Friday, July 21, 2006

Stórtíðindi

Nú hafa þau undur og stórmerki gerst að gólfmottan er að leggjast niður. Þó ekki þannig að allt verði hreinsað út og slíkt heldur hefur nýtt über-blogg verið tekið í notkun og í þetta skipti hefur Jens ákveðið að vera með. Ný og betrumbætt síða segir ekki alveg skilið við mottunafnið þó það hafi verið yfirfært á engilsaxnesku og uppfært í "teppi". Nýja bloggið heitir SPIDERBLANKET og slóðin er http://www.spiderblanket.com. Semsagt, mjög þægilegt og einfalt.

Þar sem þetta nýja blog skarar tæknilega og vitsmunalega fram úr öllum öðrum bloggum sem allir aðrir hafa nokkruntíma gert getur verið að ykkar aumu tölvur séu ekki uppsettar til að meðhöndla það. Það þarf þó ekki að örvænta. Í flestum tilvikum kemur þetta sjálfkrafa eftir að þið ýtið eins og einusinni á "Yes". Ef það gerist ekki er ykkur hollast að smella á hnappinn hér að neðan. Það þarf nýjustu útgáfu af Adobe Flash Player og þarna hafiði hana!

Get Adobe Flash Player

Hér með er þetta blogg því lýst "úti" og Spiderblanket er "inni"

Tuesday, July 04, 2006

Það er aldeilis..

Þetta er ótrúlegt! I feel so smaaaall man..

Er í langþráðu tveggja daga fríi núna eftir erfiða vinnuhelgi þar sem mér tókst meðal annars að fljúga allsvakalega á hausinn um borð í skútu og kasta við það símanum mínum í Reykjavíkurhöfn. Þetta þóttu mikil tilþrif og ég hef núna öðlast viðurnefnið tollvörðurinn fljúgandi hjá flestu frönsku kappsiglingafólki hér á landi. Aðeins nokkrar sýningar eftir.

Í augnablikinu er ég því að glíma við ferns konar tjón.. Fjárhagslegt (síminn), líkamlegt (blá og barin, svört og marin), félagslegt (síminn farinn með öll númerin mín og enginn getur náð í mig fyrr en ég er komin með nýjan) og auðvitað andlegt (Það er mjög erfitt að ætla að þykjast vera virðulegur embættismaður eftir svona sprell).

Lífið er nú samt að fara vel með mig þrátt fyrir allt þetta tjón! Við Jens fórum í sumarbústað á Flúðum í síðustu viku með allri stórfamilíunni og höfðum það notalegt í einu sólinni sem hefur sést í sumar! Við stóðum okkur frábærlega í HÓB-mótinu (Hólmsteins-Ófeigs-Blöndal-mótið) sem þá var haldið og kepptum m.a. í golfi, rauðvínssmökkun, trivial og Singstar. Þess á milli átum við góðan mat, horfðum á HM og lágum í heita pottinum. Ótrúlega vel heppnuð ferð nema fyrir aumingja húðina á okkur sem fékk áfall og sólbrann svona líka hressilega.

Svo lítur út fyrir að ég verði líka í fríi næstu helgi sem er auðvitað alveg brillíant!

Loka þessari færslu með mynd af frændum mínum sem eins og sést eru vatnsstríðshetjur með meiru.
Photobucket - Video and Image Hosting