Tuesday, July 19, 2005

*sagt með flugmannsrödd*

Váááááá maður!
Fyrir um klukkutíma síðan var ég á hvolfi í flugvél af tegund Cessna 152 í miðri "lykkju" í 5000feta hæð yfir fjallinu Hengli. Á svipuðum tíma prófuðum við að slökkva á vélinni og láta okkur hrapa og að láta vélina ofrísa (stalla) og æfa svo björgun úr þeim vandræðum. Ef þér verður óglatt í venjulegum rússíbana þá mæli ég ekki með þessu. Erfiðasti hlutinn var að þurfa virkilega að gera eitthvað mjög mikilvægt.. öllu heldur lífsnauðsynlegt.. á hvolfi og á meðan maginn var enn í 5000feta hæð. Ég fékk að stjórna mestan hluta ferðarinnar nema í lykkjunum og ég var eiginlega fegin af fá að sleppa því. ;) Þetta var alveg æðislegt og ég er svo þakklát mínum yndislegu dásamlegu vinum sem bundu peysu um höfuðið á mér, tróðu mér inn í bíl og keyrðu harkalega um götur borgarinnar til að rugla mig, þóttust fara út á ljósum og hlógu að mér alla leiðina þar til þau leiddu mig að og "afblinduðu" loks upp við flugvél á Reykjavíkurflugvelli. Ég er alveg rosalega ánægð með þessa ferð því það eru ekki margir sem fá að fara Loop á venjulegum vélum og svo var þetta bara svakalega gaman. Alveg ótrúlega svakalega. Maginn í mér er ennþá í loftunum fyrir ofan Litlu kaffistofuna. Ofnotkun á lýsingarorðum skrifist á adrenalínvímu.

Þetta var alveg ótrúlega skemmtileg og vel heppnuð afmælisgjöf!
Takk elsku Elín og Egill.. Þið eruð best! :)

Monday, July 18, 2005

Blogg smogg

Það er nú aldeilis langt síðan ég hef tjáð mig hér. Ég hef samt gert margt frásagnarvert í sumar sem þið hefðuð áreiðanlega skemmt ykkur konunglega yfir. Ég nenni þó ekki að skrifa neitt um það núna heldur eru þessi orð einungis rituð sem mont á hæsta skala. Ég og Jensinn erum nefninlega á leið til Nýja Sjálands með foreldrum Jensa í heimsókn til Harðar, bróður Jensa, sem hefur búið þarna í nokkur ár. Á leið okkar stoppum við bæði í Singapore og Ástralíu. Ferðin í heild mun taka um 3 vikur og verður við mest af þeim tíma hjá Herði Kiwi á Nýja Sjálandi eða í um 2 vikur. Restin fer í ferðalagið fram og til baka með viðkomu og nokkurra daga stoppi á áðurnefndum stöðum.
Image hosted by Photobucket.com
Niðurtalning er þegar hafin og ég er orðin gííífurlega spennt þó að enn sé meira en hálft ár í brottför :)