by Photobucket
Krabbi í chilisósu sem er einmitt núna draumamaturinn okkar... úff hvað það er gott!

Image hosting by Photobucket
Jens hetja með óargadýr á öxlunum! Eins og fólk sér þá stóð honum heldur ekki á sama! ;)

Image hosting by Photobucket
Smá sólbaðspása á paradísarströnd rétt við Singapore.

Image hosting by Photobucket
Image hosting by Photobucket
Fyndið samt að sjá öll risaskipin úti fyrir ströndinni..passar ekki alveg inn í paradísarímyndina! Höfnin í Singapore er ein af stærstu iðnaðarhöfnum í heimi.

Image hosting by Photobucket
Fórum á geðveikt sædýrasafn þar sem maður fór á færibandi undir svona risafiskabúr og hákarlar, sækýr og fleira svamlaði rétt fyrir ofan mann. Very nice!

Image hosting by Photobucket
Ég var mjög ánægð með að hitta Nemo og Dori!
Meiri myndir fljótlega.. ég ætla að fara að fá mér góðan mat! :)

Monday, March 06, 2006

Vó... jarðskjálfti!

Og ég er ekki með neinn hausverk! (Ef einhver skilur þetta þá fær hann kex og kókómjólk)
Jarðskjálftar eru spennandi á meðan þeir skaða engann.. þá verða þeir ógnvænlegir. Ég vona að það komi annar!

Wednesday, March 01, 2006

Dog sick I tell you!

Þegar ég fór að sofa í morgun um kl.6 var ég ótrúlega hress eftir næturvörutalningu með gelgjum í náttfötum en þegar ég vaknaði þremur tímum seinna við eitthvað sem ég hélt að hlytu að vera rakvélablöð í hálsinum á mér, var ég ekki svo hress. Nú er ég bara sisona komin með hálsbólgu, hita og bölvaðan hausverk sem mælist á jarðskjálftamælum veðurstofunnar. Ég vona að ég sé ekki komin með flensu! Inflúensu jafnvel!! *ógnvænlegt hljóð og andköf*

Einmitt það sem mig vantar.. frekari ástæður og afsakanir til að taka mér frí frá lærdómnum.

Ég neyddist til að skríða fram úr rúminu núna rétt áðan, aðframkomin af hungri og þorsta, og fór fram í eldhús þar sem allt var í rusli og ekki ein einasta skál hrein fyrir núðlurnar mínar... ég var í alvöru næstum því farin fram af svölunum í geðshræringu minni. Mér leið eins og marglyttu á landi.
Þetta bjargaðist sem betur fer og mér tókst að þvo skál af miklum hetjuskap. Guði sé lof. Ég marglyttaðist svo stynjandi aftur inn í rúm með núðlurnar mínar og horfði á einn Simpson´s þátt undir sæng.. Það var nánast allur tíminn sem ég hafði til að vera slöpp í bili því núna eftir hálftíma á ég að vera mætt á fund og svo annan á eftir honum og þá þann þriðja. ÞÁ ætla ég að fara heim og vera aftur veik ef líkami minn verður enn á þeim nótunum auk þess sem ég hef planlagt að hella mér yfir Jens fyrir að hafa verið að hangsa í skólanum þegar hann hefði átt að vera heima að þjóna og vorkenna mér, fárveikri konunni!
Æ mér sýnist ég nú geta séð um vorkunnardeildina sjálf ;)
Image hosting by Photobucket
Guð hvað þetta er skemmtilegt blogg!

** uppfært kl.21:00 sama dag **
Mér leið mun betur eftir fundina þótt undarlegt sé og ætlaði ekkert að kvarta meira yfir slappleika en þegar ég kom heim hafði Jens greinilega vorkennt mér því hann var búinn að elda þriggja rétta máltíð fyrir okkur, þrífa allt og fylla íbúðina af kertum og kósýheitum..! Hann er svo mikið yndi! :)
Nú ætla ég að vera pínu lasin aaaaaðeins lengur og láta knúsa mig.. ;)